Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 43

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 43
Revaz Mishveladze Klapp Hafið þið einhverntíma séð hvernig silkiormar hreyfa sig? Hreyfingum fundarmanna svipaði til þess. Eftir hlé var hlustað á þriðja fyrirlesturinn og þátttakendur voru dauð- þreyttir og gátu hvorki hlustað né skipst á orðum hverjir við aðra. Þeir sátu þegjandi og bærðu ekki á sér. Svefnhöfgi hvíldi yfir salnum. Stundum reyndu áheyrendur að lyfta aðeins höfði til að sofna ekki alveg eða til að sýna hinum að þeir svæfu ekki, heldur hlustuðu af athygli. Hvtísó Jaradjuli sat á þrettánda bekk. Hann langaði til að hlusta á fyrir- lesarann en gat það ekki. Hann hafði misst af fyrri fyrirlestrunum tveim líka og var sjálfum sér sárgramur. Meira en hálfa ævina hafði hann sótt fyrirlestra en aldrei farið út úr fyrirlestrasal án þess að muna að minnsta kosti eina eða tvær setningar. í dag hafði eitthvað skrítið komið yfir Hvtísó, þegar fyrirlesarinn kom inn á sviðið fór hann að geispa og svo varð hann afslappaður líkt og dún- létt ópíumblandin mjöll legðist yfir axlir hans. Hann glímdi við að halda augunum opnum allan morguninn en gat ekki sigrast á þessu. í hléinu drakk hann tvo bolla af kaffi og ákvað að hlusta en gat það ekki. Á ný fór um hann ýmist hlýr eða kaldur straum- ur og aftur þyngdust augnlokin og fyrirlesturinn fór fyrir ofan garð og neðan. „Hvað er að mér? Af hverju er ég dauðsyfjaður? Á ævi minni hef ég hlustað á marga leiðinlega fyrirlestra, en af hverju er ég svona syfjaður einmitt núna? Maðurinn við hliðina á mér er algjör hetja, hann hlustar af mikilli athygli, hefur ekki bært á sér frá því í morgun, skimar ekki fram og aftur,“ hugsaði Hvtísó og leit á hann. Sessunautur hans var um sextugt og horfði á ræðupallinn eins og bergnuminn. Hann deplaði ekki augunum. Hann studdi höndum á stólarmana eins og hann ætlaði að standa upp. Hann var kinnfiskasog- inn með pínulítið hvasst nef og þetta gaf fölu andliti hans sjúklegt út- lit. á JBæy/'já - Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.