Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 44
Helgarblað 21.–24. nóvember 201444 Menning Íslenskar heimspeki- bækur Þriðja fimmtudaginn í nóvember ár hvert hefur UNESCO tekið frá sem alþjóðlegan dag heimspek- innar. Í tilefni dagsins er ekki úr vegi að taka saman nokkrar af þeim íslensku heimspekibókum sem hafa komið út í ár. Náttúrupælingar Undanfarið ár hafa komið út nokk- ur söfn með greinum og ritgerðum eftir Pál Skúlason, heimspeking og fyrrverandi rektor Háskóla Íslands. Þriðja og nýjasta bók- in í ritröðinni nefnist Náttúr- upælingar, en þar reynir hann að veita nýja sýn á samband manns og nátt- úru og skýra hugmyndir og hugtök sem við þurfum til að skilja reynslu okkar og stöðu í tilverunni. Páll íhugar þýðingu þess að tengjast landinu og ræðir um þau gæði og gildi sem eru í húfi í samskiptum okkar við náttúruna og ábyrgð okk- ar gagnvart henni. Hugsmíðar Vilhjálmur Árnason er prófessor í heimspeki og einn höfunda sið- fræðihluta rannsóknarskýrslu Alþingis um aðdraganda og orsakir falls íslensku bank- anna. Í rit- gerðasafninu Hugsmíðar set- ur hann fram hugmyndir sínar um brýn- ustu verkefni siðfræðinnar í samtímanum, ræð- ir um vanda og verkefni lýðræð- isins og greinir nokkur helstu sið- ferðileg úrlausnarefni samtímans. Flest viðfangsefnin eru sprottin úr íslensku samfélagi en Vilhjálmur færir meðal annars rök fyrir því að við séum langt frá því að til- einka okkur vandaða stjórnsiði. Listhugtakið í heimspeki samtímans Listhugtakið í heimspeki samtím- ans inniheldur þýðingar á fjórum lykilgreinum sem allar fást við spurninguna: hvað er list? Morr- is Weitz heldur því fram að list- hugtakið sé opið hugtak og ekki sé hægt að skilgreina list, Arthur C. Danto skrifar um listheim- inn og George Dickie um stofn- unarkenningu um list. Þá heldur listamaðurinn Joseph Kosuth því fram að listin sjálf sé skilgreining á list. Gunnar Harðarson ritstýrir. Hugleiðingar um gagnrýna hugsun Hugleiðingar um gagnrýna hugs- un eftir Henry Alexander Henrys- son og Pál Skúlason kom út í október sem hluti af ritröð Heim- spekistofnunar. Undanfarin ár hafa Henry og Páll skrifað umtals- vert um eðli, gildi og mikilvægi gagnrýnnar hugsunar. Bókinni er ætlað að stuðla að markviss- um umræðum um eðli og tilgang gagnrýnnar hugsunar og hvetja til eflingar kennslu hennar. Ef þú óskar þess að fá hest í af- mælisgjöf og færð flóðhest, hefur þá óskin ræst? … og fleiri heim- spekilegar pælingar handa hverj- um sem er Jóhann Björnsson heimspeki- kennari hefur tekið saman nokkr- ar heimspekilegar spurningar, lífstilraunir og stuttar pælingar sem allar byggja á hversdags- legum veruleika. Bókin hefur orðið til á mörgum árum sam- hliða heimspekikennslu við Rétt- arholtsskóla og er henni meðal annars ætlað að stuðla að því að heimspeki geti verið skemmtilegt tómstundagaman. Lýðræðistilraunirnar voru ekki til einskis B eint lýðræði var eitt þeirra hugtaka sem bergmálaði hvað hæst á umræðutorg- um íslensks samfélags eft- ir að hrópin um vanhæfa ríkisstjórn höfðu dáið út. Kröfur um aukna hlutdeild almennings í stefnumótun og ákvörðunum hins opinbera komu sterkt fram í þeirri sjálfskoðun sem fram fór á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Kröfurnar fæddust þó ekki í tómarúmi, lýðræði er kjarninn í baráttu fjölmargra ólíkra hópa grasrótarsamtaka og aðgerðasinna víðs vegar um heim í dag: frá