Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 30
Helgarblað 21.–24. nóvember 201430 Fólk Viðtal ekki sem hluta af hópnum innan lög­ reglunnar þá segist hún fá stuðning og meðbyr frá mörgum kollegum. Sá stuðningur er þó aldrei opinber, held­ ur berst hann með tölvupóstsending­ um, einkaskilaboðum á Facebook eða símtölum. Hún hefur einnig feng­ ið mikinn meðbyr utan lögreglunnar og þykir það ánægjulegt. „Það er svo­ lítið leiðinlegt, hvort sem fólk er mér sammála eða ekki en er hlynnt því að fólk geti tjáð sig um hlutina, að það geti ekki sagt það opinberlega. Ég hef mjög ríka réttlætiskennd og ef ég sé eitthvað sem mér finnst rangt þá vil ég allavega leggja mitt af mörkum til að gera hlutina betri. Þrátt fyrir að lögreglumenn séu upp til hópa mjög hæfir, þá tel ég að það megi alltaf gera betur og verða betri.“ Settir út í horn fyrir að tjá sig Að hennar mati er það allt of algengt hjá lögreglumönnum að þeir kvarti sín á milli yfir því sem betur má fara, en þeir séu ekki duglegir við að standa upp og segja hlutina hreint út. „Menn halda kannski að þeir missi vinnuna eða verði settir út í horn. Sumir segj­ ast þekkja dæmi þess að fólk hafi ver­ ið sett út í horn fyrir að tjá sig of mikið. Ef það er raunin, að maður er settur út í horn fyrir að tjá sig, þá veltir mað­ ur því alvarlega fyrir sér hve hollt það starfsumhverfi er.“ Eyrún segir það líka allt of algengt að lögreglumenn taki umræðu um lögregluna mjög persónulega. Þeir skynji umræðuna sem persónulega árás á þá sjálfa. „En lögreglan er sam­ félagslegt viðfangsefni. Það er því ekki bara lögreglumanna að segja til um það hvort lögreglan á að vera vopnuð, hve miklar upplýsingar á að gefa út í samfélagið eða hvernig við vinnum. Samfélagið hefur mikið um þetta að segja og mér finnst löggan hafa verið alltof lítill hluti af samfélagslegri um­ ræðu.“ Hlakkar til að vinna með nýjum lögreglustjóra Eins og fram hefur komið er Eyrún í námsleyfi um þessar mundir og þegar hún snýr aftur til starfa í des­ ember verður það undir nýjum lög­ reglustjóra, en Sigríður Björk Guð­ jónsdóttir tók nýlega við starfinu af Stefáni Eiríkssyni. Eyrún er spennt að fá að vinna með henni. „Sigríður er ein sú kona sem ég hef litið mikið upp til síðustu ár og ég hlakka mikið til að starfa undir henni. Ég er sannfærð um að hún komi til með að breyta hlutunum. Það var mikil ánægja með hana á Suðurnesjunum og ég skynja það að hún vill hleypa öðrum að ákvarðanatöku. Ég hef skynjað það að hún sé ekki hlynnt þessari gam­ aldags virðingarröð. Hún er frekar hlynnt nútímastjórnunarháttum þar sem fleiri koma að ákvarðanatöku og ég hef mikla trú á henni.“ Eyrún viðurkennir að hún þekki nýjan lögreglustjóra ekki persónu­ lega, en hún þekki áherslur hennar í starfi. Þá bendir hún á að hún hafi gert góða hluti í viðleitni til að upp­ ræta heimilisofbeldi á Suðurnesjum. En svipað verkefni er að hefjast hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samvinnu við Reykjavíkurborg. Fannst erfitt að sjá lík Lögreglustarfið fer, að sögn Eyrúnar, ágætlega saman við að vera einstæð fjögurra barna móðir, enda vinn­ ur hún eingöngu dagvinnu núna og elstu börnin eru orðin fullorðið fólk. Starfs síns vegna í kynferðisbrota­ deildinni er hún þó mjög meðvituð um skuggahliðar samfélagsins og ljótleikann sem þar þrífst. „Ég tala um þessa hluti við börnin mín. Segi þeim að bera virðingu fyrir öðrum og virða mörk og ég brýni fyrir þeim að ef þau lendi sjálf í einhverju þá eigi þau að leita sér strax hjálpar. Það getur til dæmis skipt öllu í nauðgunarmálum hvort þú leitar þér strax hjálpar eða ferð heim í sturtu.“ Aðspurð hvort hún hafi ein­ hvern tíma upplifað það í starfi sínu sem lögreglumaður að hún hafi verið í hættu, svarar Eyrún því neit­ andi. „Ég hef aldrei verið hrædd í vinnunni og hef aldrei upplifað mig í hættu. Aðrir lögreglumennn hafa ef­ laust upplifað það, en ég hef líklega verið heppin. En ég hef verið í alls konar aðstæðum.