Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 43

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 43
Revaz Mishveladze Klapp Hafið þið einhverntíma séð hvernig silkiormar hreyfa sig? Hreyfingum fundarmanna svipaði til þess. Eftir hlé var hlustað á þriðja fyrirlesturinn og þátttakendur voru dauð- þreyttir og gátu hvorki hlustað né skipst á orðum hverjir við aðra. Þeir sátu þegjandi og bærðu ekki á sér. Svefnhöfgi hvíldi yfir salnum. Stundum reyndu áheyrendur að lyfta aðeins höfði til að sofna ekki alveg eða til að sýna hinum að þeir svæfu ekki, heldur hlustuðu af athygli. Hvtísó Jaradjuli sat á þrettánda bekk. Hann langaði til að hlusta á fyrir- lesarann en gat það ekki. Hann hafði misst af fyrri fyrirlestrunum tveim líka og var sjálfum sér sárgramur. Meira en hálfa ævina hafði hann sótt fyrirlestra en aldrei farið út úr fyrirlestrasal án þess að muna að minnsta kosti eina eða tvær setningar. í dag hafði eitthvað skrítið komið yfir Hvtísó, þegar fyrirlesarinn kom inn á sviðið fór hann að geispa og svo varð hann afslappaður líkt og dún- létt ópíumblandin mjöll legðist yfir axlir hans. Hann glímdi við að halda augunum opnum allan morguninn en gat ekki sigrast á þessu. í hléinu drakk hann tvo bolla af kaffi og ákvað að hlusta en gat það ekki. Á ný fór um hann ýmist hlýr eða kaldur straum- ur og aftur þyngdust augnlokin og fyrirlesturinn fór fyrir ofan garð og neðan. „Hvað er að mér? Af hverju er ég dauðsyfjaður? Á ævi minni hef ég hlustað á marga leiðinlega fyrirlestra, en af hverju er ég svona syfjaður einmitt núna? Maðurinn við hliðina á mér er algjör hetja, hann hlustar af mikilli athygli, hefur ekki bært á sér frá því í morgun, skimar ekki fram og aftur,“ hugsaði Hvtísó og leit á hann. Sessunautur hans var um sextugt og horfði á ræðupallinn eins og bergnuminn. Hann deplaði ekki augunum. Hann studdi höndum á stólarmana eins og hann ætlaði að standa upp. Hann var kinnfiskasog- inn með pínulítið hvasst nef og þetta gaf fölu andliti hans sjúklegt út- lit. á JBæy/'já - Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 41

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.