Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 80

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 80
Matthías Johannessen „I gamla daga litu útlendingar á íslendinga eins og villimenn." „Ekki bjugguzt þér við að finna villimenn á Islandi?" spurði ég. „Nei, það datt mér ekki í hug. Eg þekkti landið, faðir minn hafði sagt mér frá því. Ég hef þekkt Island af bókum frá því ég var n ára gamall. Ég átti ekki von á neinum villimönnum.“ I næsta herbergi var talazt við og í sófa í stofunni þar sem ég sat lá ein- hver og svaf með þungum sogum. Þetta er áreiðanlega ungabarn, hugsaði ég. Nei, fjandinn hafi það, ekki getur verið að fólkið skilji ungabarn eftir í sófanum í stofunni. Ég hlustaði. Jú, ekki bar á öðru. Þarna svaf einhver svefni hinna réttlátu. Og úr næsta herbergi heyrðist kliður af samtali. Það hlaut að vera blaðamaður, sem var að tala við skáldið. Eða hver annar mundi vera að spyrja hann hvort hann þekkti T. S. Eliot og hvernig maður Eliot væri, eða hvort Dylan Thomas væri gott skáld? Nei, hérna verð ég auðvitað að bíða þangað til samtalinu er lokið. Ég saup á Agli. Mér var svo sem sama. Mér fannst einhvern veginn, að ég þyrfti endilega að vera þarna í stofunni hjá barninu. Ég heyrði að skáldið sagði, að Eliot væri mjög þægilegur maður og í ljóðum Dylans Thomas birtist ímyndunarafl barns- ins á stórkostlegan hátt. Ég hafði einhvern veginn ekki áhuga á þessu tali og lagði ekki lengur við hlustirnar. Ég hafði meiri áhuga á nýja starfinu: að vera orðinn barnapía í ókunnu húsi. I horninu við norðurvegginn stóð píanó. Ég virti það fyrir mér. Ætli það hafi verið þetta píanó sem Gilchrist lék Chopin á, meðan íslenzk menning féklc útrás í aurkasti og glerbrotaískri? Að hugsa sér. Getur verið að þessir gömlu útlendingar hafi haft rétt fyrir sér, eða jafnvel: ætli okkur hafi farið aftur frá því derhúfumenningin og harmónikkan stóðu í blóma? En menningunni verður áreiðanlega bjargað aftur yfir á rétt plan. Þeg- ar hún fær útrás í melodíum Bítlanna verðum við loksins komnir í lang- þráð samband við alþjóðamenninguna. Úr næsta herbergi heyrðist enn ómur af spurningum og svörum: útvarp ... ljóðskáld ... Einhvern veginn hætti ég að hugsa um hárkollumenningu sjötta tugar aldarinnar og ætlaði að fara að virða fyrir mér málverkin í stof- unni, en þá allt í einu vaknaði hundurinn, stökk úr sófanum niður á gólfið, horfði á mig rannsakandi augnaráði, gekk til mín og snuðraði; hristi síðan höfuðið, lagðist aftur í sófann. Og sofnaði. Ég var búinn að bíða í tæpan klukkutíma. Skáldið sagðist þurfa að tala fyrst við aðra blaðamenn, við gætum svo skroppið niður í bæ og fengið okkur kaffi. Og nú fór ég að hugsa um þessa setningu sem vitnað er til í Letters from Iceland. „Það var gaman að sjá sum þessara nýju andlita, þrátt fyrir óhreinindin og fýluna af þeim; og við höfðum mikla skemmtan af afkáralegu útliti þeirra.“ Að hugsa sér, lýsing á forfeðrum okkar! Þjóð af konungakyni. 78 á — Tímarit þýðenda nr. ii / 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.