Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Blaðsíða 9
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 5 Á næsta ári er einnig afmæli en þá verða 85 ár liðin síðan hjúkrunarfræðingar stofnuðu fyrst tímarit. Þess verður minnst með ýmsum hætti í komandi blöðum. Áfram verður einnig fjallað um sögu hjúkrunar. Í þessu tölublaði förum við hins vegar langt aftur í sögunni og kynnumst veikindum og líknarstarfi á þeim tímum þegar hugtakið hjúkrun var enn ekki til. Undanfarin ár hefur staðið yfir fornleifauppgröftur á Skriðuklaustri og hafa meðal annars komið í ljós rústir þess sem mætti kalla spítala. Í þessu tölublaði byrjar ný greinaröð um hetjur í hjúkrunarstarfinu. Fjallað verður um þekkta og óþekkta hjúkrunarfræðinga, erlenda sem innlenda. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa lagt sitt af mörkum með eftirtektarverðum hætti og stundum lagt líf og limi í hættu. Lesendur mega gjarnan stinga upp á nöfnum þeirra sem fjalla mætti um. Meðal faglegs efnis er grein um fíkn og um ný verksvið hjúkrunarfræðinga. Ritrýnda greinin fjallar um kvíða og þunglyndi skurðsjúklinga, efni sem er sannarlega í deiglunni. Nýlega kom út bók sem fjallar um skurðsjúklinga frá ýmsum sjónarhornum og gefst nú ágætistækifæri að kynna sér íslenskar rannsóknir á þessu sviði. Í blaðinu er einnig léttara efni að venju. Lesendur eru hvattir til að spreyta sig á myndagátu í jólafríinu. Ritstjórnin óskar öllum lesendum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Tímarit hjúkrunarfræðinga Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 6405 Bréfsími 540 6401 Netfang christer@hjukrun.is Vefsíða www.hjukrun.is Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Ritstjóri og ábyrgðarmaður Christer Magnusson Ritstjórnarfulltrúi Sunna K. Símonardóttir Tekið er á móti efni til birtingar á netfanginu christer@hjukrun.is. Leiðbeiningar um ritun fræðslu­ og fræðigreina er að finna á vefsíðu tímaritsins. Ritnefnd: Ragnheiður Alfreðsdóttir, formaður Auðna Ágústsdóttir Brynja Ingadóttir Dóróthea Bergs Herdís Sveinsdóttir Hildur Magnúsdóttir Sigríður Skúladóttir Ráðgjafi vegna handrits í ritrýni: Árún K. Sigurðardóttir Fréttaefni: Aðalbjörg Finnbogadóttir, Christer Magnusson, Jón Aðalbjörn Jónsson Ljósmyndir: Christer Magnusson, Helga Garðarsdóttir, Magnús Andersen, Pétur Sörensson, Sigurður Bogi Sævarsson, Steinunn Kristjánsdóttir o.fl. Próförk: Ragnar Hauksson Auglýsingar: Markfell, sími 511 4433 Hönnun: Þór Ingólfsson, grafískur hönnuður, FÍT Prentvinnsla: Litróf Upplag 4000 eintök Pökkun og dreifing: Pósthúsið AFMÆLI OG SAGA Nú er nýafstaðið 90 ára afmæli félagsins og vil ég nota tækifærið til að óska öllum hjúkrunarfræðingum til hamingju með að eiga öflugt félag með djúpar rætur í sögu 20. aldar á Íslandi. Í blaðinu er sagt frá afmælisþingi og afmælisboði sem hvort tveggja tókst með ágætum. Christer Magnusson. Ritstjóraspjall
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.