Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Page 24

Tímarit UNIFEM - 01.01.2008, Page 24
24 Í fyrstu viku marsmánaðar árið 2008 var UNIFEM áberandi í íslensku þjóðlífi. Vikan hafði verið í undirbúningi í marga mánuði. Appelsínugul fiðrildi sáust víða um höf- uðborgina og í fjölmiðlum og Íslendingar voru hvattir til að hafa fiðrildaáhrif. Upp- haflega hugmyndin um að tengja fiðrilda- áhrif við fjáröflun og vitundarvakningu UNIFEM hafði kviknað löngu áður, hjá Hrund Gunnsteinsdóttur, þáverandi stjórn- arkonu í UNIFEM. Markmiðið var að höfða til Íslendinga um að hafa fiðrildaáhrif og safna fé til styrktar konum sem búa langt í burtu við svo allt önnur skilyrði en við þekkj- um úr eigin lífi. Draumi líkast Þannig átti að vekja athygli á stöðu kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Hugmyndin var hvort tveggja í senn; að vekja fólk til vitundar um stöðu kvenna og þá ekki síst um ofbeldi gegn konum og að afla fjár til verkefna til stuðnings konum í Suður-Súdan, Líberíu og Kongó. Hugmynd varð að veruleika og upplifunin var draumi líkust. 92 milljónir króna söfnuðust á þessari einu Fiðrildaviku. Framlög komu úr öllum áttum en almenningi á Íslandi er ekki síst þakkaður þessi frábæri árangur í Fiðrilda- átakinu. Stórhuga stjórn með háleit markmið Stjórn UNIFEM á Íslandi hefur í gegnum tíð- ina staðið fyrir margs konar fjáröflun og vitundarvakningu með góðum árangri. Árið 2007 ákvað þáverandi stjórn UNIFEM að ýta úr vör langstærsta átaki sem samtökin höfðu staðið fyrir til þessa. Langur og strangur undirbúningstími hófst og margar konur voru kallaðar til verka. Ekki stóð á stuðningi velunnara UNIFEM í undirbúningnum. Mark- ið var sett hátt. Ráðin var verkefnastýra, Eva Hrönn Steindórsdóttir, en að öðru leyti var allur undirbúningur að langmestu leyti unn- inn í sjálfboðaliðastarfi stjórnarkvenna og annarra sem kallaðar voru til leiks. Gefandi og skemmtilegt Fiðrildavikunni var hrundið af stað með blaðamannafundi í húsnæði UNIFEM við Laugaveg og þar með hófst sérlega gef- andi, skemmtileg og árangursrík vika. Ýmsir viðburðir fylgdu í kjölfarið. Má þar nefna Fiðrildagöngu sem kvennahópurinn BAS skipulagði í samstarfi við UNIFEM á Íslandi. Gangan vakti mikla athygli og fóru þjóð- þekktir einstaklingar fyrir göngufólki með kyndla niður Laugaveg frá húsakynnum UNIFEM. Hinn appelsínuguli litur fiðrild- anna var ekki langt undan í formi blaðra sem svifu yfir göngufólki. Göngunni lauk með uppákomu á Austurvelli þar sem m.a. heilbrigðisráðherra hélt hvatningarræðu og tónlistarfólk gladdi gesti og gangandi. Göngunni voru gerð góð skil í fjölmiðlum. Brjóst boðin upp Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhildur og UNIFEM héldu uppboð á handgerðum brjóstum eftir íslenskar konur undir yfir- skriftinni ,,Gefðu brjóst – gefðu líf“. Brjóst- in höfðu verið gerð fyrir sýningu Vatna- dansmeyjafélagsins nokkru áður og höfðu enn ekki fundið endanlegan tilgang, en nú var þeim ætlað að gefa konum á fjarlægum slóðum betra líf. Það var svo gert með lúðrablæstri og heilli leiksýningu vatna- dansmeyjanna sjálfra. Gjörningurinn vakti feiknamikla athygli og stór upphæð safn- aðist á þessari skrautlegu og skemmtilegu uppákomu sem haldin var í versluninni Salt- félaginu Grandagarði, sem bauð gestum upp á veitingar í brjóstaveislunni. Fjölmiðlar tóku virkan þátt í Fiðrildaviku UNIFEM og bar þar hæst umfjöllun Kastljóss með sýningu á röð örmynda sem gerðar höfðu verið sérstaklega fyrir verkefnið af þeim Hrund Gunnsteinsdóttur hugmynda- Fiðrildaátakið Sannkölluð fiðrildaáhrif íslendingar gefa tugi milljóna til baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi EFtir hönnu Björgu VilhjálMsdóttur Fiðrildaáhrif vísa í þá kenningu að vængjasláttur örsmárra fiðrilda í einum heimshluta geti haft áhrif á veðurkerfi hinum megin á hnettinum. Landsnefnd UNIFEM á Íslandi hugsaði stórt og stefndi hátt. Draumurinn var að Íslendingar hefðu fiðrildaáhrif með samtakamætti sínum. Ætlunin var að hafa fiðrildaáhrif héðan frá Íslandi því eitthvað lítið, líkt og vængjasláttur fiðrildanna, getur haft gríð- arleg áhrif annars staðar í heiminum.

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.