Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 70

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 70
Gabríel García Marquez Ljósið er eins og vatnið Um jólin báðu drengirnir aftur um árabát. „Segjum það,“ sagði faðirinn, „við kaupum hann þegar við komum aftur til Kartagenu." Tótó, níu ára, og Jóel, sjö ára, voru stefnufastari en foreldrar þeirra ætluðu. „Nei,“ sögðu þeir einum rómi, „við þörfnumst hans hér og nú.“ „í fyrsta lagi,“ sagði móðirin, „þá er hér ekki annað vatn að hafa til að sigla á en það sem kemur úr hananum á steypibaðinu." Þarna hafði hún og bóndi hennar rétt fyrir sér. í húsi þeirra í Karta- genu í Vestur-Indíum var húsagarður með bryggju við flóann og skýli fyr- ir tvær stórar lystisnekkjur. En hér í Madrid bjuggu þau aftur á móti við mikil þrengsli á fimmtu hæð í húsi númer 47 við Kastilíustræti. En að lokum gat þó hvorugt þeirra staðið gegn þessu, því þau höfðu lofað drengjunum árabáti með sextanti og áttavita, ef þeir ynnu til verðlauna í þriðja bekk barnaskólans, sem þeir og gerðu. Og því keypti faðir þeirra allt saman og sagði konu sinni ekki frá því, en hún var ófúsari en hann að eyða peningum í óþarfa. Það var dýrindisbátur úr áli með gylltri rönd eftir sjólínunni. „Báturinn er í bílskúrnum," upplýsti faðirinn við morgunverðarborð- ið. „Vandinn er sá að hvorki er hægt að koma honum upp í lyftunni né stiganum og í bílskúrnum er ekki pláss að hafa.“ Samt sem áður gerðist það síðdegis næsta laugardag að drengirnir kölluðu til skólafólaga sína svo koma mætti bátnum upp stigana og þeim tókst að koma honum alla leið inn í vinnukonuherbergið. „Til hamingju," sagði faðir þeirra. „Og hvað nú?“ „Ekkert nú,“ sögðu drengirnir. „Það eina sem okkur langaði til var að hafa bátinn inni í herberginu og nú er hann þar.“ Á miðvikudagskvöld, eins og öll miðvikudagskvöld, fóru foreldrarnir í bíó. Drengimir, sem nú voru herrar og forsvarsmenn hússins, lokuðu dyrum og gluggum og brutu ljósaperu sem logaði á í einum af lömpum 68 á — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.