Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 56
W.H. Auden
Sértu banginn, þá ber eg þér brauðmola.
Ef þú talar, þá tel eg þér tröllkarla.
Sértu ákafur, eyði eg öskunni.
Ef þú hvíslar, þá hætti eg herjunum.
Sértu hissa, þá hreinsa eg hattinn þinn.
Ef þú blístrar, þá baða eg blautlendið.
Sértu leiður, þá lauga eg lend þína.
Aftur féllust þau í faðma. Kvantur drap dreggjunum úr glasinu á teppið
sem dreypifórn og ákallaði hina íbúandi anda þess:
Þér litlu lirfur, lávarðar hússins,
Pottur, Pési, Piparkvörn, Lampi,
Andfætill, Æsir, Andlit-á-veggnum,
Höfuð-um-hæla og Hopsa-dopsa,
Skripplings-skriðill og Skápa-friðill,
verið góðir, litlu guðir, og gætið þeirra,
saklaus sé öll yðar óskynsemi
svo ekkert ofsóknar-æði né eitthvert
höfgandi hrúgald hug þeirra spilli
með ótta án andlits; né óséðir ormar
og viðsjálir vírusar veiti þeim veilur,
né óðfluga útbrot og illkynja æxli
veitist að veíjum vinanna vorra,
né óvænt atvik og illráðir hlutir
með skurðum, skeinum og skaðvænum skellum
ógni eða aflagi elskendanna
hverfula hold.
Nú mælti Malinn og beindi máli sínu til Rósettu:
Ó heiðskæra drottning
dragðu nú dám af hans dálæti á leikjum,
ber þér hans bernsku í brjósti, sem býr þér
verkefni og viðfang, en vélar þig einnig
og gefur með glöðu en gleymir jafnóðum
til hvers og hvernig, því heimurinn hans er
hans eigin uppfinning: að ala sem faðir
og gera sem guð sitt glaðværa bergmál
og ósjálfstætt sjálf, hina einu hugsun
þessa drambsama drengs. Drauma hans fylltu
54
á .‘dSffífftíá-Tímarit þýðenda nr. ii / 2007