Jón á Bægisá - 01.12.2001, Blaðsíða 12
Irma Matsjavaríani
Árið 1914 kom út fyrsta ljóðabók hans en aðallega skrifaði hann sögu-
legar skáldsögur og auk þess smásögur og ljóð. Öll verk hans vitna um
hve heitt hann elskaði föðurland sitt og frelsi. Skáldverk hans hafa ver-
ið þýdd á margar tungur.
Eftir að Georgía fékk sjálfstæði árið 1991 hafa þar komið fram mis-
munandi bókmenntastefnur sem byggjast á:
• Að gera sér grein fýrir og lýsa nýjum, lýðræðislegum,
félagslegum veruleika.
• Að greina hugmyndir Georgíumanna um sig sjálfa.
• Að endurnýja persónusköpun í georgískum bók-
menntum.
• Að reyna að færast nær menningu nútímans í upp-
hafi 21. aldar.
• Að nálgast þá strauma sem tíðkast í nútímabók-
menntum Vesturlanda.
Þessi þemu koma fram af meiri eða minni styrk hjá höfundum sem
skrifuðu sín verk á fimmta, sjötta og sjöunda áratug 20. aldar: Önnu
Kalandadze, Múrman Lebanidze, Óttari Chiladze, Revaz Mishveladze,
Besik Karanahsvili, Nairu Gelashvili, Liu Stúrúa og fleiri.
Nýir straumar í bókmenntum eftir Sovéttímann hafa einkurn komið
fram hjá ungum leikskáldum. Fulltrúar þessarar kynslóðar eru meðal
annars: Aka Morchiladze, Dato Túrashvili, Zúrab Karúmidze, Dato Bar-
bakadze, Zvíad Ratiani og Rati Amaglobeli.
Skáldverk Aka Morchiladze, Hundar Paliashvilisgötu, er mjög vin-
sælt og fyrir tveim árum var gert eftir því leikrit sem er enn vinsælla.
Afskaplega vinsælt er leikritið Gallabuxnakynslóð eða síðborið rekvíem
eftir Dato Túrashvili sem leikstjórinn Dato Doiashvili setti upp í Frjálsa
leikhúsinu í Tbilisi.
10
á- .jOœýkjá — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001