Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 62

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 62
Lars Saabye Chrístensen - Eða þá bíll. Kisa hleypur oft út á veginn. Hann heyrðist ganga um inni í húsinu. Ég lokaði augunum. Konan hans greip í handlegginn á mér. Hún hét Ester, ég hafði oft séð hana á pósthúsinu, en við höfðum lítið talast við. Bara heilsast. - Einar er ekki vel frískur. Þú verður að fara varlega. - Er hann alvarlega veikur? Hún kinkaði kolli og leit undan eitt andartak. - Já, sagði hún. Það getur bara farið á einn veg. Hann kom út og Ester greip í höndina á honum. - Þið gerið þetta eins snyrtilega og þið getið, sagði hún. Hann varð vandræðalegur, leit undan og dró að sér höndina. - Já, já. Það er best að við drífum okkur af stað. Kisa kvelst. Hún tók allt í einu utan um hann og hjúfraði sig upp að öxlinni á honum. Hann stjakaði henni frá sér og elti mig í átt að húsinu. Köttur- inn lá ennþá ýlfrandi í votu grasinu. Nágranninn beygði sig yfir kisuna. Hún var útötuð í blóði og lá á hliðinni. - Já, ekki er það fallegt, sagði hann. Mér var öllum lokið. - Hvað finnst þér? spurði ég. - Það verður að skjóta hana. Er til byssa hérna? - Nei, það var þessvegna sem ég kom til þín. Hann hikaði og virtist á báðum áttum: - Nei, ég á enga byssu beinlínis í húsinu. Það er langt síðan ég hef far- ið á veiðar. Kisa reyndi að standa upp. Hún hneig strax niður aftur og lá hreyfingar- laus. Ég eignaðist hana fyrir sex árum og skírði hana í höfuðið á amer- ískri söngkonu, Simone, af því að þegar ég klóraði henni bak við eyrun heyrðist í henni svipað og í Strange Fruit. Ég þoldi ekki að horfa lengur á hana og sneri mér undan. Litadýrðin í trjánum var engu lík. Og fjöllin hinum megin við fjörðinn voru dimmblá. - Gerðu eitthvað, sagði ég. Nágranninn strauk sér um ennið: - Nei, þetta gengur ekki lengur. Komdu með mér. Við verðum að gera eitthvað. Hann hélt af stað upp hlíðina ofan við skóginn. Ég elti hann. Ég hafði ekki hugmynd um hvert hann ætlaði. Hann hélt áfram upp brekkuna, honum var þungt og hann varð að setjast niður á trjábol. Svo tíndi hann nokkur krækiber og stakk upp í sig. - Hvert erum við að fara? spurði ég. Hann svaraði ekki en stóð á fætur, hljóður og horaður, og hélt áfram 60 á Jföay/já — TtMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.