Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 30
Ilja Tsjavtsjavadze
og þó ekki. Útlit þeirra var svipað, en hann bauð af sér betri þokka. Svört
og djúp augu hans voru flöktandi. Hann yggldi brýnnar. Það var líkt og
með honum bærðist geðshræring, sem hann stillti sig um að láta í ljós.
„Sælir séuð þið,“ sagði eldri drengurinn.
„Komið þið sælir,“ svaraði sá sem fyrir vagneklunum fór.
„Þið virðist vera á leið til borgarinnar."
„Þú átt kollgátuna,“ var hrópað glettnislega af einum vagninum.
Eldri sveinninn tók spauginu brosandi, en sá yngri yggldi brýnnar
sýnu meir en fýrr. Reiðin blossaði sem leiftur í andliti hans. Þó hamdi
hann skap sitt.
„Ó, Guð formæli öllu ómenni!“ hrópaði sá eldri. „Við vorum í aðals-
mannaskólanum, enda erum við bræður göfugrar ættar.“
„Bedjan!“ hrópaði nú yngri bróðirinn og þaggaði niður í hinum með
augnaráðinu. Fljótlega tók Bedjan þó upp þráðinn þar sem frá var horfið:
„Já, við bræður erum fyrirmenn. Faðir okkar sendi okkur peninga svo
við gætum leigt rússneskan hestvagn til að flytja okkur heim í sumar-
leyfi. Guð formæli öllu ómenni! Við sömdum við Rússa einn um að
hann færi með okkur til borgarinnar. En á leiðinni varð hann drukkinn,
sparkaði okkur úr hestvagninum og hélt leiðar sinnar. Við sátum eftir
með sárt enni. Fúlmennið hvarf okkur sjónum með allan okkar farangur
í vagninum og átta rúblur að auki, sem hann hafði haft af okkur.“
Nú var sem æði rynni á yngri bróðurinn. Hann sneri baki í bróður
sinn og vagneklana og einblíndi á hina hnígandi sól.
„Hann tók með sér frakka, sem kostaði fimmtíu rúblur,“ sagði Bedjan,
eldri bróðirinn. „En fjandinn hirði frakkann, hann er ekkert til að drúpa
höfði yfir, enda er faðir okkar stöndugur maður."
Sá yngri sneri sér að bróður sínum, öllu reiðari en fyrr.
„Nei, nú er mér nóg boðið, Bedjan," hvæsti hann í bræði sinni. Bedjan
lét orð hans sem vind um eyru þjóta og hélt áfram talinu.
„Við höfum soltið í tvo daga,“ sagði hann, „og vitum ekki hvað til
bragðs á að taka á þessum ókunnugu slóðum.“
„Guð sé oss næstur," svaraði gamall ekill, sem sat á einum vagninum.
„Þekkið þið ekkert til í þessu héraði? Það mætti halda að þið væruð í
Tataralandi en ekki hinni kristnu Georgíu. Við skulum gera ykkur góða
veislu með gnægð matar og víns. Svei þeim sem gert hafa á ykkar hlut!
Og til borgarinnar skulum við koma ykkur. Hvorki skulu regn né storm-
ar eða sólbrenndir sandar hefta för ykkar.“
Yngri bróðirinn lyfti brúnum. Svipur hans lýsti sýnilegri velþóknun.
Gleði skein úr yfirbragði hans, líkt og hann fyndi nú í fyrsta sinn fyrir
mannlegri gæsku og fagnaði henni um leið.
28
á .ý9œytíá — Tímarit þýðenda nr. 6 / 2001