Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 92

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 92
Ragnar Jóhannesson taka við, þegar málleysið bagaði hann, enda er rommý síðan eina spilið, sem ég kann sæmilega! Auden lék á als oddi við spilaborðið, vildi helzt græða, og emjaði, þegar hann tapaði, en það var siður hans, þegar eitthvað gerðist honum mót- drægt í daglegu lífi. (Þess vegna eru orðin „emjandi skáldið“ í þýðingu Magnúsar Asgeirssonar einkar viðeigandi, og geri ég þó tæplega ráð fyrir, að Magnúsi hafi verið kunnugt um þennan óvanda Audens (í frumtexta stendur: ... „and again the writer runs howling to his art.“)). A daginn vorum við mikið úti við. Þetta var á túnaslætti, og fylgdist Auden með störfum fólksins með athygli, langaði jafnvel til að taka þátt í þeim. Fékk hann lánaðan hrífustert hjá Þorbirni bónda og fór að raka úti á bæjarhól. Ekki mun heimilisfólkinu hafa þótt heyskapartilburðir skálds- ins til eftirbreytni, því að hann hélt báðum lófum ofan á hrífuskaftinu, en ekki hvorum á móti öðrum eins og siður er. Varð hann því að standa kengboginn við iðju sína og tók engar leiðbeiningar til greina, þetta fannst honum þægilegast. Við fórum margar gönguferðir um nágrennið, allt saman eftir hinni gullvægu reglu Audens: „Mér þykir gaman að ganga — bara ekki of langt.“ (Letters from Iceland, 102). Við gengum á Grábrók, upp í hlíð, kringum Fíreðavatn og rerum út í hólmann. Skoðun náttúrunnar var Auden sýni- lega ekki eins leið og hann lét, og skemmti hann sér hið bezta á göngum þessum og sagði frá mörgu af fyrri ferðum sínum. A Hraunsnefi fórum við í fyrsta skipti á hestbak saman, og kom mér á óvart, hve ófimur A. var í þeirri íþrótt, því að ég hafði haldið, að Englend- ingar væru reiðmenn miklir, ekki hvað sízt ferðalangar eins og Auden. En kempan bar sig undur klaufalega í hnakknum, ríghélt sér í hnakknefið. Þó var hann með öllu ódeigur að ríða. Við riðum yfir um dal og fórum lítt alfaraleiðir, því að mér var ekki um að mæta mörgum bílum á mjóum vegum, með svo óburðugan riddara í eftirdragi. Um stund urðum við að ríða fast meðfram nýlegri gaddavírsgirðingu, fimmstrengjóttri og allóá- rennilegri. Allt í einu heyri ég brölt mikið að baki mér og leit við einmitt nógu snemma til þess að sjá förunaut minn stingast af baki milli reiðskjót- ans og gaddagirðingarinnar ófrýnilegu. Varð mér mjög bilt við og datt, satt að segja, ekki annað í hug en að þarna hefðu heimsbókmenntrnar beðið mikið og sviplegt tjón. En mér til mikils hugarléttis spratt hinn fallni upp með sigurbros á vör og hafði ekki orðið meint við, nema hvað hann hafði skeinzt lítils háttar á öðru hné og buxurnar rifnað. Ur því að minnzt er á þessar ágætu buxur, langar mig til að lýsa klæða- burði Audens, og veit ég engan mann hafa lagt í svo langt ferðalag jafn- illa búinn að fötum. Hann hefir að minnsta kosti ekki búizt við neinum heimsskautakulda hér. Alltaf var hann í sama óásjálega jakkanum, gulmó- 90 á ■ /lœp/oá — Tímarit þýðenda nr. ii / 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.