Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 99
I jýlgd með Auden
Waking alone
At the hour when we are
Trembling with tenderness
Lips that would kiss
Form prayers to broken stone.
Þegar kom austur á heiðina, sagði ég Auden frá því, að í þetta umhverfi
hefði Halldór Kiljan vafalaust sótt eitthvað af fyrirmyndum í Sjálfitœtt
fólk (Sbr. frásögn H.K.L. sjálfs í Dagleið á fiöllum: Skammdegisnótt í
Jökuldalsheiðinni.) Þótti A. fengur að því, en hann mat Kiljan mikils.
Eins og áður sagði var heitt í veðri þennan dag, leiðin afar seinfarin og
þreytandi, vegurinn á þessum slóðum var víða ekki annað en djúp hjólför í
sandinn, og þessar fáu hræður, sem í vagninum voru, byltust fram og aftur
klukkustund eftir klukkustund. Sótti á menn þreyta, sultur og þorsti þeg-
ar leið á daginn. Hlökkuðum við ákaflega til að komast niður að Skjöld-
ólfsstöðum og leiddum getum að því, hvað við mundum fá að borða þar,
ekki hvað sízt Auden, sem var orðinn glorhungraður. Sagði ég honum, að
hér væri vænst sauðfé á Islandi og þverhandar þykkar sauðarsíðurnar, og
mundum við vonandi fá slíkt góðgæti.
Loks komumst við niður að Skjöldólfsstöðum. Var fyrst borin á borð
sætsúpa. Þegar Auden sá hana, emjaði hann mjög, en sætar súpur bar hann
sér aldrei í munn. Meðan við hinir sötruðum súpuna með beztu lyst, vildi
hann fá mig til að þýfga framreiðslustúlkuna um næsta rétt, en ég kvað
svo ótímabæra hnýsni teljast til dónaskapar á íslandi. En svo fór sem ég
hafði vænzt: A borðið kom ilmandi og rjúkandi Hólsfjallahangikjöt, vel
feitt og vel verkað. Þótti okkur, mörlöndunum, nú sem hnífur vor kæmist
í feitt og hvolfdum okkur yfir hangiketið, en ekki hafði útlendi gesturinn
sömu gleði af matnum. Hann borðaði fáeina bita, en hætti svo, féll ekki
kjötið. Hann át því ekki meira, þótt svangur væri, drakk 5 eða 6 kaffibolla
og reykti.
Matvendni Audens reið ekki við einteyming, og má merkilegt heita, ef
hann hefir ekki átt í erfiðleikum með mataræði víðar en hér á landi. Hann
krafðist ekki neinna kræsinga, og ef honum féll maturinn illa, lét hann sér
nægja að snerta varla við honum og reyndi sjaldan að biðja um annað en
það, sem á borð var borið. En hann sagðist þakka gott heilsufar sitt því,
að hann borðaði aldrei annað en það, sem honum þætti gott, þeirri meg-
inreglu vildi hann ekki víkja frá. En hann drakk mikið kaffi, segist gizka á,
að hann hafi drukkið um 1500 kaffibolla þá þrjá mánuði, sem hann var í ís-
landsferðinni, og hygg ég það engar ýkjur. Reykingamaður var hann mik-
ill, tók alltaf nokkra sígarettupakka með sér í rúmið. Vaknaði ég stundum
við það um nætur, að skáldið settist upp við dogg í rúmi sínu og kveikti
fifiá/l á .ý3//-y/is/ - Hann gat ekki hætt að ríma
97