Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 54
W.H. Auden
fjöllin hlæja; og hópar af fuglum
hrópa að kauphéðnum - „Sko! eg er frelsuð.
Leikið það eftir“ — og öllum til furðu
brjótast fram piltar með bjöllur og rósir,
bóklærðum munkum til ama svo verkjar
í sprenglærða hausa sem botna ekki bofs í
blómrauðum lit. Megi hægri hönd þín,
snertandi blítt við brennandi holdi,
bænheyra parið og veita þeim báðum
hamingju, fædda af félagsskap hins, og
tvöfalda ást; láttu óskirnar breytast
í alhæfan verknað. Ger bæði að þínum.
Rósetta og Embill höfðu látið af dansinum og sest niður í sófann. Nú brá
hann handleggnum utan um hana og mælti:
Efldu nú önd mína úr öllum áttum, Ó
einstaki andi hvers yfirbragð er nú
mín holdlega hrifning og höfuga huggun:
vertu allt eða eitt. A auðtrúa ströndum
af hending mig hittu þar sem hóparnir halda
sitt ráðgerða ráðþing hjá risanna gröfum,
tröllauknum haug sem í húminu heilsar
með kærustum kveðjum frá kaldlyndum draugum;
hyldu þig, heillaðu, á hæðum sem horfa
úr fjarlægri firð gegnum framfætur mera;
bíddu uns eg birtist í björtu skini
þegar veggöngin venda og vekja upp undrun,
eða hittu mig á hólmi til hinstu hildar
með hugdjarfan hjör milli hervæddra ríkja,
þú sjónræna sögn, mín kærasta kæra,
uns eg dey, mín dís.
Rósetta hallaði höfði sínu að öxl hans hans og mælti:
Ó djúpu rætur
vegmóta-viðju, sem vafin í værð hefur
fundið þig úr fjarska og fálmandi fer nú
að titra. Tökum því tísti sem týnist
í lundum við lækinn við ljómandi bjöllu-
hljóðið úr hjólinu þínu. Hvílík hróp er
52
á — Tímarit þýðenda nr. ii / 2007