Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.2014, Blaðsíða 2
Helgarblað 21.–24. nóvember 20142 Fréttir „Þetta er mitt fyrsta brot“ n 18 ára piltur kominn á sakaskrá n tekinn með 0,2 grömm af marijúana Á tján ára piltur var tekinn með 0,2 grömm af marijúana á Menningarnótt í sumar. Þurfti hann að greiða háa sekt til ríkissjóðs og er brotið komið á sakaskrá piltsins. Hann lýs­ ir upplifun sinni af samskiptum sín­ um við lögreglu sem erfiðri reynslu og segist hafa orðið verulega ótta­ sleginn. Þá hefur hann áhyggjur af því hvaða áhrif brotið mun hafa á framtíð hans og atvinnumöguleika. Helgi Gunnlaugsson, afbrota­ fræðingur og prófessor í félags­ fræði, segir tilvik piltsins alls ekki einsdæmi. Hann segir fráleitt að fara á sakaskrá fyrir þennan skammt og segir Íslendinga verða að skoða það af fyllstu alvöru að afglæpavæða vörslu og neyslu fíkniefna. Verulega óttasleginn „Ég var staddur á Ingólfstorgi á Menningarnótt og ég var með smá kannabis á mér. Það náði ekki grammi. Þetta var hálf jóna eða eitt­ hvað,“ segir 18 ára piltur í samtali við DV. Hann segist ekki vilja koma fram undir nafni af virðingu við móður sína og ömmu, en lýsir því næst þegar um tíu björgunarsveitarmenn og á að giska tíu lögregluþjónar um­ kringdu hann og sögðust hafa grun um að hann væri með fíkniefni í fór­ um sínum. Þess vegna mættu þeir leita á honum. „Ég reyndi að þræta fyrir það og sagði að þeir mættu það ekki. Þeir sögðu við mig að ef þeir fengju ekki að leita á mér þá myndu þeir taka mig niður á stöð og það yrði ekki gaman fyrir mig.“ Pilturinn segist hafa orðið verulega óttasleginn þegar lögregla nálgaðist hann með þessum hætti. „Mér leið bara eins og ég hefði lent í einhverri klíku eins og Hells Angels eða eitthvað,“ segir hann. Fáránlegt atvik Pilturinn segist hafa verið með fjór­ um vinum sínum umrætt kvöld en um leið og lögreglan kom hafi vinirn­ ir látið sig hverfa. „Ég var eigin lega bara hræddur um líf mitt því ég hef séð svo mikið um ofbeldi hjá þeim á netinu. Þannig að ég leyfði þeim að leita á mér. Þegar þeir fundu þetta sögðu þeir við mig að þetta yrði í mesta lagi þrjátíu þúsund krónur í sekt en síðan fæ ég blað heim og þá eru þetta 54 þúsund krónur. Mér finnst þetta bara svakalega dýrt. Ég er nýbúinn að ráða mig í mína fyrstu vinnu. Þetta er mitt fyrsta brot. Þetta mun örugglega eyðileggja fyrir mér vinnuferilinn og aðra möguleika í lífinu,“ segir pilturinn. DV hefur um­ rædda sektargerð undir höndum. Þar kemur fram að verði sektin ekki greidd innan þrjátíu daga sé heim­ ilt að fullnægja ákvörðuninni með fjárnámi eða með afplánun vararefsingar, fangelsi í fjóra daga. Þá kemur fram að af­ greiðsla málsins færist í saka­ skrá. Pilturinn segist hafa upplifað sig niðurlægðan og fannst lög­ reglan koma fram við sig eins og glæpamann. „Ég nota ekki einu sinni svona. Þetta var bara eitt­ hvert fáránlegt atvik sem gerð­ ist á Menningarnótt,“ segir hann að lokum. Talsverður málafjöldi „Þetta er augljóslega eitthvað sem hann er að nota sjálfur. Hann er ekki að selja,“ segir Helgi Gunnlaugsson í samtali við DV. Hann segir viðmiðin á neysluskömmtum hjá löndum sem hafa afglæpavætt fíkniefnaneyslu ýmist vera á bilinu fimm til þrjátíu grömm. „Þannig að 0,2 grömm, eins og þú ert að nefna, er bara ekki neitt. Að lenda á sakaskrá fyrir slíkt er eigin lega bara fráleitt og þetta er eitt­ hvað sem við þurfum að skoða mjög alvarlega að breyta,“ segir Helgi. Hann segir mál piltsins sem hér er til umfjöllunar fjarri því að vera einsdæmi. „Málafjöldinn er talsverð­ ur,“ segir Helgi en samkvæmt tölum frá ríkislögreglustjóra koma upp rúmlega tvö þúsund fíkniefnabrot á hverju ári og um sjötíu prósent þeirra fela eingöngu í sér vörslu og meðferð fíkniefna til eigin nota. Þá segist um 25–35 prósent þjóðarinnar einhvern tíma hafa prófað fíkniefni. „Hann er því ekkert einn þessi piltur. Við erum að tala um að jafnvel á annað þúsund einstaklingar eigi á hættu að fá á sig sekt af þessu tagi og fara á sakaskrá.