Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Síða 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Síða 21
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 17 þjóðir, sem aðild eiga að þessum fundum, eru auk Íslands Kanada, Þýskaland, Írland, Japan, Nýja­Sjáland, Noregur, Svíþjóð, Bretland, Bandaríkin auk fulltrúa ICN. Mikilvægt mál, sem skoðað er árlega, er starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Ýmsir þættir, sem hafa áhrif á starfsumhverfið, eru skoðaðir sérstaklega, svo sem lög og reglugerðir hinna ólíku þjóða, vinnu álag, vikulegt vinnuframlag og fjar­ vistir. Enn fremur er tekið fyrir „ganga­ lækningar“ (innlagnir á ganga), áhrif kreppu á starfsumhverfi, fjármögnun heilbrigðiskerfisins, heimsfaraldrar, jafn réttis mál og innri breytingar á hjúkrunar félögunum. Annað mikilvægt umræðu efni er hvernig hægt sé að bæta nýliðun og halda í nú þegar ráðna hjúkrunarfræðinga. Einnig er skoðuð sérstaklega launaþróun og kaupmáttur landanna. Þau mál, sem voru til sérstakrar skoðunar að þessu sinni, voru: 1. Aðgerðir vinnuveitenda gegn stéttar­ félögum, hvað er til ráða og hvað geta stéttarfélög aðhafast í tilvistarbaráttu sinni. 2. Sveigjanlegur vinnutími – með hvaða hætti birtist hann, hver eru kostnaðaráhrif og áhrif á aðra þætti? 3. Vinnuálag, mælitæki, hlutverk fagfélaga og hlutfall fagaðila gagnvart sjúklingum (nurse/patient ratio). 4. Virði hjúkrunar – greiðsla fyrir þekkinguna. 5. Hver er frumheilbrigðisþjónustan, hver á hún að vera og hvert er hlutverk hjúkrunarfræðinga innan hennar? 6. Álag í starfi, síþreyta og streita. Þessu tengt var sérstaklega fjallað um hvort hægt væri að mæla vellíðan í starfi og hvernig hægt væri að stjórna streitunni. Á þessum fundi greindu Japanar frá dauða nokkurra hjúkrunarfræðinga vegna mikils vinnuálags, annars vegar eftir mikla vaktbyrði og hins vegar vegna mjög langrar og annasamrar vaktar. Það er nauðsynlegt að hafa í huga að það er á ábyrgð yfirmanna að manna vinnustaði þannig að hjúkrunarfræðingar þurfi ekki að vinna mikla yfirvinnu og geti tekið sér kjarasamningsbundin hlé frá vinnu. Það er þó engu minna mikilvægt að hjúkrunarfræðingar axli sjálfir ábyrgð og stoppi sig sjálfir af eða hver annan verði þeir varir við að einhverjir hafi „unnið yfir sig“. Það á ekki að vera vandræðalegt að segja:„Þarft þú nú ekki að fara að hvíla þig? Þú ert búin að vinna svo mikið að undanförnu.“ Stöndum vörð um okkur sjálf og samstarfsmenn okkar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.