Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 70
W.H. Auden
við staðbundnar byggðir sínar, hætt
að tilbiðja fursta þessa heims eins og við,
á þessu miðdegi, á þessari hæð,
á stund þessa lífláts?
VI. Náttsöngur
Nú, þegar þráin og það sem er þráð
þurfa ekki lengur athyglinnar við
og líkaminn gengur á lagið og sleppur
smátt og smátt á vit grasanna
og þeirrar hreinlátu kyrrðar sem er
honum frekar að skapi, nú að liðnum degi,
síðustu gjörð hans og tilfinning, ætti að koma
stund þeirrar endurminningar
þegar allt fær dýpri merkingu; hún kemur, en
allt sem eg man eru hurðaskellir,
tvær húsmæður að rífast, kvakið í gömlum manni,
æðisgengið öfundartillit barns,
athafnir og orð, sem hæfa hvaða sögu sem er,
en eg skynja hvorki söguþráð
né merkingu; eg get ekki munað
hvað henti milli hádegis og nóns.
Eg skynja ekkert nema stakt hljóð,
slátt hjartans, stjörnur á hægri
himingöngu, og hvorttveggja
mælandi á tungu hreyfingar
sem eg skynja en get ekki lesið: kannski
hjarta mitt sé að játa hlut sinn í
því sem henti okkur milli hádegis og nóns,
að stjörnumerkin syngi í raun
um einhverja glaðværð sem býr
að baki alls vilja og atburða,
en, vitandi vits að eg hvorki veit það sem þau
vita né það sem eg ætti að vita, fyrirlítandi
68
á .ffiaydiá - Tímarit þýðenda nr. ii / 2007