Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 14
14 Fréttir Helgarblað 21.–24. nóvember 2014 Sjúklingar flakka milli lækna og stofnana n Skortur á heildarsýn í heilbrigðismálum á Íslandi n Of mikil áhersla á nýjan Landspítala n Legu- Í slenskt heilbrigðiskerfi má muna fífil sinn fegurri. Legurými eru of fá og álag á starfsfólk of mikið. Ofuráhersla á nýjan Landspít- ala hefur gert það að verkum að aðrar heilbrigðisstofnanir hafa setið á hakanum, uppbygging heilsugæsl- unnar verið slæleg og nú er svo kom- ið að sjúklingum er í auknum mæli vísað frá þegar þeir leita sér aðstoð- ar. Skortur er á langtíma heildarsýn í heilbrigðismálum hér á landi og þá er mikill kostnaður, tafir og óhag- ræði af flakki sjúklinga milli lækna og stofnana. DV ræðir hér við Vilhjálm Ara Arason heimilislækni og Guð- rúnu Bryndísi Karlsdóttur, sjúkraliða og verkfræðing, sem hefur sérhæft sig í skipulagi sjúkrahúsa, um bresti heilbrigðiskerfisins. Frá orði til athafna Árið 2009 útbjó vinnuhópur innan heilbrigðisráðuneytisins vinnuskjal sem inniheldur áætlun um sam- starf og verkaskiptingu milli heil- brigðisstofnana á suðvesturhorni landsins. Hagræðing áætlunarinn- ar átti að nema 500–600 milljónum árlega. Áætlunin ber heitið Frá orði til athafna, en vinnuhópinn leiddi Hulda Gunnlaugsdóttir, fyrrverandi forstjóri Landspítalans. DV hefur umrætt vinnuskjal undir höndum en þar er meðal annars lagt til að allri skurðstofustarfsemi verði hætt á St. Jósefsspítala og að engar sólar- hringsvaktir verði á skurðdeildum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá er lagt til að allar flóknari fæðingar flytjist til Landspítalans. Í stuttu máli er lagt til að sameina stofnanir, endurskoða starfsemi þeirra og færa nær alla skurðþjónustu á Landspítal- ann. Svo virðist sem áætlunin hafi að mestu gengið eftir. Skortur á legurými Á sama tíma og stofnanir eru sam- einaðar, og jafnvel lagðar niður, hefur rúmum fækkað um 69 á Landspítal- anum á síðastliðnum fimm árum. Legurýmum á landinu hefur fækkað á undanförnum árum og er því sífellt fleiri sjúklingum vísað á Landspítal- ann. Líkt og fjallað hefur verið um í fréttum er rúmanýting á Landspítal- anum nú yfir hundrað prósent. En í hverju felst það? Guðrún Bryndís Karlsdóttir hefur, ásamt Auðbjörgu Reynisdóttur hjúkrunarfræðingi, skrifað greinar um heilbrigðiskerfið í Kvennablaðið að undanförnu. Ein þeirra fjall- ar einmitt um rúmanýtingarhlut- fall. „Á legudeildum sjúkrahúsa dvelja sjúklingar í mislangan tíma og milli þess sem sjúklingur útskrif- ast og annar kemur í hans stað er rúmið tómt. Því er reiknað með að full mönnun legudeilda miðist við 85 prósenta rúmanýtingarhlutfall. Á bráðalegudeildum er þetta hlut- fall 75 prósent því þá er gert ráð fyrir „tómu rúmi“ fyrir sjúkling sem kemur af bráðamóttöku. Ef rúma- nýtingarhlutfall fer yfir öryggismörk er deildin með of fáa starfsmenn til að sinna sjúklingum,“ segir meðal annars. Þá segir að dæmi séu um að rúmanýtingarhlutfall á bráðalegu- deildum Landspítala hafi farið langt yfir hundrað prósent og að þetta háa rúmanýtingarhlutfall sé skýr vísbending um það starfsumhverfi sem kerfið býður upp á; starfsmenn séu of fáir til að geta sinnt sjúkling- um á deildum og sjúklingum því vís- að frá þar sem deildir séu yfirfullar. „Þegar rúmanýtingin er orðin svona mikil er alveg öruggt að fólki er vís- að frá,“ segir Guðrún Bryndís í sam- tali við DV. Ofuráhersla á Landspítala Hvað varðar áætlunina Frá orði til athafna segir Guðrún Bryndís að Hulda Gunnlaugsdóttir hafi fyrir það fyrsta, sem fyrrverandi forstjóri Landspítalans, verið vanhæf til verk- efnisins. „Þetta er eins og að láta for- stjóra Landsvirkjunar gera rammaá- ætlun,“ segir hún. Aðspurð hvernig megi lagfæra gallana og bæta heil- brigðiskerfið segir Guðrún Bryndís mikilvægast að endurvekja stofn- anirnar úti á landi. „Þannig er hægt að minnka álagið á Landspítalan- um – því heilbrigðiskerfið er ekki Landspítalinn. Þetta er tvennt ólíkt,“ segir hún. Í annarri grein í Kvennablaðinu gagnrýnir Guðrún Bryndís jafn- framt áhersluna á nýjan Landspít- ala. Hún segir þessa tuttugu ára gömlu draumsýn búna að umturna heilbrigðiskerfinu þar sem smærri stofnanir hafi verið sameinaðar þeim stærri og þjónusta verið bætt með því að leggja hana af. Þá segir Guðrún Bryndís nýjan Landspítala, eða viðbyggingu við Landspítala, ekki uppræta vandamálið hvað varð- ar legurýmin. „Það verða jafn mörg legurými í þessari nýju byggingu eins og eru núna í Fossvoginum. En Fossvogur á að loka. Þannig það er ekki verið að bæta við legurýmum og vandi kerfisins er sá að það vant- ar legurými.