Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 10

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 10
Irma Matsjavariani Fáein orö um georgískar bókmenntir ✓ I grískum sagnfræðiritum finnast heimildir um að á annarri öld fyrir Krist hafi Georgíumenn stofnað ríki í Kákasus sem nefndist Kolkheti (Kolkis á grísku). Á fyrstu öld eftir Krist lögðu Rómverjar helming landsins undir sig. Kringum árið 337 tók Mirian konungur kristni og gerði hana að ríkis- trú í Georgíu. Þess vegna er eðlilegt að elstu bókmenntaverk á georgísku séu rit þarlendra biskupa um kristileg efni. Elsta þekkta ritverk á georgísku er Píslarvætti hinnar heilögu Sjúsjaníkar drottningar eftir Jakob Tsúrtavelí (Khútsesi) biskup. Sagan fjallar um unga kristna drottningu sem valdi að deyja fremur en skipta um trú. Á sjöundu öld hertóku Arabar Georgíu en þeim tókst ekki að þvinga þjóðina til trúskipta. Um það leyti var skrifað verk sem heitir Píslarvætti Aho Tbileli. Þetta er sönn saga um tvítugan strák af arabískum uppruna sem tók kristna trú og það kostaði hann lífið. Á tólftu öld, á tímum Tamar drottningar (eða Tamar konungs eins og hún var kölluð), var skrifað frægt georgískt kvæði, Garpurinn í tígrisfeld- inum, af Shota Rústaveli sem nefndur hefur verið faðir georgísks skáld- skapar. Hann var haldinn vonlausri ást til Tamar og orti fyrir hana þetta fallega og heimspekilega ástarkvæði. Kvæðið fjallar ekki bara um ást, heldur einnig vináttu, hughreysti og ættjarðarást. Nútíma Georgíumenn lesa þetta kvæði aftur og aftur og geta alltaf fundið eitthvað sem hægt er að nota sem ráðleggingar fyrir nútímafólk vegna þess að kvæðið er klass- ískt. Svo varð stór eyða í bókmenntasögu Georgíu allt fram á 18. öld; á 14. öld gerðu Mongólar árás á Georgíu og á 15. og 16. öld þurftu Georgíu- menn að verjast bæði Tyrkjum og írönum. Á átjándu öld komu fram rithöfundar eins og Davit Gúramishvili og Súlkhan-Saba Orbeliani. Frægasta verk Súlkhan-Sabas var Viska lyg- innar en aðallega skrifaði hann dæmisögur og var þjóðmálaskörungur 8 á fföœy/'iá - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.