Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Side 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Side 41
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 37 fyrir hjúkrunarfræðinga í mörg ár og leit svo á að þetta gæti verið ágætis viðbót. Ég hef aðallega notað markþjálfun í lok handleiðslutímabils til þess að skerpa á markmiðum og framkvæmd,“ segir Björg. „Hlutverk markþjálfans er ekkert ósvipað handleiðarans en aðferðirnar og tæknin eru öðruvísi. Fyrir mig er markþjálfun vettvangur þar sem fólk er að skoða sterku hliðarnar hjá sér og móta sína sýn. Markþjálfinn er virkari í að spyrja kraftmikilla eða áleitinna spurninga. Hægt er að vinna með mjög margt en sá sem sækist eftir markþjálfun hefur sjálfur ákveðið í huganum hvað hann vill vinna með. Það getur tengst vinnunni eða t.d. einhverju sem snýst um heilbrigði og lífsstíl,“ segir Björg. „Viðfangsefnið skiptir ekki máli, markþjálfinn þarf ekki að hafa þekkingu á viðfangsefninu,“ bætir Hrafnhildur við. „Sá sem leitar til markþjálfa getur þess vegna viljað verða betri skákmaður. Það sem skiptir máli er að markþjálfinn beitir virkri hlustun og þessum kraftmiklu spurningum sem minnst var á. Hann þarf líka að vera næmur fyrir því sem einstaklingurinn í þjálfun er að veltast með. Mesti árangur markþjálfans er þegar einstaklingurinn fer af fundi með sínar lausnir orðaðar á hans máli og markþjálfanum finnst hann ekki hafa gert neitt.“ Markþjálfun í hjúkrun Markþjálfun virðist vera góð aðferð fyrir stjórnendur og starfsfólk til þess að efla sig í starfi og til þess að ná öðrum markmiðum í lífinu. Velta má fyrir sér hvort hægt sé að beita aðferðinni í hjúkrunarstarfinu. Björg segir að til sé það sem heitir „health coaching“ þar sem þessi aðferð sé notuð. „Hún snýst um að hjálpa einstaklingnum að efla sína vitund um hvernig hann getur bætt heilsufar sitt og tekist á við sjúkdóm sinn.“ Hrafnhildur bætir við að margir lífsstílsráðgjafar vinni á svipaðan hátt og markþjálfar. Hrafnhildur segir markþjálfun eiga sér stað á forsendum þess sem er í þjálfun og sé því alveg laus við forræðishyggju. „Ég held að ef við gætum komið hugmyndafræði markþjálfunar inn í hjúkrun – ekki endilega þjálfuninni sem slíkri heldur hugmyndafræðinni – þá myndi það leysa eitt stærsta vandamál hjúkrunar, forræðishyggjuna,“ segir Hrafnhildur. Þrátt fyrir að mikið hafi verið rætt um forræðishyggju innan hjúkrunar sé hún enn sterkt afl. Hrafnhildur segist þó sjá merki um að þetta sé að breytast. „Ef ég á að draga saman það sem er sameiginlegt með markþjálfun og hjúkrun,“ segir Hrafnhildur, „þá er það nærvera, virk hlustun og áhersla á að einstaklingurinn sjálfur uppgötvi hvað hann þarf að gera til þess að ná heilsu eða ná sínum markmiðum.“ Margar aðferðir við stuðning og þjálfun Landspítalinn er einn stærsti vinnu­ staður landsins og starfsfólk hans þarf ýmiss konar fræðslu, þjálfun og handleiðslu til að efla sig í starfi. „Við teljum að markþjálfun geti verið góð viðbót við þær leiðir sem starfsfólk getur nýtt til starfsþróunar. Við höfum báðar verið að nota aðferðir markþjálfunar á Landspítalanum og höfum áhuga fyrir að halda því áfram. Við sjáum það sem skilvirka leið sem gæti hentað mörgum,“ segir Hrafnhildur að lokum. „Hugmyndin með markþjálfun er sú að það er fyrst og fremst einstaklingurinn sem er að vinna,“ segir Hrafnhildur Baldursdóttir. Fr ét ta pu nk tu r Helga Jónsdóttir heiðruð í Minnesóta Frá vinstri: Merian Litchfield frá Nýja­Sjálandi, samnemandi og samstarfskona Helgu í mörg ár, Helga Jónsdóttir og Margaret Newman, leiðbeinandi Helgu í framhaldsnámi við Minnesóta­ háskóla. Helga Jónsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, var nýlega heiðruð fyrir störf sín og rannsóknir við athöfn í hjúkrunarfræðideild Minnesóta- háskóla í Bandaríkjunum. Helga hefur meðal annars starfað við að skipu- leggja meðferð fyrir fólk með langvinna sjúkdóma, sérstaklega lungna- sjúkdóma, og stuðlað að sjálfstæðri hjúkrunar þjónustu á göngudeildum. Deildin á í ár 100 ára afmæli og veitti af því tilefni 100 fyrrverandi nemendum verðlaun fyrir árangur að námi loknu. Helga stundaði meistara- nám í Minnesóta á árunum 1986 til 1988 en sneri svo aftur í doktorsnám og lauk doktorsprófi 1994. Gott og vaxandi samstarf hefur verið milli hjúkrunardeilda í Minnesóta og Háskóla Íslands.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.