Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 46
Helgarblað 21.–24. nóvember 201446 Menning Gott að ganga með byssu n Rýnt í Borgríki 2 eftir Ólaf Jóhannesson n Meira er af öllu, nema innihaldi B orgríki var afbragðs löggu­ mynd og sýndi að vel er hægt að gera góðar hasar­ myndir á litla Íslandi. Borg­ ríki 2 er ein fyrsta íslenska tilraunin til að gera hasarframhalds­ mynd. Og hún fellur fljótt í flestar gryfjur framhaldsmynda. Meira er af öllu, nema innihaldi. Fyrri myndin græddi á því að þó atburðarásin væri hröð og hrottafengin, þá var dánar­ tíðni haldið í lágmarki og eftirminni­ legasta ofbeldisatriðið þegar Ingvar Sigurðsson missti puttann. Íslenskar löggumyndir missa fljótt trúverðug­ leikann þegar byrjað er að drepa fólk í hrönnum, og ekki er stigið jafn var­ lega til jarðar hér. Annar af kostum fyrri myndar­ innar var Siggi Sigurjóns í hlut­ verki spillts lögreglustjóra, sem var brjóstumkennanlegur þótt hann sviki félaga sína því í raun vildi hann bara vera elskaður. Það virtist því góð hugmynd að setja hann í stærra hlut­ verk hér, en því miður með þeim af­ leiðingum að hann verður einsleit­ ari persóna, skúrkur sem fljótt missir alla samúð. Persóna Darra Ingólfssonar virð­ ist í fyrstu áhugaverð, pabbadreng­ urinn sem lendir í því að þurfa að koma upp um félaga sína, en átök hans við samstarfsmenn sem hefðu átt að verða burðarás myndarinn­ ar hverfa fljótt og allir verða hlynntir honum af engri sýnilegri ástæðu. Margar góðar bíómyndir frá Dirty Harry til Robocop hafa verið fasískar í eðli sínu án þess að það geri þær að verri skemmtun. En þótt myndin sé stundum eins og allsherjar áróð­ ur fyrir því að vopna lögregluna (lög­ reglumenn lenda stöðugt í hættu eða eru drepnir af austurevrópskum glæpamönnum vegna þess að þeir bera ekki byssur), þá gerir allt þetta byssuklám lítið til þess að auka spennu og ekki er einu sinni boð­ ið upp á einn góðan byssubardaga, þrátt fyrir öll morðin. Afskaplega mikið er af senum af víkingasveitinni hlaupandi fram og aftur grárri fyrir járnum svo minnir stundum á ýkta útgáfu á Löggulífi, en samfélagið fyrir utan er ekki til. Fjöl­ miðlar virðast sýna því lítinn áhuga að vopnaðar sveitir gangi um götur og nóg er að hóta lögfræðingum vondu karlanna svo þeir séu til friðs (sérstakur saksóknari mætti kannski taka sér þetta til fyrirmyndar). Hlutur kvenna er heldur ekki mikill og eru þær annaðhvort kyn­ lífsleikföng eða fórnarlömb. Meira að segja töffarinn Ágústa Eva þjón­ ar helst þeim tilgangi að vera lamin og er rétt búin að ná sér eftir fyrri myndina þegar hún er lamin aftur og verr (ef aðeins hún hefði haft byssu). Flestar aðrar hér koma eingöngu fram á nærbuxunum. Helsti gallinn eru þó áform vondu karlanna. Þeir keyra á eiginkonur lögreglumanna til að fá þá til að hætta að elta sig (frekar vanhugsað) og ætla að sölsa undir sig íslensk­ an fíkniefnamarkað sem á síðan að hugsa um sjálfan sig meðan þeir fara á eftirlaun til Júgóslavíu fyrrver­ andi (það kemur sum sé aldrei fram­ ar samkeppni?). Bresk mafíugengi beint út Bond­mynd þvælast fyrir þeim (vísun í Icesave?) og Ingvar Sigurðsson heldur ræðu í lokin þar sem hann virðist skyndilega halda að hann sé aðalpersóna myndarinn­ ar. Og erfitt er að átta sig á sögunni, nema hvað að það er gott að vera með byssu. n „Margar góðar bíó- myndir frá Dirty Harry til Robocop hafa verið fasískar í eðli sínu án þess að það geri þær að verri skemmtun. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur Borgríki 2 Leikstjórn: Ólafur Jóhannesson Aðalhlutverk: Darri Ingólfsson, Ingvar Eggert Sigurðsson og Hilmir Snær Guðnason Löggur og bófar Borgríki 2 fellur í flestar gryfjur fram- haldsmynda að sögn gagnrýnanda. Heldur að hann sé aðalpersónan Ingvar E. Sigurðsson snýr aftur í Borgríki 2. Úr vegabréfi Sigmundar Ernis Ljósmyndin í spilavítinu Reynsla er notalegt orð yfir mis­ tökin sem manni hafa orðið á í líf­ inu. Og segir hér einmitt af einum slíkum afglöpum á vegferð minni á fyrri tíð þar sem ég stóð eins og áttavilltur álfur inni í spjátrungs­ fullu spilavíti í síkjaborginni miklu í Niðurlöndum nær. Aldrei áður hafði ég litið álíka fínindi og fordild á einum og sama staðnum og þetta sumarkvöld á bökkum Amstel­árinnar þar sem hvert stertimennið af öðru steig inn í salinn með stífmálaða konu sér við hlið, rétt eins og þar væri kominn njósnari hennar hátignar í hverjum og einasta gesti með Ursulu Andress upp á arminn. Það er einmitt á svona stundum sem maður finnur fyrir fábreytileika sínum og látleysi – og hve allt þetta heimsins glys og prjál er utan við