Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 20
Helgarblað 21.–24. nóvember 201420 Fréttir Erlent Fra Hyrjarhöfði 2 - 110, Reykjavík / s: 848 7007 og 776 8600 / www.glerpro.is / glerpro@gmail.com Allar viðgerðir á framrúðum eru bíleiganda að kostnaðarlau su. Vinnum fyrir öll tryggingaf élög. Íslamska ríkið nær fótfestu í Líbíu E inkennisfáni liðsmanna Ís- lamska ríkisins blaktir yfir stjórnarbyggingum. Sömu sögu er að segja af lögreglu- bílum sem merktir eru Íslamska ríkinu. Knattspyrnuleikvangur borgarinnar er notaður fyrir opinberar aftökur. Þessi lýs- ing hér að framan á ekki við borg eða bæ í Sýrlandi eða Írak. Hér er um að ræða borg við strendur Miðjarðarhafsins, borgina Derna í norðurhluta Líbíu. Nýta sér upplausnina Uppreisnarmenn hollir Íslamska ríkinu í Írak og Sýrlandi fara nú með stjórn borgarinn- ar sem telur um hund- rað þúsund íbúa. Borgin sem um ræðir er skammt frá landamærum Egypta- lands og aðeins um þrjú hund- ruð kílómetra frá eyjunni Krít sem tilheyrir Grikklandi. Á undanförnum misserum hafa liðsmenn samtakanna fært út kvíarn- ar hægt og rólega og fikrað sig vestar á bóg- inn til svæða þar sem upp- lausnarástand ríkir, eins og í Líbíu. CNN fjallaði um þessa sókn Íslamska ríkisins í ítarlegri fréttaskýringu á dögunum. Heimildarmenn CNN í Líbíu segja að armur samtakanna í Derna telji um 800 manns. Þá séu liðs- menn þeirra búnir að koma sér fyrir í fjalllendi skammt frá þar sem þjálf- unarbúðir fyrir uppreisnarmenn frá ríkjum í Norður-Afríku eru star- fræktar. Samtökin virðast vera með tangarhald á borginni og eru þau búin að taka yfir stjórnkerfið eins og það leggur sig, allt frá barnaskólum til dómshúss borgarinnar. „Það má í raun líkja Derna eins og hún er í dag við Raqqa,“ segir heimildarmaður CNN og vísar til borgarinnar Raqqa í Sýrlandi þar sem Íslamska ríkið fer með öll völd. „Alvarleg ógn“ Eins og eðlilegt er eru margir áhyggjufullir vegna þessarar þró- unar, að liðsmenn samtakanna séu búnir að ná fullkominni stjórn á borg í norðurhluta Afríku. „ Líbíu stafar alvarleg ógn af samtökunum. Þau eru vel á veg komin með að stofna Íslamskt ríki í austurhluta Líbíu,“ segir Noman Benotman, fyrr- verandi uppreisnarmaður sem nú starfar fyrir Quilliam-samtökin sem meðal annars berjast gegn hryðju- verkum. Meðal þeirra sem gerðir hafa verið að skotmarki liðsmanna sam- takanna í borginni má nefna dóm- ara, blaðamenn og hermenn. Hafa ófáir verið líflátnir opinberlega í borginni að undanförnu. Þannig voru þrír afhöfðaðir í borginni í síð- ustu viku en þeir höfðu opinberlega barist gegn samtökunum. Útungunarstöð öfgamanna Derna hefur verið eins konar út- ungunarstöð fyrir íslamska öfga- menn á undanförnum árum. Þeim var stjakað út á jaðarinn þegar Mu- ammar Ghaddafi var við völd. Í umfjöllun CNN kemur fram að ófáir öfgamenn hafi gengið í raðir al- Kaída í Írak og Íslamska ríkið í Sýr- landi. Um tveir mánuðir eru síðan Ís- lamska ríkið hóf innreið sína í borgina fyrir alvöru. Var það fyrir tilstilli leiðtoga samtakanna, Abu Bakr al Baghdadi, að það tókst. Fékk hann einn af sín- um nánustu bandamönnum, Abu Nabil al An- bari, til verksins en þeir höfðu dval- ið saman í fang- elsi Bandaríkja- manna í Írak fyrir nokkrum árum. Færa út kvíarnar Aaron Zelin, sem starfar hjá banda- rísku hugveitunni Washington Institute for Near East Policy, segir að áhrif Íslamska ríkisins í Derna gætu orðið víðtæk og ekki