Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 44

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 44
W.H. Audeti „Óþekkti borgarinn“ Til JS/07/M/378 Reist sem marmara-minnismerki á kostnað ríkisins Tölfræðistofnun ríkisins telur það einsýnt, að hið opinbera hafi fátt eitt getað klagað upp á hann, og allar tiltækar skýrslur um störf hans staðfesta það, að í stóru og smáu hafi verið um að ræða algjöran fyrirmyndarmann, sem þjónaði hagsmunum ríkisins fyrst og fremst. Að fráteknum styrjaldarárunum og allt þar til hann dó stundaði hann atvinnu sína og var aldrei rekinn eftir því sem nefndin kemst næst, enda hollur vinnuveitandanum, hf. Fimbulfambi & Co. Samt var hann ekki verkfallsbrjótur, eins og sumir hefðu haldið, því hann hlýddi verkalýðsforystunni og stóð í skilum með félagsgjaldið (upplýsingar stjórnarinnar um þetta eru marktækar, segja menn) og margþætt úttekt félagssálfræðinga leiðir enn- fremur í ljós, að hann var vinsæll meðal félaganna og fékk sér stundum í glas. Fjölmiðlar staðhæfa að hann hafi lesið blaðið sérhvern dag og að áhorf hans á auglýsingar hafi verið ofan við meðallag. Skattaskýrslur sýna að hann var sannanlega tryggður og sjúkraskýrslur votta að hann var andlega heill og hraustlega byggður. Samkvæmt hagtölum neytendaverndar þá var hann víst með þeim fyrstu til að veðsetja bílinn og skuldbreyta lánunum og hann átti allan þann búnað sem prýtt fær hinn menntaða nútímamann: margrása sjónvarp, tölvu, ísskáp og frystikistu. Hann var giftur og fimm barna faðir og aldrei bundinn yfir fótboltanum á sunnudögum, enda viðraði hann hundinn um helgar og hlustaði af athygli á kennarann þegar hann mætti á foreldrafundinn. Var hann frjáls? Var hann hamingjusamur? Til hvers að spyrja um það? Við hefðum ugglaust frétt það hefði eitthvað verið að. (i939) (Þessa skopádeilu á tíðaranda og pólitískt orðfæri fjórða áratugarins (sem hér er að nokkru leyti fært til nútímahorfs) í formi eftirmæla um vísitölu- manninn - hinn gegna þjóðfélagsþegn - má kalla gott dæmi um hina þjóð- félagslegu skírskotun í kvæðagerð Audens frá þessu skeiði og þann hlutlæga skýrslustíl sem hann varð svo frægur fyrir, enda stundum nefndur „blaða- maður í bundnu máli“ (sjá grein Sigurður A. Magnússonar í Nýju fötin keisamns, Akureyri 1959) og ekki að ástæðulausu.) 42. fá/t d Jffiagý’/öá - Ti'marit þýðenda nr. ii / 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.