“ Hentistefna á illa við heilbrigðiskerfið Vilhjálmur Ari Arason heimilis- læknir starfar við heilsugæsluna í Hafnarfirði og á slysa- og bráðamót- töku Landspítalans. Hann hefur rit- að margt um heilbrigðisþjónustuna hér á landi. Hann segir að einn mesti ágallinn í heilbrigðismálum þjóðar- innar sé hentistefna eftir því hvernig pólitískir vindar blása hverju sinni. „Langtíma heildarsýn hefur vantað til dæmis um uppbyggingu spítala- þjónustu, göngudeildarþjónustu svo og heilsugæslunnar, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Yfirvöld lifa í þeirri trú að heilbrigðiskerfið ís- lenska sé það besta og nefna tölur eins og háan meðalaldur og lágan ungbarnadauða því til staðfestingar. Þau gleyma hins vegar að tölu- legar breytingar eiga sér langan að- draganda og breytingarnar taka lengri tíma en kjörtímabil einn- ar ríkisstjórnar. Niðurskurður, og í besta falli stöðnun á öllum sviðum, hefur einkennt vinnubrögð ráða- manna. Þeir telja að heilbrigðiskerf- ið sé þegar of dýrt og að það taki of stóra sneið af ríkisútgjöldum. Hér eru málin leyst á skyndimóttöku í stað heilsteyptrar heilsugæslu þar sem eftirfylgni og fræðsla skiptir höf- uðmáli eins og alþjóðlegar klínískar leiðbeiningar gera ráð fyrir.“ Hagsmunaárekstrar í læknastétt Slælega uppbyggingu heilsugæsl- unnar á höfuðborgarsvæðinu má að mati Vilhjálms rekja til hafta á að- gengi að heilsugæslulæknum. „Sjálf- stæður rekstur var nánast bannaður á sama tíma og sérfræðingar í öllum öðrum sérgreinum máttu opna stofur og rukka ríkið á sjálfstæðum töxtum. Tilvísunarstríðið fyrir um 25 árum tapaðist vegna andstöðu sérfræðinga sem vildu leyfa óheftan aðgang að sér. Við erum ekki enn búin að vinda ofan af þessu og í flestum sérgreinum eru hér fleiri læknar með sjálfstæð- ar stofur en annars staðar á Norður- löndum. Fáir vilja svo sinna veiku- stu sjúklingunum sem hlaðast upp í „Meirihluti starf- andi heimilislækna í dag hættir á næstu tíu árum. Áslaug Karen Jóhannsdóttir Jóhann Hauksson aslaug@dv.is / johannh@dv.is „Vandi kerfisins er sá að það vantar legurými Heilbrigðis- kerfi í molum - 2. hluti - Legurými of fá Rúmum hefur fækkað á Landspítalanum. Mynd dV Hentistefna í heilbrigðismálum Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir kallar eftir langtíma heildarsýn í heilbrigðismálum á Íslandi. Mynd Sigtryggur Ari „Heilbrigðiskerfið er ekki Landspít- alinn“ Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sjúkraliði og verkfræðingur, segir of mikla áherslu lagða á nýjan Landspítala. Mynd © róbert reyniSSOn Botninn 200 g Ljóma 5 egg 4 dl sykur 4 dl hveiti 1 dl kakó 2 tsk lyftiduft 2 tsk vanillusykur 2 dl mjólk Hitið ofninn í 200 gráður og smyrjið skúukökuform. Bræðið Ljómann og látið hann kólna. Hrærið egg og sykur þar til það verður ljóst og létt. Blandið hveiti, kakói, lyftidufti og vanillusykri saman og sigtið það út í deigið. Setjið Ljóma og mjólk út í og hrærið þar til deigið verður slétt. Hellið deiginu í bökunarformið og bakið í miðjum ofni í 20–25 mínútur. Skúffukaka Glassúr 75 g Ljóma 1/2 dl sterkt ka‡ 4 dl flórsykur 2 msk kakó 2 tsk vanillusykur Bræðið Ljómann. Setjið þurrefnin í skál og hrærið saman við bræddan Ljómann og ka‡ð. Leyfið kökunni að kólna aðeins áður en glassúrinn er settur á. Setjið kókosmjölið yfir kökuna og njótið. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 33 40 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.