Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 14
Sigurður A. Magnússon
Armenar, Tyrkir, Ossetar, Abkhazar, Gyðingar, Kúrdar, Persar og Grikkir.
Georgíumenn eru þróttmiklir og langlífir, ná ósjaldan 100 ára aldri. Þeir
eru dökkir á brún og brá, fráneygir og einatt nefstórir. Þeir skara frammúr
í íþróttum, veiðum og dansi, hafa mikið dálæti á tónlist og kveðskap.
Gestrisni þeirra og veislugleði eru annálaðar; sömuleiðis eru þeir ham-
hleypur til vinnu. Hinsvegar verður þeim einlægt minna úr ríkulegum
auðlindum landsins en efni standa til, kannski vegna þess að auðsöfnun
hefur aldrei verið þeim sérstakt keppikefli.
Áðuren Georgíumenn snerust til kristni kringum 330 skrifuðu þeir á
grísku eða persnesku (með aramísku letri). Um aldamótin 400 samdi
heilagur Mesrop stafróf handa bæði Georgíumönnum og Armenum, og
eru stafrófin af sama toga spunnin. Georgíska stafrófið er til í tveimur
meginmyndum: chútsúrí eða bjúgt prestaletur og mchedrúlí eða skáletr-
uð riddaraskrift sem notuð er í ritum nútímans. Elsti varðeitti texti á ge-
orgísku máli er leturtafla sem fannst skammt frá Betlehem og mun vera
skrifuð kringum 430. Önnur tafla er til í kirkju í Bolnísí, bæ í austan-
verðri Georgíu, og er frá 480, elsta ritað mál á georgísku sem fundist hef-
ur í landinu sjálfu. Báðar eru töflurnar skráðar prestaletri.
Georgíumenn eiga sér sjálfstæða orþódoxa kirkju með eigin patríarka,
en hún er í nánu sambandi við patríarkana í Moskvu og Istanbul.
Armenskir íbúar landsins hafa hinsvegar sína eigin kirkjudeild.
Armenska kirkjan er reyndar elsta kristna þjóðkirkja veraldar.
Eiginlegar georgískar bókmenntir hófust á 5tu öld með annálum,
heilagra manna sögum og þýðingum á ritum Biblíunnar. Einsog annar-
staðar í kristnum löndum voru klaustur og klausturskólar helstu mið-
stöðvar bóklegra mennta frammeftir öldum. Meðal kunnustu fræðasetra
voru klaustrin Gelatí í vestanverðu landinu, skammt frá Kútaísí, ætt-
borg Medeu, og Ikalto í landinu austanverðu. Bæði voru þau stofnuð af
Davíð konungi Agmosenebelí (smíðameistara) sem ríkti á árunum
1089-1125. Hann var skáldmæltur og svo mikill bókaormur, að hann
reiddi jafnan með sér bókakistur á ösnum og úlföldum þegar hann hélt
í hernað, og segja höfundar að hann hafi lagt frá sér bókina síðasta alls
áðuren hann gekk til orustu og heimtað hana strax og hann kom aftur í
tjald sitt að orrahríð lokinni. Georgíumenn áttu líka fræg klaustur og
fræðasetur í öðrum löndum, á Ólympsfjalli í Bíþýníu í Litlu-Asíu, á
Svartafjalli hjá Anþekju á Sýrlandi, í Jerúsalem, á Sínaískaga, og loks
það allrafrægasta, íberaklaustur (Ívíron) í munkríkinu Aþos eða Agíon
Óros (Helgafelli) í norðanverðu Grikklandi. Það var stofnað kringum
980, skömmu eftirað munklífi hófst á skaganum, af heilögum Jóhannesi
Varazvatje, auðugum öldurmanni. Seint á miðöldum höfðu grískir
12
d JBagúiá - Tímarit þýðenda nr. 6 / 2001