Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 53
Ekki líta við!
(Draumi lýkur)
Ó, Mnemósýna, hvað gerir þú við guðanna gjafir!
VI. FRAMANDI HÆG RÖDD EINHVERSSTAÐAR AÐ UTAN
...Og síðan lagði Evrídíka af stað með dálítinn geitaostbita og hunangs-
bauk í skýluklút. Á vegi hennar varð gömul bogin kerlingarnorn með
staf:
- Hvert ferðu, stúlka mín?
- Að sækja mann minn, kona góð.
- Hvar er maðurinn þinn?
- Það veit ég ei.
- Stakk hann þig af?
- Nei, ekki hann, trúi ég.
Kerlingin hló.
- Það er gott þú trúir því. Fólk ýkir gjarnan.
Evrídíka leysti klút sinn og bauð kerlingu af vistum sínum.
- Þökk, stúlka mín. Á mínum aldri kærir maður sig ekki um svo mikið.
- Taktu, fáðu þér bara. Smánesti. En ég verð að halda á. Sólin er þeg-
ar hátt á himni.
- Bíddu. Kerla tók hönd Evrídíku og dró hana aftur út í vegkantinn.
Flan er æ til feigðar. Hlýddu nú á ráð mín. Farðu til Tenorsgjár.
..Veistu hvar Orfeifur er?
- Gríptu ekki fram í fýrir mér. Ég segi þér enn: flan er ei til fagnaðar.
Farðu til Akeronsfljóts. Spyrðu eftir Karoni, ferjukarlinum. Þegar þú
kemur yfir á hinn bakkann, haltu þá áfram óttalaus.
- Langt?
Svo langt sem hjartað leiðir þig. Trúðu engum.
Trúðu á hjartað.
Evrídíka ætlaði að segja eitthvað fleira en sá sér til furðu að kerlingin
var horfin.
Það var tími til að halda áfram.
^Ós/ á - Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina
51