“ Eyrún bendir á að undir kynferðis­ brotadeildina, sem hún starfar í, heyri einnig aðrir alvarlegir ofbeld­ isglæpir. „Ég held að ég hafi séð ljót­ ari hluti þar en þegar ég var almenn­ ur lögreglumaður. Við erum með mjög alvarlegar líkamsárásir, morð og morðtilraunir, sjálfsvíg og fleira á okk­ ar könnu. Ég hef virkilega fengið að upplifa sorg og mjög óskemmtilega hluti sem eru mjög fjarlægir manni. Í nútímasamfélagi er dauðinn mjög fjarlægur, hann er orðinn mun stofn­ anabundnari en áður og fólk þekk­ ir hann því illa. Ég man að mér þótti það mjög erfitt þegar ég sá í fyrsta skipti lík í vinnunni. Það tók mig svo­ lítið langan tíma að geta snert lík. Mér fannst þetta svo langt frá mér. Það venst hins vegar að einhverju leyti, en það er alltaf jafn erfitt að horfa upp á sorg annarra. Það á ekki að venjast. Ef maður venst því að horfa upp á sorg og vanlíðan annarra þá finnur maður sér nýtt starf.“ Eyrún segir þó nauðsynlegt að taka ekki vinnuna með sér heim og henni tekst það vel. Að hluta til er ástæðan sú að hún hefur svo mikið að gera að hún hefur ekki tíma til að hugsa um vinnuna – nema í vinnunni. Þegar erfið mál sitja í henni reynir hún að létta af sér með því að tala við góða vinkonu. Hún leitar aldrei eftir stuðn­ ingi innan lögreglunnar. Settist á þing í tvær vikur Eyrún segist hafa mjög breitt áhuga­ svið og hlær þegar hún tjáir blaða­ manni það, enda meðvituð um að stundum hefur hún ansi mikið að gera. „Stundum finnst mér ég vera með of marga bolta á lofti í einu, en það hefur bara þróast þannig. Ég geri mér samt grein fyrir því að á einhverj­ um tímapunkti þarf ég að velja hvert ég vil fara í lífinu og hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór,“ segir hún kímin. Pólitíkin er eitt þessara áhugamála sem hún hefur sinnt töluvert í seinni tíð. En Eyrún hefur bæði verið í fram­ boði til borgarstjórnar, sem og Al­ þingis, fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð. Hún situr nú í stjórnkerfis­ og lýðræðisráði Reykjavíkurborgar og tók einmitt sæti á þingi í fyrsta skipti sem varaþingmaður í tvær vikur í byrjun nóvembermánaðar. „Ég var nú ekki í varamannssætinu sem slíku en var svo heppin að detta inn á þing. Það var ofboðslega skemmtileg lífs­ reynsla. Ég fékk að vita það í byrjun september að líklega tæki ég sæti og fór strax að hugsa hvernig ég gæti nýtt þennan tíma.“ Eitt það fyrsta sem kom upp í huga Eyrúnar var mál henni mjög nær­ tækt – verkfallsréttur lögreglumanna. „Ég náði að leggja það fram síðasta daginn, breytingu á lögum um að endurvekja verkfallsrétt lögreglu­ manna,“ segir Eyrún sem er að von­ um stolt af því að hafa náð að koma þessu máli frá sér á þingi. „Ég leit auðvitað fyrst og fremst á þetta sem nám en Svandís Svavarsdóttir var mjög dugleg að ýta á mig að fara upp og tala. Ég er aldrei feimin við að tala en auðvitað fær maður smá fiðring í magann þegar maður talar á Alþingi,“ viðurkennir Eyrún og brosir. Vinnur að draumaverkfni í doktorsnámi Hún lætur sér ekki nægja að starfa sem lögreglumaður og sinna pólitík­ inni, heldur er hún líka í doktorsnámi í mannfræði. Það var draumur sem hún ætlaði sér alltaf að láta rætast. „Ég er alltaf með markmið sem ég sigli á og þegar ég næ markmiðinu þá set ég mér nýtt markmið. Markmið­ in byggjast alltaf á draumum og það má segja að þótt ég trúi ekki á Secret­ aðferðina þá hef ég svolítið verið að fylgja henni. Þegar ég næ markmiði þá kemur alltaf yfir mig tómleika­ tilfinning ef ég er ekki strax komin með nýtt markmið.“ Doktorsnámið sem slíkt var þó ekki endilega markmið út af fyrir sig, heldur ákveðið verkefni sem Eyrún vildi vinna og fann því farveg í dokt­ orsnáminu. Þegar hún var skiptinemi í Brasilíu varð það henni mjög hug­ leikið að hafa upp á afkomendum Ís­ lendinga í þar í landi, en þangað fór hópur Íslendinga um miðja nítjándu öld og settist að. Árið 2006 komst hún í kynni við nokkra afkomendur sem leiddi til þess að hún hóf doktorsnám í mannfræði árið 2011. En hún vinn­ ur að rannsókn á afkomendum ís­ lenskra innflytjenda í Brasilíu, undir leiðsögn Kristínar Loftsdóttur, pró­ fessors í mannfræði við Háskóla Ís­ lands. „Draumurinn var því aldrei að fá doktorsgráðu, heldur vinna þetta verkefni á fræðilegum grundvelli. Að fá doktorsgráðu í lokin er bara bón­ us.