Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Síða 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Síða 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 200932 Ingibjörg Gunnarsdóttir, ingigun@landspitali.is 14.október síðastliðinn var gefin út hér á landi bókin „Bragð í baráttunni – Matur sem vinnur gegn krabbameini“ en hún nefnist á ensku „Cooking with foods that fight cancer“. Höfundar bókarinnar eru þeir dr. Richard Béliveau og dr. Denis Gingras og var hún upphaflega gefin út árið 2007 í Kanada. Höfundar bókarinnar starfa við Háskólann í Quebec í Kanada og hafa á síðastliðunum árum og áratugum stundað rannsóknir sem tengjast krabbameini. Dr. Béliveau hefur birt meira en 200 ISI­tímaritsgreinar (alþjóðlegar ritrýndar vísindagreinar sem uppfylla ákveðnar gæðakröfur). Það sem helst einkennir bók þeirra dr. Béliveau og dr. Gingras er að hún er laus við allar öfgar er kemur að mataræði. Í uppskriftum bókarinnar er að finna fæðu úr öllum helstu fæðuflokkunum. Lesandanum gefst tækifæri til þess að fræðast um krabbamein þar sem stuðst er við einfalt málfar og skýringarmyndir. Því næst er farið með lesandann í eins konar ferðalag um heiminn þar sem kannaðir eru helstu kostir mataræðis á svæðum með lága krabbameinstíðni. Má þar nefna Miðjarðarhafssvæðið, Indland, Kína og Japan. Dregnar eru fram fæðutegundir sem rannsóknir benda til að gætu nýst í baráttunni við krabbamein. Áherslur bókarinnar eru mjög í samræmi við ráðleggingar sem gefnar voru út í skýrslunni Food, Nutrition, Physical Activity and the Prevention of Cancer: a Global Perspective árið 2007 (World Cancer Research Fund og American Institute for Cancer Research) sem og ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um fæðuval. Það sem vakti strax áhuga minn á bókinni er sú staðreynd að áhersla er lögð á mataræði sem nýst gæti í baráttunni gegn krabbameini í stað þess að leggja áherslu á að forðast fæðutegundir sem gætu ýtt undir krabbameinsmyndun eða krabbameinsvöxt. Hún ber því jákvæðan boðskap í stað þess að einblína á boð og bönn. Ávaxta­ og grænmetisneysla Íslendinga er innan við helmingur af því sem ráðleggingar segja til um. Bókin er því kærkomin viðbót við aðrar matreiðslu­ bækur þar sem áhersla er lögð á að auka hlut grænmetis og ávaxta í mataræði. Einstaklega fallegar ljósmyndir prýða bókina. Áhersla er lögð á matreiðslu fæðutegunda úr jurtaríkinu sem og notkun ýmissa framandi kryddjurta án þess að nokkur fæðuflokkur sé undanskilinn. Við Íslendingar ættum einnig að taka fagnandi uppskriftum að ýmsum réttum úr þangi, auðlind sem í dag er vannýtt til manneldis á Íslandi. Íslensk þýðing bókarinnar var í höndum Þórunnar Hjartardóttur. Þórunn fær hrós fyrir þýðingu bókarinnar sem í heildina hefur tekist með prýði. Íslenskan titil bókarinnar hefði ef til vill mátt dempa þar sem rök fyrir tengslum ákveðinna fæðutegunda, sem nefndar eru í bókinni, og krabbameina byggjast í sumum tilfellum ekki á mjög sterkum vísindalegum grunni. „Matur sem vinnur gegn krabbameini“ er þar af leiðandi of sterkt til orða tekið. Nokkur atriði ber þó að nefna sem snúa að nákvæmni við þýðingu bókarinnar. „Áhersla er lögð á matar æði sem nýst gæti í baráttunni gegn krabba meini í stað þess að leggja áherslu á að forðast fæðutegundir sem gætu ýtt undir krabba- meinsmyndun.“ Á blaðsíðu 41 í bókinni er yfirlitstafla yfir líkamsþyngdarstuðul (kg/m2) og flokkun WHO á kjörþyngd, ofþyngd og offitu kynnt. Þarna hefði mátt huga betur að hugtakanotkun. Notað er hugtakið kjörþyngdarstuðull fyrir Body Mass Index en orðið líkamsþyngdarstuðull er það hugtak sem oftast er notað í íslenskri þýðingu. Eins er hugtakið yfirþyngd notað til þess að lýsa ofþyngd (BMI 25­29,9 kg/m2). Þó svo að hér séu um smáatriði að ræða getur ósamræmi valdið ruglingi meðal almennings og rétt að hvetja alla til þess að nota sömu hugtök. Á blaðsíðu 50 er líka rétt að benda á ónákvæmni í þýðingu sem leiðir Bragð í baráttuni: Matur sem vinnur gegn krabbameini. Höfundar: Richard Béliveau og Denis Gingras. Útgefandi: Vaka­Helgafell, Reykjavík, 2009. ISBN: 978­9979­2­2103­6. Bókin er 272 bls. BÓKARKYNNING Út er komin bók sem er í senn lærdómsrit, heilsuhvati og uppskriftabók. Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur veitir okkur hér innsýn í bókina. BRAGÐ Í BARÁTTUNNI

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.