Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 16
Helgarblað 21.–24. nóvember 201416 Fréttir n Þingflokkurinn færist undan vantraustsyfirlýsingu á Hönnu Birnu n Viðkvæmt og umdeilt mál L ekinn úr innanríkisráðu- neytinu fyrir réttu ári hefur dregið dilk á eftir sér, eink- um þó fyrir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanrík- isráðherra. Nú hvílir á henni sú krafa úr mörgum áttum að axla pólitíska ábyrgð á málinu með því að láta af ráðherraembætti. For- dæmingin á rætur að rekja til kröfu kjósenda um heiðarleika, gott for- dæmi og flekkleysi þeirra sem taka að sér ábyrgðarstörf í þágu kjós- enda. Ekki bætti það stöðu henn- ar þegar annar af tveimur póli- tískum trúnaðarmönnum hennar í ráðuneyti dóms- og lögreglu- mála, Gísli Freyr Valdórsson, ját- aði sök og hlaut dóm. Málið hefur líka verið íþyngjandi fyrir starfs- fólk innanríkisráðuneytisins. Það hefur einnig haft áþreifanlegar af- leiðingar fyrir embætti lögreglu- stjóra höfuðborgarsvæðisins, og embætti ríkissaksóknara og um- boðsmanns Alþingis hafa dregist inn í hringiðuna, einkum vegna yf- irlýsinga Hönu Birnu og annarra sem til þessa hafa stutt málstað hennar. Afskipti Hönnu Birnu af rannsókn Stefáns Eiríkssonar, þá- verandi lögreglustjóra höfuð- borgarsvæðisins, á lekamálinu í ráðuneyti hennar, urðu um síðir tilefni til frumkvæðisrannsóknar af hálfu embættis umboðsmanns Alþingis. Framvinda málsins varð til þess að hann dró sig í hlé og starfar nú á öðrum vettvangi. Við tók Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sem gæti nú einnig verið í vanda stödd vegna samskipta við Gísla Frey og líkast til Hönnu Birnu um það leyti sem upplýsingum var lekið til fjöl- miðla um Tony Omos. Þær gátu aðeins komið frá embætti Sigríðar Bjarkar þegar hún var lögreglu- stjóri á Suðurnesjum. Ábyrgðin eða sektin Grétar Eyþórsson, stjórn- málafræðiprófessor við háskólann á Akureyri, gerði ábyrgð stjórn- málamanna að umtalsefni í sam- tali við Fréttatímann 14. nóvem- ber síðastliðinn: „Það virðist sem afsögn ráðherra á Íslandi þýði að það sé verið að viðurkenna ein- hverja sekt, en ekki að það sé gert til að axla ábyrgð. Menn hafa sagt af sér á Íslandi, og menn hafa verið þvingaðir til þess. En það er enginn sem virðist ætla að þvinga Hönnu Birnu úr starfi. Það virðist liggja alfarið hjá henni sjálfri að meta stöðuna.“ Spyrja má hvaða áhrif lekamálið hefur haft á Sjálfstæð- isflokkinn. Ekki er að sjá að það hafi valdið sérstöku fylgishruni flokksins. Í nýlegri fylgiskönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 mæld- ist flokkurinn með um 32 prósenta fylgi. Sú könnun var reyndar gerð eftir að formenn stjórnarflokk- anna höfðu kynnt niðurstöður skuldaniðurfærslu heimilanna, sem kann að hafa hnikað fylginu upp á við, því í fyrri hluta nóvem- ber mældi MMR fylgi flokksins að- eins um 23,8 prósent. Hvað sem þessu líður er ljóst að lekamálið hefur haft neikvæð og sundrandi áhrif innan Sjálfstæðisflokksins þótt ekki hafi verið upplýst neitt sérstaklega um slíkt opinberlega. Á þingflokksfundi í síðustu viku var stuðningurinn við Hönnu Birnu, varaformann Sjálfstæðisflokksins, langt frá því að vera alger. Í þing- flokknum eru 19 þingmenn; að minnsta kosti þrír þeirra sátu hjá við atkvæðagreiðslu, nefnd eru Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Vil- hjálmur Bjarnason og