Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 15

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 15
Fróðleiksmolar um Georgíu munkar flæmt burt flesta georgísku munkana; sá síðasti hvarf á brott kringum 1860. Sonur Jóhannesar Varazvatjes var Evþýmíos sem varð ábóti í Ívíron eftir fráfall föður síns, en afsalaði sér tigninni eftir skamman tíma og gaf sig óskiptan að bóklegum fræðum þartil hann andaðist árið 1027. Evþýmíos hefur einkum getið sér orð fýrir útleggingar úr grísku á ge- orgísku, en samdi aukþess margt á grísku. Hann er talinn meðal fremstu höfunda Georgíumanna fyrir tært og tiginmannlegt orðfæri. Um daga Evþýmíosar og lærisveina hans voru áhrif Miklagarðsmanna í georgísku menntalífi hvað mest, og frá honum öðrum fremur er runnin hin gríska stefna í bókmenntum landsins. Einni öld síðar kom fram annar afburðamaður, Jóhannes Petrítsí (d. kringum 1125) og reyndi að greiða götu þess sem best var í hugsun og vísindum Grikkja með frumlegum heimspekiritum og þýðingum grískra bóka. Hann var uppi á blómaskeiði býsanskrar endurfæðingar og bjó um langt skeið í nágrenni við Miklagarð, í Petrítsoníklaustri í Búlgaríu. Þeg- ar hér var komið leituðu menn æ meir á vit gömlu heimspekinganna, Aristótelesar og síðar Platons, eða öllu heldur nýplatónskra höfunda. Þeir höfðu þá um langan aldur verið lítt kunnir og varla nema í útdrátt- um fýrri tíðar guðfræðinga. Útleggingar Jóhannesar á ritum Aristóteles- ar eru löngu glataðar, en þýðingar hans á Frumpörtum guðfræðinnar eft- ir Proklos Díadokos og riti Nemesísar frá Edessu, Um manneðlið, eru enn til og sömuleiðis mikilvægar skýringar hans við rit Proklosar. Jó- hannes Petrítsí fór aðrar leiðir í útleggingum sínum en Evþýmíos hafði gert. Hann reyndi eftir föngum að snúa frumtextunum orð fýrir orð, og varð úr því hálfgerð gríska í georgískum búningi. Verður orðfærið fyrir bragðið ærið óskýrt og stirðlegt. Með þessu framtaki var Jóhannes Petr- ítsí að leitast við að gera þjóð sinni sem fullkomnast vísinda- og menn- ingarmál sem væri jafnkosta grískunni. Á dögum Jóhannesar hætti fyrr- nefndur Davíð konungur að bera nafnbætur býsanskra hirðmanna að hætti forvera sinna, nefndi sig nú einfaldlega konung Georgíu: Georgíu- menn voru semsagt sérstök menningarþjóð og stóðu engum að baki. Það voru Georgíumenn sem miðluðu Miklagarðsmönnum Barlaams sögu og Jósafats, sem til er í íslenskri þýðingu. Um það efni farast bekkjar- bróður mínum, Friðrik Þórðarsyni, svo orð í afarfróðlegri ritgerð í Tíma- riti Máls og menningar (1/1971), sem ég hef að verulegu leyti stuðst við í þessu greinarkorni: „í sögu þessari segir frá indverskum konungssyni, Jósafat að nafni, og þeirri speki og guðhræðslu sem hann nemur af Barlaam, kristnum ein- setumanni. Sagan er fýrir öndverðu komin frá fndlandi, og innir í raun fás/ á Æaeýúiá - Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.