“ Þegar brot eru svona algeng seg­ ir Helgi hættuna á því að úr verði nokkurs konar geðþóttalöggæsla þar sem lögregla velur nánast af handa­ hófi hverjir verði handteknir. Það verði þá oft breytur á borð við aldur, kyn og útlit sem stjórni því hverjir verði fyrir þessu handahófskennda vali. Þess má geta að brot af þessu tagi eru á sakaskrá viðkomandi í þrjú ár en málið getur hins vegar verið að­ gengilegt opinberum aðilum í allt að tíu árum. Þá segir Helgi það hafa færst í aukana á síðustu árum að beðið sé um sakavottorð með atvinnuumsókn. „Sem dæmi þá hafa menn ekki kom­ ist inn í Lögregluskólann með brot af þessu tagi á bakinu. Það sama á við um aðrar eftir sóttar eða opinberar stöður. Jafnvel þótt þetta sé dottið út af formlegu skránni er alltaf hætta á að einhver dragi þetta fram.“ Brotin fari ekki á sakaskrá Mikið hefur verið fjallað um mögulega afglæpavæðingu fíkni­ efnaneyslu á Íslandi að undanförnu í kjölfar þingsályktunartillögu Pírata þar sem lagt er til að horfið verði frá refsistefnu í þessum málum og frekar byggt á lausnamiðuðum og mannúð­ legum úrræðum. Í kjölfarið skipaði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis­ ráðherra nefnd sem hefur það hlut­ verk að móta stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum og hliðar­ verkunum vímuefnaneyslu. Gert er ráð fyrir að nefndin skili niðurstöð­ um í upphafi næsta árs. Helgi segir afglæpavæðingu fíkni­ efnaneyslu fyrst og fremst felast í því að mál af þessum toga fari ekki á sakaskrá. Hins vegar geti einstak­ lingar verið sektaðir enda feli af­ glæpavæðing ekki í sér lögleiðingu efnanna. „Þetta er skref sem við Ís­ lendingar verðum að skoða í fyllstu alvöru, hvort það eigi ekki að koma í veg fyrir að þessi vörslu­ og neyslu­ brot fari á sakaskrá viðkomandi. Í af­ brotafræðinni er talað um brot án þolanda, þar sem menn eru fyrst og fremst að skaða sjálfa sig, og það er umhugsunarvert hvort þessi brot eigi heima innan hegningarlag­ anna,“ segir hann. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Þetta mun örugglega eyðileggja fyrir mér vinnuferilinn. „Eiginlega bara fráleitt“ Helgi Gunn- laugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir umhugs- unarvert að brot af þessu tagi fari á sakaskrá. „Ég nota ekki einu sinni svona“ Pilturinn hefur áhyggjur af því hvaða afleiðingar málið mun hafa á framtíðar- möguleika hans. Á sakaskrá Meðfylgjandi sektargerð sýnir að brot piltsins færist í sakaskrá. Verði sektin, sem nemur 54 þúsund krónum, ekki greidd er heimilt að fullnægja ákvörðuninni meðal annars með fangelsisvist í fjóra daga. sorpa fær lengri frest DV hefur ekki fengið svör við spurningum sínum til Sorpu um gas­ og jarðgerðarstöðina sem fyrirtækið hyggst reisa í Álfsnesi. Áætlaður heildarkostnaður er um 2,7 milljarðar króna með 20 prósenta óvissumörkum en Sorpa hefur nú þegar samið við Aikan A/S í Danmörku án út­ boðs um svokallaða tæknilausn gas­ og jarðgerðarstöðvarinnar. Íslenska gámafélagið og Metanorka kærðu nýverið samninginn til kæru nefndar útboðsmála sem 29. október síðastliðinn stöðvaði samn­ ingsgerðina. Í niðurstöðu kærunefndar um stöðvunar­ kröfuna segir að Sorpu hafi ekki tekist að sýna fram á að um­ rædd tæknilausn sé sú eina sem uppfylli skilgreindar þarfir. „Er því ekki fallist á þau rök varnar­ aðila að fyrirhuguð samnings­ gerð án undanfarandi útboðs­ auglýsingar verði réttlætt með stoð í B­lið 1. mgr. 33. gr. laga um opinber innkaup að svo komnu máli.“ Sorpa hafði frest til 19. nóv­ ember til að færa frekari rök­ stuðning en óskaði eftir fram­ lengdum fresti og hefur nú frest til 26. nóvember. Í niðurstöðu kærunefndar er líka bent á að þó að heimilt sé að gera einstaka samninga án útboðs fyrir allt að 20 prósent­ um heildarfjárhæðar megi slík­ ir samningar ekki fara yfir eina milljón evra samtals. Á meðal spurninga sem Sorpa hefur ekki svarað er hver samanlögð upp­ hæð samninga án útboðs við Aikan A/S er. Í eigendastefnu Sorpu segir meðal annars um stjórnarhætti: „Stjórnar hættir Sorpu bs eiga að tryggja fagmennsku, hag­ kvæmni, ráðdeild, gegnsæi og ábyrgð í rekstrinum.“ Í eigenda­ stefnunni segir jafnframt um upplýsingagjöf: „Sorpa bs skal vera til fyrirmyndar um upplýs­ ingagjöf til almennings.“ DV sendi Sorpu upplýsinga­ beiðni fyrir mánuði en hefur engin svör fengið. Var meðal annars óskað eftir afriti af þeim hagrannsóknum sem leiddu Sorpu að þeirri niðurstöðu að gera samninga við Aikan. Þá var spurt um kaup Sorpu á ráðgjöf og tengdri þjónustu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.