Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 46
Revaz Mishveladze
Þraut
Við Matjakhelagötu bjó í einsherbergis íbúð eftirlaunamaður að nafni
Filip Bolotashivili. Laugardagsmorgun einn vaknaði hann seint. Áður
en hann svo mikið sem fengi sér morgunverð, hugsaði hann með sér:
„Það er varla skaði skeður, þótt ég fari ekki í Kirovsgarð í dag. Mér leið-
ist svo að hlusta alltaf á sömu tugguna þar. Það væri réttara að heim-
sækja minn gamla vin, Jakint. Sá verður nú glaður að sjá mig.“
Filip átti fleiri vini, en Jakint var í sérstöku uppáhaldi hjá honum.
Hann bjó á Mskhaloanisgötu. Það voru aðeins átta strætisvagnastöðvar á
milli húsanna, þar sem vinirnir bjuggu. Þegar komið var á strætisvagna-
stöðina hjá honum Jakint þurfti bara að ganga upp eina brekku og þá var
maður kominn heim til hans.
Jakint bjó einn, eins og Filip. En hann var ekki í Félagi eldri borgara
eins og hann. Hann taldi sig hafa annað þarfara við tímann að gera. Til
dæmis þurfti að aðstoða lögregluna við umferðarstjórnina. Þá veitti nú
ekki af að sýna hjálpsemi á markaðnum. Og oft mátti sjá hann Jakint
gamla í miðri fólksþvögu á bændamarkaðinum, þar sem hann útskýrði
einhverja reglugerðina fyrir fólki. Það vildi nefnilega stundum brenna
við, að fólk tæki reglur ekki of bókstaflega á slíkum stöðum.
Einmitt þennan sama góðviðrisdag skreiddist Jakint seint á lappir og
hugsaði með sér: „Nú er lag að fara og heimsækja Filip. Það er svo langt
síðan við höfum hist. Við ættum að geta spjallað saman, þar til ég fer
heim og fæ mér miðdegisverð."
Um hádegi sátu þeir vinirnir báðir í strætisvagni og skunduðu hvor á
leið heim til hins.
Enda þótt brekkan að húsi Jakints væri nokkuð brött, komst Filip á
leiðarenda. Hann hringdi gamalli dyrabjöllunni drykklanga stund.
„Kannski Jakint hafi farið til mín,“ hugsaði hann. Hann tók nýtt dagblað
úr póstkassanum, reif af því smáhorn og skrifaði á það: „Hingað kom ég,
en þú varst ekki heima. Filip.“
Hann skorðaði miðann milli stafs og hurðar og hraðaði sér heim á leið
í þeirri von, að þar mundi hann hitta vin sinn.
44
ffist á- Æayráá - Tímarit þýðenda NR. 6 / 2001