Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 48

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 48
Revaz Mishveladze það. „Það er ég viss um, að nú kemur Filip til mín,“ hugsaði hann. Hann ákvað því að vera heima til að þeir vinirnir færu nú ekki á mis hvor við annan eina ferðina enn. Hann leit á klukkuna og fór niður til að ná í dag- blaðið. En auðvitað var búið að stela því. Hann leit í kringum sig og bölvaði í hljóði. Síðastliðin fimm ár hafði dagblaðinu hans alltaf verið hnuplað á morgnana og því ekki skilað fyrr en í hádeginu daginn eftir. Dagurinn leið án þess að hinir trúföstu vinir yfirgæfu heimili sín. Þeir biðu hvor annars. Á þriðja degi hugsaði Filip með sér: „Ef til vill bíður hann mín heima hjá sér.“ Hann klæddi sig og fór heim til Jakints. Þegar Jakint hafði, þennan sama dag, lesið dagblöðin frá deginum áður, leit hann í spegil og hugsaði: „Ef ég raka mig, verð ég of seinn að ná í Filip.“ Og af stað hélt hann, órakaður. Strætisvagn númer 29 kom á Matjakhelagötu, einmitt þegar Filip fór upp brekkuna, þar sem Jakint bjó. Og áfram sama sagan. Nema hvað skilaboðin á miðunum urðu styttri og styttri. Loks fór svo, að í stað þess að þau hljómuðu eitthvað á þessa leið: „Þú varst ekki heima,“ þá stóð ekkert á blaðinu annað en eitt upphrópunarmerki. Alvarlegir á svip sátu þeir vinirnir, Jakint og Filip, í strætisvagni frá morgni til kvölds og vonuðust eftir samfundum. í þrjá daga lét Jakint undir höfuð leggjast að liðsinna lögreglunni. Loks var farið að leita hans á markaðinum. Og í þrjá daga lót Filip ekki sjá sig í Kirovsgarði. Öll mannkynssögufræðsla þar um slóðir féll niður. Enginn fékk notið hinn- ar gneistandi frásagnarsnilli Filips. Hvað er til ráða, lesendur góðir? Hvernig skulu leiðir þeirra vinanna, Jakints og Filips, leiddar saman? Irma Matsjavariani og Pjetur Hafstein Lárusson þýddu úr georgísku 46 ýfiw d fföay/iiá - TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.