Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 25

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 25
Islandsfór ogfleiri kvœði Það getur varla heitið. Við höfnina er ekkert að sjá nema vöruskemmur og hlaða af landbúnaðaráhöldum undir segldúki. Bærinn er mestan part byggður úr ryðguðu járni. Þegar við komum að landi var klukkan rétt hálf-átta að morgni og við máttum bíða úti á höfninni, enda eru íslensku lóðsarnir ekki sem árrisulastir. Bærinn var hulinn í lágu mistri, og sá í fjallstindana fyrir ofan. Við fyrstu sýn virtist mér bærinn drungalegur, mótmælendatrúar og afskekktur. Hafnarbakkinn var þéttskipaður húfu- klæddum mönnum, sem fylgdust aðgerðalausir með skipakomum. Þeir virtust hafa staðið þar lengi. Hvergi var hrópandi götusala eða prangara að sjá. Jafnvel börnin létu ekki í sér heyra. 2. „Hverju líkist Reykjavík einna helst?“ Hér er enginn almennilegur steinn til húsagerðar. Nýrri húsin í úthverf- unum eru byggð úr steinsteypu í drungalegum litum. Þrjár helstu bygg- ingarnar eru rómversk-kaþólska kirkjan, hið ókláraða Þjóðleikhús og stúd- entagarðurinn, sem hefur á sér yfirbragð biðsalar á flugvelli. Hér er og íþróttaleikvangur með hlaupabraut og tennisvöllum, þar sem ungu menn- irnir eru að leikum næturlangt. I miðjum bænum stendur grunn, tilbúin tjörn, uppfull af veiðibjöllu og villtri önd. Bærinn fjarar svo út í ryðbrúnar hraunbreiður, kofaskrifli á víð og dreif, harðfisk sem hengdur er til þurrks á þvottasnúrur og einstaka hvíta hænsnfugla. Lengra niður með strönd- inni er hraunið alsett því sem líkist risastórum þvottabölum; en það eru í raun staflar af harðfiski sem tjaldaðir eru með segldúki. Veðrabrigði eru hér óhemju snögg: eina stundina hylur regnið allt í móðu, þá næstu skín sólin á bak við ský, fyllandi loftið sterkri og skínandi birtu sem gefur svo gott skyggni, að sérhvern blett í keilulaga fjöllunum ber hnífskarpan í gulrauðan himininn. Og einn tindurinn sýnist jafnan skærbleikur. 3. „ Urn hvað skrifa íslensku höfimdarnir?“ Mestan part um landið, tilfinningalíf bændafólksins og fiskimanna og glímu þeirra við náttúruöflin. 4. „Eg býst við aðfyrirmyndir sögupersóna séu aðjafnaði vel kunnar?“ Jú, þannig er það oft. Stundum heyrði eg kvartað undan því; t.a.m. að Halldór Laxness gerði sveitafólkið oft rustalegra en það raunverulega er. En eftir því sem eg kemst næst er hér engin meiðyrðalöggjöf. 5. „Er lesendahópur íslenskra skáldsagnahöfunda ekki ákafiega litill?" Sé tekið mið af fólksfjölda er hann víst stærri en í flestum löndum. Flestar þær skáldsögur sem eitthvað er spunnið í eru þýddar á þýsku og hin norður- landamálin. á .ffiegýr/'iá — Hann gat ekki hætt að ríma 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.