Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Page 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Page 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200930 Í tilefni af 90 ára afmæli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var félagsmönnum boðið til afmælisveislu í anddyri nýju Laugardalshallarinnar 20. nóvember sl. milli kl. 17 og 19. Tæplega 700 manns mættu í móttökuna. Veislan tókst einstaklega vel. Þrátt fyrir fjöldann var nægt rými handa öllum og gátu veislugestir dreift úr sér á nokkrum pöllum. Fyrir fram var búið að afþakka gjafir og ræður en Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður FÍH, bauð gesti velkomna og ávarpaði samkomuna nokkrum orðum. Nefndi hún þar að útgáfu bókarinnar um sögu hjúkrunar á Íslandi á 20. öld, sem koma átti út á afmælisárinu, hefði því miður seinkað en sé væntanleg fljótlega á nýju ári. Þá sagði hún frá því að verið væri að endurvinna vefsvæði Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og yrði það tekið í notkun innan tíðar. Að lokum las hún upp kveðjur sem borist höfðu félaginu í tilefni afmælisins. Tveir ungir menn úr Skólahljómsveit Suðurnesja spiluðu ljúfa tónlist á gítar og saxófón. Stöðugt voru bornar á borð veitingar og skenkt í glösin. Veislugestir gengu svo um og voru næg tækifæri að spjalla. Margir létu í ljós ánægju sína með veisluna og með afmælisþingið fyrr um daginn. Margir notuðu einnig tækifærið til að fagna afmælinu 18. nóvember en það er stofndagur Félags íslenskra hjúkrunarkvenna. Hægt var að panta sérstaka afmælisköku hjá Mosfellsbakaríi og var hún á kaffiborðinu á mörgum vinnustöðum þennan dag. Afmæliskaffi á Suðurlandsbraut 22 að morgni 18. nóvember. 90 ÁRA AFMÆLISFAGNAÐUR

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.