Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 73
Hjalmar Söderberg
Tússteikningin
Apríldag nokkurn fyrir löngu, það var á þeim árum þegar ég var enn að
velta fyrir mér tilgangi lífsins, fór ég í litla tóbaksbúð í hliðargötu til þess
að kaupa mér vindil. Ég valdi dökkan kantaðan E1 Zelo, stakk honum í
vindlaveskið, borgaði og bjóst til að fara. En þá datt mér í hug að sýna
ungu stúlkunni í búðinni litla tússteikningu sem ég var með í veskinu.
En þetta var einmitt stúlkan sem ég var vanur að kaupa vindlana mína
hjá. Myndina hafði ég fengið hjá ungum listamanni og að mínu viti var
hún mjög falleg.
- Lítið nú á, sagði ég og rétti henni myndina, hvað finnst yður um
þetta?
Hún tók við myndinni með forvitnislegum áhuga og starði á hana fast
og lengi. Hún sneri henni á ýmsa vegu og andlitssvipur hennar bar vott
um áköf heilabrot.
- Nú, hvað á hún að tákna? spurði hún að lokum með spurn í augna-
ráðinu.
Ég fór svolítið hjá mér.
- Hún táknar ekkert sérstakt, svaraði ég. Þetta er bara landslag. Það er
akur og þetta þarna er himinn og þetta þarna vegur... Ósköp venjulegur
vegur...
- Já, það hlýt ég nú að sjá, sagði hún hálf hryssingslega, en ég vildi fá
að vita hvað hún táknar.
Ég stóð þarna ráðalaus og vandræðalegur; mér hafði aldrei dottið í
hug að myndin ætti að tákna neitt sérstakt. En hún sat við sinn keip; hún
hafði nú einu sinni gripið þetta þannig að teikningin hlyti að vera ein-
hverskonar felumynd. Eða hvers vegna hefði ég annars átt að vera sýna
henni hana? Að síðustu bar hún hana upp að glugganum til að láta ljós-
ið falla í gegnum hana. Ugglaust höfðu henni einhvern tíma verið sýnd
þesskonar sérkennileg spil, sem í venjulegri birtu virtust ekki vera ann-
að en tígulnía eða spaðagosi, en sýndu aftur á móti eitthvað ósiðlegt,
væri þeim brugðið upp að ljósinu.
fá/l á jdœyáiá - Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina
71