Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 56
Helgarblað 21.–24. nóvember 2014 91. tölublað 104. árgangur Leiðbeinandi verð 659 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Er ekki hálofta- klúbburinn eftirsóknar- verðari? Baggalútur eða jólasveinn? n Nokkuð er í að jólasveinarnir komi til byggða. Börn á öllum aldri eru hins vegar farin að skima eftir þeim. Eitt þeirra er Tobba Marinósdóttir, rithöf- undur og fjölmiðlakona. „Hvar finn ég jólasvein?“ spyr hún á Facebook. Karl Sigurðsson Baggalútur og sambýlismaður Tobbu er fyrstur til svars og skilur fyrr en skellur í tönnum. Hann svarar: „Úff. Nú koma „býrðu ekki með einum?“ kommentin.“ Ljóst er að jóla- undirbúningurinn er í fullum gangi á þeim bænum. Messar í jólapeysu n Vináttuverkefni Barnaheilla stendur nú yfir en um er að ræða forvarnarverkefni gegn einelti í leikskólum. Á vefsíðunni jola- peysan.is má sjá myndir af frægu fólki í skrautlegum jólapeysum, þar sem það safnar áheitum gegn loforði um að klæðast peysunum við hin ýmsu tækifæri. Logi Bergmann ætlar að flytja fréttir í jólapeysu, safni hann góðri upphæð og Már Guð- mundsson seðlabankastjóri hyggst tilkynna vaxtaákvörðun í jólapeysu, svo eitthvað sé nefnt. „Undirrituð ætlar að messa í þessari peysu, ef dágóð upphæð safnast,“ segir sóknarprestur- inn Hildur Eir Bolladóttir á Facebook og setur inn tengil á síð- una. 100 kílóa klúbburinn n Bekkpressan er mörgum hug- leikin þessa dagana. Þessi iðja er oft notuð sem mælikvarði á styrk manna enda alþjóðlegur staðall sem erfitt er að beygja undir ein- hvers konar breytur. Það komst í hámæli í mörgum miðlum fyrir nokkru þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lýsti því yfir að hann tæki 100 kíló í bekkpressu. Hann er nú ekki sá eini sem getur lyft þeirri þyngd í bekkpressu, þeir eru nokkrir aðrir. Til að mynda bolvíski leikarinn Pálmi Gestsson sem lýsti því yfir á Facebook fyrir skemmstu að hann hefði lyft þessari þyngd, líkt og Bjarni Ben. Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Lengd, breidd og mismunandi hæð á rúmunum eykur þægindin. Mismunandi stífleika er hægt að velja, allt eftir þyngd þeirra sem á dýnunum hvíla. Þú velur rétta hæð á rúmið þitt og stígur létt framúr. Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við sölumenn okkar. Svíf þú inn í svefninn RÚMDalshrauni 8 - Hafnarfirði | Sími 555 0397 | rbrum@rbrum.is| rbrum.is ÍSLENSK HÖNNUN – ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA „Ég er moldríkur af mannauði“ É g fór bara eftir veðri, fór þang- að sem góða veðrið var,“ segir Þorsteinn Jakobsson fjalla- garpur sem gekk á öll íslensk bæjarfjöll á síðustu tveimur árum. Afrakstur þessara ferða hans er sam- nefnd bók, Íslensk bæjarfjöll, sem kom út á fimmtudag. Í henni er að finna gönguleiðir og ljósmyndir alls staðar af landinu. Öll höfundarlaun Þorsteins renna til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, en hann hefur viljað samtvinna áhugamál sitt, fjallamennskuna, við góðgerða- starf. „Ég er moldríkur af mannauði eftir þessi ferðalög. Ég hef kynnst flottasta fólkinu um land allt,“ segir hann. Þorsteinn er afar stoltur af verk- inu og þakklátur þeim sem komu að gerð þess með ýmsum hætti. Margir lögðu honum lið með því að koma með honum í göngurnar, leggja hon- um til ljósmyndir og ýmsar upp- lýsingar fyrir bókina, meðal annars varðandi staðarhætti. „Þó að ég eigi að heita höfundur bókarinnar þá var fjöldi fólks sem kom að henni og gaf af sér. Ég er með heila síðu í bókinni þar sem ég þakka öllum þeim sem hjálpuðu mér,“ segir hann. „Fólk kom sér ekki alltaf alveg saman um það hvaða fjall væri bæjar fjallið. Þá bað ég það að kjósa um það, en stundum fórum við á fleiri fjöll og þau fengu að fljóta með,“ segir hann og hlær. Þorsteinn er lærður leiðsögumað- ur og segist vilja sinna því hugðar efni sínu áfram í fjallaferðunum. Hann hyggist í framhaldinu halda áfram að klífa heimsálfutindana. „Ég ætla að halda því áfram, en taka því rólega. Einn á ári!“ segir Þorsteinn. n astasigrun@dv.is Þorsteinn Jakobsson gefur höfundarlaun sín vegna útivistarbókar til krabbameinssjúkra barna Fjallageit Þorsteinn segist hafa mikla unun af útivistinni og nýtur þess að geta sinnt henni og gefið af sér á sama tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.