Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 70
Gabríel García Marquez
Ljósið er eins og vatnið
Um jólin báðu drengirnir aftur um árabát.
„Segjum það,“ sagði faðirinn, „við kaupum hann þegar við komum
aftur til Kartagenu."
Tótó, níu ára, og Jóel, sjö ára, voru stefnufastari en foreldrar þeirra
ætluðu.
„Nei,“ sögðu þeir einum rómi, „við þörfnumst hans hér og nú.“
„í fyrsta lagi,“ sagði móðirin, „þá er hér ekki annað vatn að hafa til að
sigla á en það sem kemur úr hananum á steypibaðinu."
Þarna hafði hún og bóndi hennar rétt fyrir sér. í húsi þeirra í Karta-
genu í Vestur-Indíum var húsagarður með bryggju við flóann og skýli fyr-
ir tvær stórar lystisnekkjur. En hér í Madrid bjuggu þau aftur á móti við
mikil þrengsli á fimmtu hæð í húsi númer 47 við Kastilíustræti. En að
lokum gat þó hvorugt þeirra staðið gegn þessu, því þau höfðu lofað
drengjunum árabáti með sextanti og áttavita, ef þeir ynnu til verðlauna
í þriðja bekk barnaskólans, sem þeir og gerðu. Og því keypti faðir þeirra
allt saman og sagði konu sinni ekki frá því, en hún var ófúsari en hann
að eyða peningum í óþarfa. Það var dýrindisbátur úr áli með gylltri rönd
eftir sjólínunni.
„Báturinn er í bílskúrnum," upplýsti faðirinn við morgunverðarborð-
ið. „Vandinn er sá að hvorki er hægt að koma honum upp í lyftunni né
stiganum og í bílskúrnum er ekki pláss að hafa.“
Samt sem áður gerðist það síðdegis næsta laugardag að drengirnir
kölluðu til skólafólaga sína svo koma mætti bátnum upp stigana og þeim
tókst að koma honum alla leið inn í vinnukonuherbergið.
„Til hamingju," sagði faðir þeirra. „Og hvað nú?“
„Ekkert nú,“ sögðu drengirnir. „Það eina sem okkur langaði til var að
hafa bátinn inni í herberginu og nú er hann þar.“
Á miðvikudagskvöld, eins og öll miðvikudagskvöld, fóru foreldrarnir
í bíó. Drengimir, sem nú voru herrar og forsvarsmenn hússins, lokuðu
dyrum og gluggum og brutu ljósaperu sem logaði á í einum af lömpum
68
á — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001