Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 32

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 32
Uja Tsjavtsjavadze II Fjögur ár liðu. Það var á öndverðu vori að Petre, þá hniginn að aldri, fór til borgarinnar til að kaupa hverfistein. En hvemig fór hann? Jú, á sömu sjálfsánægjunni og áður. Og heldur hafði hún aukist, einhverra hluta vegna. Eftir ævintýrið, sem þegar er rakið, hætti hann að aka vögnum. Sagði hann oft við syni sína, með nokkrum trega, að ekki væri hann jafn röskur sem fyrr. Nú sat eldri sonur hans á vagninum, en sjálfur lá Petre á vínbelg líkt og Tyrkjasoldán, en leiðarhani var á vagni sonar hans. Petre fagnaði sæmd hans og státaði af henni. Var hann hinn kátasti og hugðist gleðja skrukku sína, er heim kæmi. Petre varð tafsamt í borginni fáeina daga. Lestinni seinkaði einnig og virtist aldrei ætla að halda af stað heimleiðis. Loks urðu menn ásáttir um að halda heim í skini aftanröðuls. Petre hafði keypt hverfisteininn. Hann ók vagninum að fjósi við gistihúsið. Það var á hádegi. „Nú hef ég ekkert fyrir stafni," hugsaði Petre. „Ráð væri að fara á Avla- baritorg og leita tíðinda." Mikill fjöldi manna var jafnan á torginu. Stóðu þeir víða skvaldrandi í hópum og var af nokkur hávaði. Petre gekk að einum hópnum til að vita hvað þar væri á seyði. Þar var honum sagt að áður en skotið yrði af fallbyssu á Makhatafjalli yrði maður nokkur festur upp á gálga. Aldrei á sinni lífsfæddri ævi hafði hann séð slíka athöfn. Fæturnir báru hann ósjálfrátt að aftökustaðnum. „Mörg hef ég séð tárin falla um dagana,“ hugsaði hann. „Ekki er úr vegi að horfa á þetta.“ Fylgdi hann nú fjöldanum. Á Makhatafjalli ægði saman mislitri hjörð. Þar reis gálgi mót himni og stóðu hermenn vörð um hann. Fyrir framan hann var autt torg. Þangað var engum hleypt. Litaðist Petre um og undraðist, enda hafði hann ekki fyrr séð slíkt fjölmenni. „Gerum ráð fyrir því að karlmennirnir séu komnir hingað sér til gam- ans. En konurnar; hvað dregur þær hingað?“ Hann var farið að gruna að allt væru þetta eintóm trúðslæti. „En þetta er ekki svo slæmt, þótt henging ætti ekki að vera mönnum þóknanleg sjón. Menn á ekki að hengja eins og ketti, enda eru þeir börn Guðs. En hvað margar kerlingar hafa flykkst hingað! Já, seint verður skemmtana- hvöt kvenna fullnægt! Og hver var akkur þess Armena, sem taldi mér trú um að hér skyldi fara fram henging? Hélt hann ef til vill að sveitafólk léti ljúga í sig hverju sem væri? Ekki hefði ég komið hingað, vitandi að þetta væri aðeins skrípaleikur, svei mér þá. En náttdimmur er hugur manna, þegar annarra dauði dregur, enda dró mig hingað fysn til að sjá mann 30 á JffiaepÁiá- — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.