Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 72
W.H. Auden
VII. Lofsöngur
Smáfuglar syngja sætt í laufgum skóg;
árgalinn vekur alla af næturró:
hvern um sig, til samhygðar.
Röðull skín skært á skepnur dauðlegar;
virða hver annan allir nágrannar:
hver um sig, til samhygðar.
Argalinn vekur alla af næturró;
nú kíma messuklukkur gling-gling-gló:
hver um sig, til samhygðar.
Virða hver annan allir nágrannar;
Guð blessi landið, Guð blessi fólkið þar:
hvern um sig, til samhygðar.
Nú kíma messuklukkur gling-gling-gló;
merlandi vatn um mylluhjólin smó:
hvert um sig, til samhygðar.
Guð blessi landið, Guð blessi fólkið þar;
Guð blessi víða veröld alstaðar:
hvern um sig, til samhygðar.
Merlandi vatn um mylluhjólin smó;
smáfuglar syngja sætt í laufgum skóg:
hver um sig, til samhygðar.
(1952-4)
(„Horae canonica“ eru hinar latnesku tíðir, messusöngstíðir, sem Auden
gerir hér að umgjörð lauslega tengdra kvæða með siðferðilegan og kristileg-
an undirtón. I „Miðdegissöng“ er fjallað í þremur hlutum um þau embætti
mannlegs samfélags sem nauðsynleg virðast hinni endurleysandi kærleiks-
fórn, dauða Krists á krossinum: gerendur, valdstjórnendur og áhorfendur.
I „Náttsöng“ er svefninn sýndur sem táknmynd dauðans, það ástand þegar
líkaminn skynjar „ekkert nema slátt hjartans" eins og „stjörnur á hægri
himingöngu" og lýkur á bæn skáldsins um frelsun og endurlausn að göml-
um guðræknissið. „Lofsöngur“ er svo eins konar eftirmáli við messutíðirn-
70
fr/t á JSœýrdiá- Tímarit þýðenda nr. ii / 2007