Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Page 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Page 31
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 27 Í bókinni er að finna sögulegt yfirlit um hjúkrunar­ og líknarstörf um allan heim. Það er ekki fyrr en í 5. kafla að umfjöllun um Ísland hefst. Bók Margrétar Guðmundsdóttur, sem nú er að koma út, mun hins vegar eingöngu fjalla um hjúkrun á Íslandi. María Pétursdóttir á námsárunum í Toronto í Kanada. HJÚKRUNARSAGA 40 ÁRA Hjúkrunarsöguna gaf María Pétursdóttir út í júlí 1969 á eigin kostnað. Bókin er 269 síður og vel myndskreytt. Á kápu er listaverk eftir Barböru Árnason. Myndin lýsir orðum Halldóru Gunnsteinsdóttur í Víga­ Glúms sögu í bardaganum við Hrísateig: „Ok skulum vér binda sár þeirra manna, er lífvænir eru ór hvárra liði sem eru.“ Fyrir utan að vera gömul heimild um hjúkrunarstörf lýsa orðin vel kjörorði Rauða krossins að veita öllum hjálp, hvort sem þeir eru vinir eða fjendur. Bráðum kemur út bókin „Saga hjúkrunar á Íslandi á 20 öld“ eftir Margréti Guðmundsdóttur. Af því tilefni er hér rifjað upp að nú eru 40 ár síðan bókin „Hjúkrunarsaga“ eftir Maríu Pétursdóttur kom út. Listaverk eftir Barböru Árnason prýðir bókina Hjúkrunarsögu. Fr ét ta pu nk tu r Nýlega kom út bókin „The official guide for foreign­educated nurses: What you need to know about nursing and health care in the United States“. Útgefandi er Springer­forlagið en höfundar tengjast CGFNS International. Þessi stofnun heitir fullu nafni The Commission on Graduates of Foreign Nursing Schools. Hún er sjálfseignarstofnun sem aðstoðar innflytjendur að ná prófi og fá nauðsynleg leyfi til þess að vinna sem hjúkrunarfræðingar í Bandaríkjunum. Í bókinni er farið yfir hvað þarf að gera í heimalandinu til þess að undirbúa flutning til Bandaríkjanna og hvernig er farið að því að sækja um atvinnuleyfi, hjúkrunarleyfi og atvinnu. Enn fremur er fjallað um heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum og um að aðlagast nýju umhverfi. Höfundar eru hjúkrunarfræðingar með langa reynslu af því að taka á móti erlendum hjúkrunarfræðingum. Bók um að vinna í Bandaríkjunum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.