Rúss- landi til Wall Street, frá Mið-Aust- urlöndum til Austurvallar ómar krafan um aukið og beinna lýðræði. Í kjölfar hrunsins vildu margir endurhugsa íslenskt samfélag og þau kerfi sem borgararnir nota til að ráða fram úr sameiginleg- um vandamálum sínum. Vonir og væntingar til hins nýja Íslands voru umtalsverðar. Hafist var handa við að prófa áfram nokkrar frumlegar lýðræðistilraunir, tilraunir til að auka aðkomu almennings að stjórn landsins: ný stjórnarskrá var skrif- uð, boðað var til þjóð- og borg- arafunda, haldnar voru þjóðarat- kvæðagreiðslur um stór og flókin mál sem vörðuðu þjóðarhagsmuni, reynt var skapa lagaramma sem varði tjáningar- og upplýsingafrelsi og tilraunir voru gerðar með þátt- tökufjárlög í höfuðborginni. Nú, sex árum eftir hrunið, er hins vegar ljóst að þrátt fyrir tilrauna- starfið virðast áhrifin á íslenskt stjórnkerfi vera lítil sem engin. Þrátt fyrir það hafa lýðræðistilraunirnar vakið mikla athygli erlendis, ekki síst hjá fræðimönnum sem hafa rannsakað beint lýðræði og lýð- ræðisferla víðsvegar í heiminum. Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Bifröst, er ritstjóri nýrrar bókar á vegum Háskólaút- gáfunnar þar sem nokkrir erlendir og íslenskir sérfræðingar rýna í ís- lensku lýðræðistilraunirnar, setja í samhengi við þróunina annars staðar í heiminum og greina þær út frá fræðilegum kenningum. Vantraust gagnvart kjörnum fulltrúum Jón segir ástæðuna fyrir hinni miklu áherslu á lýðræði í heiminum í dag vera margþætta og ólíka eftir lönd- um, en engu að síður sé þar sam- eiginlegur þráður. „Það er greinilegt um allan heim að traust og áhugi á stjórnmálum og kjörnum fulltrú- um er að minnka. Sumir sjá það sem krísu, en ég myndi frekar líta á það sem tækifæri. Sumir óttast alltaf upplausnina en spurningin er hvort þetta veiti okkur ekki tækifæri til að finna nýjar leiðir til að gera hlutina,“ segir Jón. „Sálfræðilega af- leiðingin af hruninu hér á Íslandi var að í hrönnum taldi fólk skyndi- lega að stjórnvöld hefðu á einhvern hátt gerst sek um meiriháttar svik gagnvart almenningi. Þá er annars vegar farið í að leita að öðrum val- möguleika við það sem áður var, en líka farið að leita að nýjum aðferð- um til að byggja upp traust.“ Hann bendir einnig á að von- ir hafi vaknað með tæknilegum nýj- ungum. „Við eigum orðið aðferðir til að mæla viðhorf og veita fólki aðgang að ákvörðunum á mjög einfaldan hátt. Ný samskiptaform sem birtast meðal annars með samfélagsmiðl- um breyta miklu um hvernig hægt er að tengja sig við og taka þátt.“ Aðkoma almennings sögð bæta ákvarðanir Þrátt fyrir að lýðræði sé ein skýlaus- asta krafan hjá grasrótarsamtökum og aðgerðasinnum í samtímanum er þó ekki alltaf ljóst hvað fólk á við með hugtakinu. Er lýðræði hugtak sem við getum skilgreint svo auð- veldlega? „Það er smá misskiln- ingur að halda að hægt sé að skil- greina hugtök stjórnmálanna og gera merkingu þeirra ljósa og óum- deilda. Öll umræða um lýðræði hlýtur í og með að snúast um það hvað lýðræði sé og hvað orðið þýði. Að því leyti erum við aldrei með endanlega skýra mynd af því hvað lýðræði er og hvað ekki. Það er tek- ist á um hverjar séu nauðsynlegar forsendur þess að við getum sagt að ákvarðanir séu lýðræðislegar eða að kerfi sé lýðræðislegt.