Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 16
Sigurður A. Magnússon
réttri frá uppvexti Búddu, en hefur verið snúið upp á kristinn sið. Varla
er um það að ræða að farið hafi verið eftir einu einstöku indversku riti,
a.m.k. er það þá ekki lengur til, heldur hefur smátt og smátt verið safn-
að saman í eina sögu ýmsum þáttum sem í upphafi hafa gengið um
Búddu. Þetta verk virðist mega rekja til Maníka í miðlöndum Asíu, og
hefur þá sagan orðið til sem guðsorðabók í þeim söfnuði. Síðan hefur
henni verið snúið á persneskt mál, og þaðan hefur hún haldið áfram ferð
sinni til þjóða í Asíu vestanverðri; en mjög er torvelt að rekja þann fer-
il. Einhvern tíma á tímabilinu milli 8ndu og lltu aldar hefur sagan ver-
ið lögð út á grísku, en enginn veit með vissu hver það hefur gert, né hvar
eða hvenær það hefur orðið. A latínumál var henni þvínæst snarað úr
grísku, og svo þaðan aftur á allar helztu menntatungur vesturlanda, þar
á meðal á norrænt mál í kringum 1250. - í nokkrum handritum grísku
útleggingarinnar er þess getið að sögunni sé snúið á grísku úr georgisku
af Evþýmíosi, georgiskum munki á Aþusfjalli (eitthvað um 1000), og
slíkt hið sama segir í æfisögu Evþýmíosar. Önnur handrit eigna grísku
gerðina Jóhannesi frá Damaskus (í broddi lífsins um 700). Nú eru til á
georgisku máli tvær gerðir þessarar sögu, önnur styttri hin helmingi
lengri, og mun styttri gerðin vera dregin saman úr hinni lengri. Líklega
hefur georgisku sögninni verið snúið úr serknesku, en óvíst er hvar um-
breytingin úr sið Maníka í kristinn sið hefur orðið, hvort heldur hjá
Georgíumönnum eða hjá einhverjum kristinna manna söfnuði á
Serklandi. Margt bendir þó fremur til þess að Georgíumenn hafi hér um
vélað, og sé gríska útleggningin runnin frá þeirri georgisku; og heldur
jukust líkurnar fyrir því þegar lengri gerðin georgiska, sem varðveitt er í
Jórsölum, var birt á árunum 1956-1957. Og sé það haft fyrir satt að
kristileg umbreyting Barlaams sögu hafi fyrst orðið hjá Georgíumönnum,
en sagan svo búin síðan verið útlögð á grísku, þá mun hér vera hið eina
dæmi þess hingað til að georgiskri bók hafi verið snarað á vora tungu, þó
ærinn krók hafi hún reyndar lagt á hala sinn.“
14
á Jföay/iiá - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001