Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Side 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2009, Side 53
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 6. tbl. 85. árg. 2009 49 Ritrýnd fræðigrein lýsa einkennum þunglyndis (þunglyndiskvarði). Fullyrðingarnar eru ýmist jákvæðar, „Ég er kát(ur)“, eða neikvæðar, „Ég hef áhyggjur“. Þátttakendur eru beðnir um svar sem lýsir líðan þeirra síðastliðna viku út frá fjórum svarmöguleikum og eru heildargildi hvors hluta á bilinu 0­21 stig. Heildarfjöldi stiga á bilinu 0­7 í hvorum hluta telst innan eðlilegra marka, 8­10 stig gefa til kynna hugsanlegan kvíða eða þunglyndi (e. doubtful cases), sú niðurstaða gefur ástæðu til eftirlits, en 11 stig eða fleiri sýna líklegan kvíða eða þunglyndi (e. definite cases) og þá gæti sjúklingur þarfnast meðferðar (Zigmond og Snaith, 1983). Það tekur 2­6 mínútur að svara spurningunum. Þýðingin, sem notuð var í rannsókninni, var gerð af þýðingamiðstöð nferNelson, rétthafa listans, og prófuð á 19 sjúklingum sem gengust undir skurðaðgerð á LSH vegna ristil­ og endaþarmskrabbameins (Þórdís K. Þorsteinsdóttir, 2006). Innra samræmi svara (Chronbachs­alfa) við kvíðahlutanum var 0,89 á spítala en 0,87 þegar heim var komið og í þunglyndishlutanum 0,80 á spítalanum en 0,81 heima. Schaaber o.fl. (2000) hafa einnig gert íslenska þýðingu sem hefur verið áreiðanleikaprófuð og notuð í íslensku þýði (Þórunn Sævarsdóttir, 2005; Magnusson o.fl., 2000). Þá hafa Jakob Smári o.fl. (2008) fjallað ítarlega um íslenska gerð HADS. Verkir voru metnir með fjórum spurningum á spítalanum og fimm heima. Á spítalanum var spurt um hvort fólk hefði haft verki fyrir aðgerð (stöðugt, oftast, stundum, ekki), síðastliðinn sólarhring (já, nei) og um styrk verkja síðastliðna sólarhringa hafi verkir verið til staðar og styrk núverandi verkja á tölukvarða frá 0­10 (0=enginn verkur; 10=verkur gæti ekki verið verri). Heima var spurt um verki vegna aðgerðarinnar frá útskrift af spítala (já, nei), lýsingu á verkjum frá því heim var komið (hef haft stöðuga verki, hef oft haft verki, hef stundum verið með verki), verki síðastliðinn sólarhring (já, nei) og styrk núverandi verkja og verkja síðastliðinn sólarhring á tölukvarðanum. Tölukvarðasvörin tvö heima og á spítala voru sameinuð í breytur sem kallast Spítalasársauki (Chronbachs­ alfa=0,727) og Heimasársauki (Chronbachs­alfa=0,874). Spurt var hvort 12 önnur almenn einkenni hefðu valdið vanlíðan síðastliðna 7 daga (ekki, lítilli, miðlungsmikilli, mjög mikilli). Búnar voru til tvær breytur, önnur úr almennum einkennum á spítala, Heildareinkenni spítala (Chronbachs­alfa=0,743) og hin úr almennum einkennum heima, Heildareinkenni heima (Chronbachs­alfa=0,702). Þættir tengdir heilsu og spítaladvöl. Á spítalanum var spurt um heilsu áður en sjúklingur greindist með núverandi sjúkdóm (mjög góð, frekar góð, hvorki góð né slæm, frekar slæm, mjög slæm), hvort sjúklingur væri á biðlista eftir aðgerð (já, nei), um frestun aðgerðar á aðgerðardegi (já, nei), um bið eftir aðgerð á aðgerðardegi (já, nei, veit ekki) og um dvöl á gjörgæsludeild (já, nei). Heima var spurt um fjölda daga á spítala eftir aðgerð, hvert