Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 80
íslenskir höfundar og þýöendur
Baldur Óskarsson (Maðurinn, tígurinn, máninn bls. 55), fæddur 1932,
skáld og þýðandi, hefur til skamms tíma unnið hjá Ríkisútvarpinu, hefur
þýtt úr ensku, spænsku og Norðurlandamálum. Nýjasta ljóðabók hans,
Tímaland / Zeitland kom út hjá þýska forlaginu Kleinheinrich á
íslensku og þýsku árið 2000.
Franz Gíslason [Klapp bls. 41, Sjö ljóð bls. 64) fæddist 1935, kennari á
eftirlaunum. Hann hefur þýtt úr ensku og þýsku; einnig úr íslensku á
þýsku í samvinnu við Wolfgang Schiffer og fleiri.
Friðrik Þórðarson (Steinn Satans bls. 15) fæddist 1928, málfræðingur
og háskólakennari í Osló. Hann hefur lagt mikla stund á írönsk mál og
Kákasusmál og hefur meðal annars þýtt úr grísku og georgísku.
Grigol Matsjavariani (/gálganum bls. 27, Óskatréð bls. 38) fæddist árið
1962 í Tbilisi, höfuðborg Georgíu, dáinn í mars 1993. Árið 1990 lauk
hann MA-prófi í lögfræði við Háskóla Georgíu. Auk þýðinga sinna úr ge-
orgísku - í samvinnu við Pjetur Hafstein Lárusson - þýddi hann allmörg
íslensk rit á georgísku. - Sjá nánar hér að framan í Ritnefnd hefur orðið.
Hrafh Andrés Harðarson [Ekki líta við! bls. 47) fæddist 1948. Hann er
bókasafnsfræðingur og forstöðumaður Bókasafns Kópavogs og hefur gef-
ið út nokkrar ljóðabækur og tvær bækur með þýðingum á ljóðum lett-
neskra skálda.
Magnús Ásmundsson (Strange Fruit bls. 59) fæddist 1927 að Eiðum í S-
Múlasýslu en ólst upp í Reykjavík; tók stúdentspróf 1946 og las síðan
læknisfræði. Hann var tvö ár héraðslæknir og sjö ár við framhaldsnám í
Svíþjóð og eftir það sjúkrahúslæknir á Norðfirði og Akureyri. Hann er
áhugamaður um bókmenntir og hefur þýtt fimm bækur úr sænsku. Þrjár
hafa komið út á prenti.
78
ffi/l á .93œy/-já - Tímarit þýðenda nr. 6 / 2001