Ásmundur Friðriksson. Aðrir hafa ekki sann- færingu lengur fyrir stuðningi; nefna má framgöngu Brynjars Níelssonar og heimildir eru fyrir ólund Jóns Gunnarssonar einnig vegna framvindunnar. Þá losnar ráðherrastóll Á það er að líta að komi til afsagn- ar Hönnu Birnu losnar ráðherra- staða innan ríkisstjórnarinnar. Líklegt þykir að með nýjum ráð- herra Sjálfstæðisflokksins verði dómsmál sameinuð aftur und- ir hatti innan ríkisráðuneytisins. Þessi staða getur skýrt fylgispekt einstakra þingmanna við for- manninn eða varfærnislegar yfir lýsingar þeirra eftir þing- flokksfundinn 12. nóvember síð- astliðinn. Sá „breiði“ stuðn- ingur við hana, sem Bjarni Benediktsson talaði um þennan dag, getur á end- anum verið skil- yrtur og breyti- legur og nær varla nema til liðlega helmings þing- mannanna þegar á reynir. Nokkuð þyk- ir halla á konur innan þingflokksins – þær eru sex, eða vart þriðjung- ur hans – en um leið eru þær tiltölulega óreyndar ef frá eru taldar Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir. Auk þess hefur flokksráð flokksins ný- verið áréttað að jafna skuli kynja- hlutföll eftir föngum í ábyrgðarstöðum flokks- ins. Ragnheiður verður því að teljast líklegt ráðherraefni. Hún hefur þó það á móti sér að vera Evrópusinni sem er viðkvæmt mál í forystu flokksins. Víst þyk- ir einnig að hvorki Guðlaugur Þór Þórðarson, nýbakaður rit- ari flokksins, né Brynjar Níelsson myndi slá höndinni á móti ráð- herraembætti. Í hennar höndum? Vera má að Bjarni sé í þröngri stöðu gagnvart Hönnu Birnu, sem nýtur stuðnings nokkurra gamalreyndra áhrifamanna inn- an flokksins; nefna má Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins í aldarfjórðung og læriföður Hönnu Birnu innan veggja Val- hallar, og Björn Bjarnason, fyrr- verandi ráðherra. Það kann því að vera klókt af honum að reiða ekki hátt til höggs gegn henni nú þótt hún hafi bæði farið gegn honum í formannskjöri 2011 og stuðnings- menn hennar á Viðskiptablað- inu (Gísli Freyr Valdórsson) hafi skömmu fyrir þingkosningarn- ar 2013 birt könnun sem sýndi meira fylgi við Sjálfstæðisflokkinn ef Hanna Birna leiddi hann í stað Bjarna. Málið er einnig persónu- legt einkum í þingmannahópnum. Þeim þætti erfitt að þurfa að taka af skarið með samþykktum gegn Hönnu Birnu. Að þessu leyti hent- ar þeim best nú að bíða niðurstöðu umboðsmanns Alþingis um sam- skipti hennar við Stefán Eiríks son eftir að hann hóf rannsókn leka- málsins. Verði álit hans mjög mót- drægt Hönnu Birnu verður að telj- ast líklegt að hún leggi niður vopn af sjálfsdáðum og kæmi eins konar vantraustsyfirlýsing af hálfu þing- flokksins eða flokksformannsins þá ekki til álita. n „Málið er einnig persónulegt eink- um í þingmannahópn- um. Þeim þætti erfitt að þurfa að taka af skarið með samþykktum gegn Hönnu Birnu. Beðið er eftir niður- stöðu umBoðsmanns Frekari athugun Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, og hans fólk hefur tekið sér frekari frest til þess að kanna ný gögn í lekamálinu. Margir sjálfstæðismenn vona að álit embættisins geti skorið á pólitískan rembihnút lekamálsins. Jóhann Hauksson johannh@dv.is Valhöll Lekamálið virðist ekki valda sérstöku fylgistapi Sjálfstæðisflokksins enn sem komið er. Málið er eldfimt innan flokksins og biðlundin eftir lausn málsins er senn á þrotum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.