Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 44

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 44
Revaz Mishveladze Hann starði út í bláinn og augu hans ljómuðu eins og í hauki en þunnt hárið á höfði hans minnti á línur í stílabók. Skyndilega, í þann mund er Hvtísó reyndi að hrista af sér svefndrung- ann til að sýna öðrum áheyrendum að hann væri einn af þeim, kvað við hávært klapp líkt og haglél í salnum. Hvtísó klappaði líka og heyrði á tal sessunauta sinna. („Rétt! Auðvitað eiga þau að vera hrædd!...“) Hljóðið lækkaði pínulítið og Hvtísó leit á sessunautana. Karlinn með hauksaug- un og pínulitla nefið var mjög hrifinn af ræðumanni og klappaði mest allra. - Fyrirgefðu, hvað sagði hann?! spurði Hvtísó. Maðurinn horfði á hann eins og hann væri upptekinn og enginn mætti trufla hann og svaraði svo hreinskilnislega: - Það get ég ekki sagt þér, ég tók ekki eftir því. Ef ég segði ykkur að Hvtísó hafi alls ekki verið hissa á svarinu, væri það ekki rétt hjá mér. Hann var jafn hissa og maður getur orðið í svona ástandi, ennþá í svefnmóki. Fyrirlesarinn var mjög ánægður með klapp- ið og fagnaðarlætin og hélt áfram meðan svefnhöfginn kastaði stóru ósýnilegu neti yfir Hvtísó. Hann fann ekki fyrir fótunum á sér og honum fannst stóllinn rugga þægilega. Brátt heyrðist hávær sovéskur hlátur í salnum. Fólkið í salnum fliss- aði, hristi höfuðið, skríkti og tárfelldi af gleði. Hvtísó leit á fyrirlesarann sem hélt á gleraugunum í hendinni og hló sjálfur. Hvtísó beið þangað til sessunautur hans sem minnti á hauk með hár eins og línur í stílabók var hættur að hlæja og spurði: - Hvað sagði hann? - Hvað segir þú herra? Hauksauga með gleðitárin sneri sér að honum. - Hvað sagði hann? Af hverju hlærðu? Maðurinn var alvarlegur á svipinn. - Ég veit það ekki, ég tók ekki eftir því. Og svo sneri hann sér strax við og glápti á ræðumanninn. Fyrirlesarinn hélt áfram að segja frá öðrum skemmtilegum atriðum í fyrirlestrinum. Á ný var eins og grátt silki legðist yfir augu Hvtísós, á ný barst hann inn í ríki þokukenndra drauma. Þarna, á græna vellinum á milli klettanna, dansaði ballerína alein, í silfurlitu fjallaánni syntu styrj- ur, langt í burtu heyrðist hægur og heillandi söngur. Aftur var klappað í salnum. Hvtísó vaknaði eins og skvett væri á hann vatni og klappaði með. Sumir stóðu og klöppuðu ákaft, nokkrir öskruðu: - Það er alveg rétt! - Það hefði átt að gera fýrr! 42 d ,9Sf/y/'ri/Í — TfMARIT þýðenda nr. 6 / 2001
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.