Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 44
Revaz Mishveladze
Hann starði út í bláinn og augu hans ljómuðu eins og í hauki en þunnt
hárið á höfði hans minnti á línur í stílabók.
Skyndilega, í þann mund er Hvtísó reyndi að hrista af sér svefndrung-
ann til að sýna öðrum áheyrendum að hann væri einn af þeim, kvað við
hávært klapp líkt og haglél í salnum. Hvtísó klappaði líka og heyrði á tal
sessunauta sinna. („Rétt! Auðvitað eiga þau að vera hrædd!...“) Hljóðið
lækkaði pínulítið og Hvtísó leit á sessunautana. Karlinn með hauksaug-
un og pínulitla nefið var mjög hrifinn af ræðumanni og klappaði mest
allra.
- Fyrirgefðu, hvað sagði hann?! spurði Hvtísó.
Maðurinn horfði á hann eins og hann væri upptekinn og enginn
mætti trufla hann og svaraði svo hreinskilnislega:
- Það get ég ekki sagt þér, ég tók ekki eftir því.
Ef ég segði ykkur að Hvtísó hafi alls ekki verið hissa á svarinu, væri
það ekki rétt hjá mér. Hann var jafn hissa og maður getur orðið í svona
ástandi, ennþá í svefnmóki. Fyrirlesarinn var mjög ánægður með klapp-
ið og fagnaðarlætin og hélt áfram meðan svefnhöfginn kastaði stóru
ósýnilegu neti yfir Hvtísó. Hann fann ekki fyrir fótunum á sér og honum
fannst stóllinn rugga þægilega.
Brátt heyrðist hávær sovéskur hlátur í salnum. Fólkið í salnum fliss-
aði, hristi höfuðið, skríkti og tárfelldi af gleði.
Hvtísó leit á fyrirlesarann sem hélt á gleraugunum í hendinni og hló
sjálfur.
Hvtísó beið þangað til sessunautur hans sem minnti á hauk með hár
eins og línur í stílabók var hættur að hlæja og spurði:
- Hvað sagði hann?
- Hvað segir þú herra? Hauksauga með gleðitárin sneri sér að honum.
- Hvað sagði hann? Af hverju hlærðu?
Maðurinn var alvarlegur á svipinn.
- Ég veit það ekki, ég tók ekki eftir því.
Og svo sneri hann sér strax við og glápti á ræðumanninn.
Fyrirlesarinn hélt áfram að segja frá öðrum skemmtilegum atriðum í
fyrirlestrinum. Á ný var eins og grátt silki legðist yfir augu Hvtísós, á ný
barst hann inn í ríki þokukenndra drauma. Þarna, á græna vellinum á
milli klettanna, dansaði ballerína alein, í silfurlitu fjallaánni syntu styrj-
ur, langt í burtu heyrðist hægur og heillandi söngur.
Aftur var klappað í salnum. Hvtísó vaknaði eins og skvett væri á hann
vatni og klappaði með. Sumir stóðu og klöppuðu ákaft, nokkrir öskruðu:
- Það er alveg rétt!
- Það hefði átt að gera fýrr!
42
d ,9Sf/y/'ri/Í — TfMARIT þýðenda nr. 6 / 2001