sjúklingurinn útskrifaðist, hvort hann hefði hafið vinnu að nýju (já, nei), hversu vel hann hefði náð sér (mjög vel, vel, sæmilega, illa, mjög illa), hvort aðgerðin hefði borið þann árangur sem búist var við (já, nei) og hvort batinn væri í samræmi við væntingar fyrir aðgerð (já, nei). Að lokum var spurt, bæði á spítalanum og heima, um ánægju með þá umönnun sem veitt var á spítala í tengslum við sjúkdóminn. Svarmöguleikar voru: mjög ánægð(ur), frekar ánægður(ur), hvorki/né, frekar óánægð(ur), mjög óánægð(ur). Bakgrunnsspurningar. Spurt var um hjúskaparstöðu, fjölda barna undir 18 ára aldri á heimili, kyn, aldur, hæð, þyngd, búsetu, hvort einhver annar á heimilinu ætti við veikindi að stríða (já,nei) eða þyrfti aðstoð við daglegar athafnir (já, nei). Framkvæmd / gagnasöfnun Á innskriftarmiðstöð Landspítala var sjúklingi greint frá rannsókninni og hann spurður hvort starfsmaður rann­ sóknarinnar mætti hafa samband við hann á sjúkradeild. Að fengnu samþykki sjúklings var haft samband við hann á deild, rannsóknin kynnt og honum afhentur fyrri spurningalistinn. Þess var óskað að listanum væri svarað fyrir útskrift af spítalanum. Sjúklingar réðu því hvort þeir fengju síðari listann afhentan á spítalanum eða hvort hann væri póstsendur heim sex vikum eftir útskrift. Hringt var í alla sjúklinga, jafnt þá sem tóku listann með sér heim af spítalanum og hina sem fengu hann sendan í pósti, sex vikum síðar og þeir minntir á að senda inn listann. Í stöku tilfellum var hringt tvívegis í sjúklinga. Siðanefnd Landspítala veitti heimild fyrir rannsókninni (nr. 13/2006), svo og lækninga­ og hjúkrunarforstjórar spítalans. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar (nr. S2969/2006). Tölfræðileg úrvinnsla Tölfræðiúrvinnsla fór fram með tölfræðiforritinu Statistical Package for the Social Sciences (SPSS), 17. útg. Notuð var lýsandi tölfræði (meðaltöl (M), staðalfrávik (sf), spönnun, hlutfall og fjöldi) og var marktækni mæld með kíkvaðratprófi og t­prófi. Einnig voru tengsl milli breytna reiknuð með Pearson­ fylgnistuðli sem nær frá ­1 (fullkomin neikvæð fylgni) til +1 (fullkomin jákvæð fylgni). Almenn viðmið við túlkun á tengslum eru að fylgni á bilinu 0,1 til 0,3 er veik fylgni, 0,3 til 0,5 er miðlungsfylgni og yfir 0,5 sterk fylgni (Burns og Grove, 2005). Marktæknimörk eru sett við p<0,05. Svör þeirra 416 þátttakenda, sem svöruðu bæði spítala­ og heimalista, eru notuð við greininguna. Skoðað var í sambandi við allar breytur rannsóknarinnar hvort marktækur munur væri á svörum þátttakenda út frá því hvenær heimalistanum var svarað og var aldrei um marktækan mun að ræða. Gögnin eru því ekki greind út frá tíma. NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur Í rannsókninni tóku þátt 228 karlar og 180 konur, 8 sjúklingar gáfu ekki upp kyn. Sjúklingarnir fóru í eftirtaldar aðgerðir: hjarta­ og lungnaaðgerð 62 sjúklingar (14,9%), nýrna­ og blöðruhálsaðgerð 65 sjúklingar (15,6%), meltingarfæraaðgerð 71 sjúklingur (17,1%), í brjósklos­ og bakaðgerðir fóru 97 sjúklingar (23,3,%), hné­ og mjaðmaskipti 95 sjúklingar (22,8%) og brjóstaaðgerðir 26 sjúklingar (6,3%).

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.