Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 83
MaSur md ekki Ijúga í Ijóði
„Það getur verið, ég man það ekki. En ég hef alltaf kunnað að meta
Sögurnar. Það er einkennilegt hvað persónur þeirra eru dregnar upp á lík-
an hátt og nú gerist. Sögurnar eru mjög nútímalegar að allri gerð. Höf-
undar þeirra voru langt á undan sínum tíma. Það er merkilegt hvað þeir
hafa hlutlausa afstöðu til persónanna og segja frá skýringalaust. Það má
gera ráð fyrir að höfundur Njáls-sögu hafi verið kristinn maður, en hafið
þér tekið eftir því hvað hann segir hlutlaust frá kristnitökunni? Já, ég hef
alltaf dáðst að Sögunum. Fólkinu er lýst eins og nú er gert. Og það er gam-
an að sjá hvaða hlutverki konan gegnir í þessum gamla skáldskap. Gömlu
söguhetjurnar gátu aldrei haft hemil á kerlingunum sínum, ef marka má
lýsingar Sagnanna.“
„Eigið þér við að það sé líka nútímaleg afstaða?“ Skáldið hló:
„Nei. En konurnar höfðu frelsi, þær höfðu meira að segja frelsi til að
hleypa öllu í bál og brand. Hallgerður, Guðrún ...“
„Eitt kemur mér spánskt fyrir sjónir í Lettersfrom Iceland. Þér segið að
karlmenn séu betur klæddir en kvenfólkið.“
„Já, þannig var það þá.“
„En flestir útlendingar sem koma til Islands dást að íslenzku stúlk-
unum.“
„Þeim hefur farið mikið fram í klæðaburði."
Við snerum talinu aftur að Sögunum. Auden sagði:
„Eg var að segja blaðamanninum í morgun, að það hefði ávallt heillað
mig, hve vel Islendingar skrifuðu prósa mörgum öldum áður en slíkar sög-
ur voru skrifaðar annars staðar í Evrópu. En það skringilega er, að Engil-Saxar
voru að tileinka sér þessa tækni einmitt á sama tíma og norrænir víkingar
gerðu strandhögg á Bretlandseyjum og eyðilögðu allt saman. Astæðan til
þess að Islendingar skrifuðu þessar sögur var tvenns konar; í fyrsta lagi
voru skáldakvæðin svo flókin og erfið, að það var ómögulegt að segja sögur
í þeim, eins og gert var í ljóðum annars staðar í Evrópu; í öðru lagi losnuðu
Islendingar við latnesku mælskulistina, sem hafði mikil áhrif annars staðar
og Evrópa hefur til dæmis aldrei ætlað að losna við. En by the way, ég mun
vera eini Englendingurinn sem hefur ort fullkomið dróttkvæði.
Fyrsta skáldverk í líkingu við Sögurnar var skrifað í Englandi á 15. öld.
Ég varð mjög undrandi þegar ég las fyrst bók eftir Hemingway, því mér
fannst ég hafa lesið þennan stíl áður, klipptan og skorinn. Þegar ég athug-
aði málið sá ég í hendi mér að stíll hans var í ætt við Sögurnar. Samt veit
ég ekki til, að hann hafi lesið Islendingasögur.“
„Þér umgangizt margt merkra manna erlendis. Hafið þér sagt þeim
frá Sögunum?“
„Já, auðvitað kem ég þeim að. Og þegar þetta fólk hefur lesið þær,
hefur því oftast þótt mikið til koma. En sumum finnst ættartölurnar leið-
á ./It'ryróá - Hann gat ekki hætt að ríma
81