“ Og hvaða forsendur eru það sem ólíkir hópar telja að séu nauðsyn- legar til að ferli sé talið lýðræðislegt? „Það sem tekst alltaf á í þeirri um- ræðu er spurningin um hvort að aðalatriði lýðræðisins sé raunveru- leg aðkoma fólksins – og þá hvern- ig sé staðið að henni – eða þá hvort aðalatriðið sé að búið sé til kerfi þar sem öllum er gert kleift að njóta jafns aðgangs að og áhrifa á stofn- anir, ferla og opinbera umræðu. Þeir sem að hafa áhuga á beinu lýð- ræði leggja meiri áherslu á þátttöku almennings en hinir. Þeir hafa trú á því að ef að það er rétt staðið að að- komu almennings þá sé ekki bara verið að veita fólki tækifæri til að taka þátt heldur sé ferlið líklegra til að leiða til góðra ákvarðana. Það er á endanum kannski meginspurn- ingin: er beint lýðræði líklegt til að bæta ákvarðanir? Sú kenning að lýðræðisleg ákvarðanaferli megi hanna þannig að þau séu líkleg til að skila okkur betri ákvörðunum en hefðbundin lokuð stjórnsýsluferli er meðal þess sem er efst á baugi í fræðilegu umræðunni í dag. Þetta er nefnt þekkingarfræðilegt eða þekkingarlýðræði.“ Vísindaleg nálgun á skoðana- myndun Hvers lags aðferðir eru þetta sem eiga að bæta ákvarðanirnar, get- ur þú nefnt dæmi? „Já, undanfarin 20 eða 25 ár hefur einn þeirra sem á ritgerð í bókinni, James S. Fishk- in, prófessor við Stanford-háskóla og forstöðumaður Miðstöðvar um rökræðulýðræði, þróað aðferð sem hann kallar rökræðukannanir. Þær ganga út á að blanda saman að- ferðum hefðbundinna skoðana- kannana og rökræðufunda til þess að gera miklu ítarlegar athuganir á viðhorfum almennings og þeim breytingum sem verða á viðhorfi fólks við rökræður. Þetta er gert til að komast að því hvað almenn- ingi myndi finnast ef hann fengi tækifæri til að hugsa mál til enda. Auðvitað er þessi aðferðafræði ekkert óumdeild, en grunnhug- myndin er þessi: með því að hanna vettvanginn rétt og halda vel utan um hann og byggja á úrtaki sem endurspeglar heildina á tölfræði- lega marktækan hátt þá getum við fengið vísindalega nálgun á skoð- anamyndun. Það þýðir ekki að við séum að láta svona samkund- ur taka ákvarðanir, en þær geta verið mjög mikilvægar fyrir stjórn- völd til þess að kanna hug almenn- ings og byggja stefnuákvarðanir sínar á honum. Þetta hefur verið nýtt víða um heim, til dæmis hef- ur þetta verið nýtt töluvert í borg- um og bæjar félögum í Kína, þetta hefur verið gert á Evrópuvettvangi, Danir gerðu þetta annars vegar í tengslum við upptöku evrunnar árið 2002 og hins vegar til að ræða um Evrópu framtíðarinnar árið 2006. Ólíkum útgáfum af þessu ferli hefur verið hrint í framkvæmd í Bretlandi og nú síðast í Japan þar sem rætt var um notkun kjarn- orku.“ Mikill áhugi á stjórnarskránni Það verkefni sem mest er fjallað um í bókinni er tilraun Íslendinga til að skrifa nýja stjórnarskrá, ferli sem hófst með tæplega þúsund n Jón Ólafsson ræðir lýðræðistilraunir á Íslandi eftir hrun n Erlendir fræðimenn áhugasamir um stjórnarskrána og þátttökufjárlög í Reykjavík Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Sumir óttast alltaf upplausnina en spurningin er hvort þetta veiti okkur ekki tækifæri til að finna nýjar leiðir til að gera hlutina. Helsta krafa samtímans Grasrótarsamtök og aðgerðasinnar víðs vegar um heim krefjast aukins og beinna lýðræðis. Jón Ólafsson Ritstýrir bók um lýðræðistilraunir eftirhrunsáranna. MyNd SiGtryGGur Ari „Plaggið sem kemur út úr vinnunni er svo viðkvæmt, það er svo auðvelt skjóta það niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.