eðli manns og upptakt. En þarna stóðum við engu að síður nokkur saman í hóp; næsta gelgjulegir Íslendingar í ósköp venjulegum sparifötum með eitthvert klink á milli handanna sem kannski kom að haldi í eina veika sögn. Ekkert okkar hafði efni á drykkjunum á staðnum, hvað þá matnum, en það átti samt sem áður að veðja eins og örþunn buddan leyfði – og reyna með öðrum orðum að fylla svolítið út í sjálfsálitið án þess að eiga nokkuð fyrir því. Og af því maður er bara einfald­ ur Eyfirðingur var næsta augljóst að grípa ljósmyndavélina innan úr jakka sínum á því örlagamómenti þegar ástkær unnustan veðjaði á rétta tölu á rúlletuborðinu; þvílíkt og annað eins, varð mér auðvitað hugsað, nýríkum manninum, án þess reyndar að átta mig á því að salurinn var að stirðna upp í stjarfa sínum á þessu svellkalda augna­ biliki þegar blossi vélarinnar hvítt­ aði salinn. Vatt þar með sögunni fram, enda óðara gripið harla dólgslega undir handleggi mína báða og ég leiddur eins og hver annar sakamaður inn í kuldalegt bakherbergi. Ég fann hvernig vin­ ir mínir í íslenska hópnum sneru við mér baki og kepptust hver um annan þveran við að kannast ekkert við mig. Og þannig var ég orðinn fangi upp úr þurru í flott­ ustu fjárglæfrahöllinni í Hollandi, einn og yfirgefinn í ókunnu landi. Orðlaus og tómur að innan horfði ég á svírasveran öryggisvörðinn opna vélina mína upp á gátt og eyðileggja verðmæta filmuna. Ég var náttúrlega við það að bugast og bjóst við að verða leidd­ ur út í handjárnum á næstu mín­ útum lífs míns, en þá gerðust þau undur – og líklega sakir bæn­ heyrslu – að inn í bakherbergið gengur næsta vingjarnlegur mað­ ur, vaktstjóri að sögn, sem spyr með hlátri sínum á vörum hvort ég hafi aldrei stigið fæti í kasínó. Ég hélt ekki – og af því svarið var svo veiklulegt, tók hann vingjarnlega um axlir mér og sagðist vera svo sannfærður um að ég myndi aldrei gera þetta aftur að hann langaði að bjóða mér upp á hrærðan drykk af barnum svo þessi leiðindi skyggðu ekki á kvöldið – og hvort ég væri ekki með einhverju fólki sem sjálfsagt væri að deila rausn sinni með. Og þarna var það einmitt sem ég, af öllum mönnum, bauð á heilu línuna á dýrasta barnum í bænum eins og James vinur Bond – og fólkið mitt, sem fyrir ör­ skotsstundu hafði snúið við mér baki skilaði sér til mín svo hratt og vel að ekki var annað hægt en að brosa drjúgt í kampinn. Það er nefnilega svo með heimskuna að hún getur stundum borgað sig. Designs from Nowhere hlýtur Hönnunarverðlaun Íslands Hönnunarverðlaun Íslands veitt í fyrsta sinn H önnunarverkefnið Austurland ­ Designs from Nowhere hlaut Hönnunverðlaun Íslands, sem veitt voru í fyrsta skipti við há­ tíðlega athöfn í Kristalsal Þjóðleik­ hússins á fimmtudag. Yfir 100 um­ sóknir bárust en fjögur verkefni sem þóttu framúrskarandi voru tilnefnd af dómnefnd. Verðlaunin eru auk heiðursnafnbótar, ein milljón króna og er það atvinnuvega­ og nýsköpun­ arráðuneytið sem gefur féð. Í umsögn dómnefndar sagði: „Designs from Nowhere eða Austur­ land: innblástursglóð snýst um að kanna möguleika til smáframleiðslu á Austurlandi, þar sem notast er við staðbundin hráefni og þekkingu. Pete Collard og Karna Sigurðardóttir áttu frumkvæði að verkefninu en hönnuðurnir Þórunn Árnadóttir, Gero Grundmann, Max Lamb og Julia Lohmann þróuðu sjálfstæð verk­ efni í nánu samstarfi við handverks­ fólk og fyrirtæki á Austfjörðum. Með því að tengja saman á óvæntan hátt mannauð, staði og hráefni varð til áhrifaríkt samstarf þar sem nýir hlut­ ir urðu til.“ Tilgangur verðlaunanna er „að vekja athygli á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs ásamt því að að veita hönnuðum og arkitektum hvatningu og viðurkenn­ ingu fyrir vel unnin störf.“ Önnur verkefni sem voru tilnefnd voru hönnun arkitektastofunnar Stúdíó Granda á ljósmyndastúdíóinu H71a á Hverfisgötu, verkið Skvís eft­ ir grafíska hönnuðinn Sigga Eggerts­ son og fatalínan Magnea AW2014 eftir fatahönnuðinn Magneu Einarsdóttur. Í dómnefnd sátu Harpa Þórsdótt­ ir, forstöðumaður Hönnunarsafns Ís­ lands, Massimo Santanicchia, lektor í arkitektúr við Listaháskóla Íslands, Örn Smári Gíslason, sjálfstætt starf­ andi grafískur hönnuður, Laufey Jónsdóttir, fatahönnuður og formað­ ur Fatahönnunarfélags Íslands, og Tinna Gunnarsdóttir, sjálfstætt starf­ andi hönnuður og kennari við Lista­ háskóla Íslands. n kristjan@dv.is Staðbundin hráefni og þekking Leikfangalínan Sipp og Hoj eftir Þór- unni Árnadóttur var hluti af Designs from Nowhere. Mynd deSiGnS FroM nowHere Mynd GLAMour etc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.