verði auðvelt að hrekja samtökin þaðan. Þannig sé borgin vel staðsett í ýmsu tilliti. Auðvelt sé að smygla varningi til og frá borginni og selja á svörtum markaði. Þá má geta þess að miklar olíuauðlindir eru í nágrenni borgar- innar. Íslamska ríkið hefur komið sér fyrir víðar en í Derna í Líbíu og látið til sín taka. Þannig eru liðs- menn hollir samtökunum búnir að koma sér vel fyrir í Al Bayda, Beng- hazi, Sirte og jafnvel höfuðborginni Tripoli þó áhrif samtakanna séu ekki jafn mikil og sterk og í Derna. Samtökin hafa verið bendluð við fjölmargar hryðjuverkaárásir í Líbíu að undanförnu. Má þar nefna sjálfs- vígsárás í borginni Tobruk í síðustu viku þar sem einn lést og fjórtán særðust. Þá leikur grunur á að sam- tökin beri ábyrgð á að bílsprengju sem sprakk í Al Bayda sama dag. Fjórir létust í þeirri árás. n Líbía Alsír Egyptaland Ítalía Grikkland Frakkland Spánn Túnis Derna n Nýta sér upplausnina í landinu n Líbíu stafar alvarleg ógn Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Mikil ógn Noman Benotman, sem sjálfur var öfgafullur íslamisti, segir að Líbíu stafi alvarleg ógn af Íslamska ríkinu. Derna Talið er að Íslamska ríkið sé með um 800 vígamenn á sín- um snærum í borginni. Samtökin fara með öll völd í borginni. Færa sig vestar Íslamska ríkið hefur hingað til látið mest til sín taka í Írak og Sýrlandi. Það er að breytast eins og innreið þeirra til Líbíu sýnir. Samtökin hafa lagt undir sig borgina Derna sem er ekki langt frá Grikklandi. Þá eru samtökin með deildir í fleiri borgum Líbíu. Fékk 117 milljóna króna reikning Kanadísk kona sem eignaðist dóttur í Bandaríkjunum níu vikum fyrir tímann situr uppi með 950 þúsunda dala reikn- ing vegna sjúkrahússvistarinnar. Upphæðin samsvarar 117 millj- ónum íslenskra króna. Konan sem um ræðir heitir Jennifer Huculak-Kimmel en hún missti vatnið þegar fjöl- skyldan var í fríi á Hawaii í nóv- ember 2013. Sjálf var Jennifer lögð inn á sjúkrahús þar sem hún lá í sex vikur áður en dóttir hennar fæddist í desember. Þar sem dóttirin kom í heiminn níu vikum fyrir tímann þurfti hún einnig að vera undir eftirliti lækna á vökudeild og liðu tveir mánuðir þar til óhætt þótti að senda hana heim. „Við vorum búin að vera í fríi í tvo daga þegar ég missti vatn- ið,“ segir Jennifer í viðtali við CBS. Hún segist hafa reynt að fá sig flutta með sjúkraflugi til Kanada en talað fyrir daufum eyrum. Eitt fyrirtæki hefði ekki treyst sér til að flytja hana heim í því ástandi sem hún var og annað fyrirtæki hefði viljað hafa skurðlæknateymi með í för sem ekki reyndist mögulegt. Jennifer segist alltaf hafa staðið í þeirri trú að trygginga- félag fjölskyldunnar, Blue Cross, stæði straum af kostnaði við sjúkrahússvistina en orðið furðu lostin þegar tryggingafélagið neitaði. Vísaði tryggingafélagið með- al annars í það að hún hefði sjálf tekið þá áhættusömu ákvörðun að fara í ferðalagið. Líkur hefðu verið á að hún fæddi stúlkuna fyrir tímann, meðal annars vegna blöðrubólgu og blæð- inga í kjölfarið sem hún fékk snemma á meðgöngunni. Sjálf segir Jennifer að hún hefði ráð- fært sig við heimilislækni fjöl- skyldunnar sem hefði ekki sett sig á móti ferðalaginu. Í frétt CBS kemur fram að Jennifer og fjölskylda hennar liggi nú undir feldi varðandi næstu skref. Annaðhvort muni þau heyja baráttuna gegn tryggingafélaginu áfram eða lýsa sig gjaldþrota.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.