Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 47
íslandsfór ogfleiri kv&$i
og vinnan skal starfsþrek mitt fá,“
og ráðþrota ráðamenn fara
af rótgrónum vana á stjá:
en hver getur lýst þeim á leið
hver getur hlýtt á þá daufu,
hver getur mælt fyrir þá?
Allt sem eg á mér er rödd
til að afhjúpa lygina með;
hina skáldlegu lygi í heila
hins hrifnæma alþýðumanns,
hina stórbrotnu stjórnvalda-lygi
og starfandi áróðursvél:
það er ekkert eiginlegt ríki,
enginn lifir af sjálfum sér;
því sulturinn gefur ei val
um valdníðslu og kvalalaus kjör;
aðeins kærleikann einn, eða hel.
Veröldin náttmyrkri vafin
varnarlaus liggur og sljó;
en víðsvegar samt má sjá
í sortanum irónisk ljós
þar sem þeir réttvísu fá
að finnast, tveir og tveir:
megi ég, sem er ei annað
en Eros og duft, eins og þeir,
og haldinn af sömu sál-
rænu synjun og örvænting,
bresta í samhygðar-bál.
(i939)
(Kvæði þetta, ort út af innrás Þjóðverja í Pólland þann 1. september 1939,
er vissulega eitt af frægari kvæðum Audens. Ekki síst fyrir þá sök að skáldið
felldi það síðar úr úrvali kvæða sinna og kvæðasafni sínu og afneitaði því
opinberlega með svofelldum rökstuðningi:
„Þegar eg endurlas kvæði mitt, 1. september 1939, eftir að það hafði
birst á prenti, varð mér staldrað við línuna „we must love one another or
die“ (við hljótum að elska hvert annað eða deyja) og sagði þá við sjálfan
mig: „Þetta er bölvuð lygi! Við hljótum að deyja hvort sem er.“ Og því
á .93tr/yáá - Hann gat ekki hætt að ríma
45