“ Hún stundar námið samhliða vinnunni og ef allt gengur upp vonast hún til að ljúka því árið 2017. Eyddi sumrinu í Brasilíu Eyrún brosir þegar blaðamaður spyr hvernig hún hafi eiginlega tíma til að sinna þessu öllu. Þetta er spurning sem hún er vön að fá og svörin því á reiðum höndum. „Vinkonur mínar halda stundum að það séu fleiri tímar í sólahringn­ um mínum en þeirra. En ég er mjög góð í því að hólfa mig niður. Í einu hólfi er ég með lögguna, í öðru með pólitíkina, doktorsnámið og svo fjöl­ skylda og vinir. Ég er mjög skipulögð og það er lykillinn að þessu.“ Eyrún hefur nýtt fæðingarorlofið til að sinna náminu meira en áður og þá fékk hún rannsóknarstyrk frá Eimskipum sem hún verður á fram í desember. Í sumar dvaldi hún í tvo mánuði í Brasilíu við gagnaöflun. „Ég fór út með einn sex mánaða og ann­ an tólf ára og barnsfaðir minn kom með, mér til halds og trausts. Fólki fannst það mikið glæfraspil hjá mér að fara með svona lítið barn til Bras­ ilíu. Ég var búin að vera með kvíða­ hnút í maganum í marga mánuði, en svo var þetta ekkert mál.“ Minnt á hve lífið er hverfult Eyrún viðurkennir að hún komi ekki miklu einkalífi fyrir í stífri dagskrá sinni, en hún er einstæð um þessar mundir. Hún og faðir yngsta sonar­ ins slitu samvistir í vor eftir fjögurra ára samband, en þau eru þó góðir vinir. „Það var ekki lengur inneign í sambandinu. Við erum ólíkt fólk sem fundum okkur ekki í sambandi. En við erum vinir og ætlum að sjá um þetta barn saman.“ Hún segist vera mjög heppin með börnin sín fjögur. „Þau eru öll svo fín og flott og engin vandamál á þeim,“ segir Eyrún stolt en hún hefur dreift barneignunum vel yfir árin. Þau elstu eru orðin 18 og 20 ára, miðju­ barnið er 12 ára og það yngsta 10 mánaða. „Ég grínast stundum með að ég eigi börn á öllum skólastigum. Það yngsta er á ungbarnaleikskóla, svo í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Það er gott að dreifa þessu svona,“ segir Eyrún hlæjandi. En elsta dóttirin er að hennar sögn hálf­ gerð aukamamma yngsta drengsins. „Ég á þrjú systkini sjálf og mig lang­ aði alltaf að eiga stóra fjölskyldu. En ég hef lengst af verið einstæð móðir, þannig að börnin hafa þurft að vera sjálfstæð og þannig hefur þetta geng­ ið upp. Auðvitað væri óskandi að maður hefði verið með sama mann­ inum alla tíð, byggt með honum hús og átt börn, en raunveruleikinn er ekkert alltaf þannig. Það getur svo margt komið upp á í lífinu. Það er samt mikilvægt að maður geri gott úr því sem maður hefur og það heldur í mér lífi að eiga alltaf mína drauma og markmið. Það má ekki missa sjónar á því.“ Eyrún hefur fengið reglulegar áminningar um það á lífsleiðinni að lífið er ekki sjálfsagt og því nauðsynlegt að nýta það til fulls. „Það er enginn búinn að lofa manni morgundeginum. Það eru ekki mörg ár síðan ein af mínum bestu vinkon­ um dó úr krabbameini, rétt rúm­ lega þrítug. Svo lenti sonur minn í alvarlegu slysi fyrir nokkrum árum þar sem vinur hans dó. Þannig ég hef reglulega fengið svona áminn­ ingar um að njóta þessa lífs og dags­ ins í dag. Af hverju ekki að leiða hjá sér leiðindi í kringum sig, þröskulda og baktal, og fylgja hjartanu?“ spyr Eyrún í einlægni, en hver og einn verður að finna svar við þeirri spurn­ ingu hjá sjálfum sér. Leggst í fræðimennsku í ellinni Hún segist alltaf hafa verið dugleg við að reyna að bæta sig sem manneskju, með því að afla sér þekkingar, vinna með sjálfa sig og gæta þess að staðna ekki. „Eins og er þá er ég með alla boltana á lofti en væntanlega kemur sá tími að ég þarf að ákveða hvað ég ætla að gera,“ segir Eyrún. Hún seg­ ist þó vera nokkurn veginn með það á hreinu, en er ekki tilbúin að opinbera það fyrir alþjóð að svo stöddu. „Það eina sem ég gef upp er að þegar ég verð sextug þá verður auka lífeyris­ sparnaðurinn tekinn út, fjárfest í húsi í Portúgal og lagst í fræðimennsku og bókaskrif,“ segir Eyrún að lokum og er að þeim orðum sögðum rokin upp í háskóla að kenna. n Eltir draumana Eyrún setur sér reglulega markmið, innblásin af draumum sínum, og nær þeim. Mynd Sigtryggur Ari „Ég man að mér þótti það mjög erfitt þegar ég sá í fyrsta skipti lík í vinnunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.