Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 9

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 9
Um skdldið W.H. Auden langskólagenginna foreldra ... var eg ... andlega bráðger en líkamlega sein- þroska, nærsýnn, liðleskja í flestum íþróttum, hirðulaus með afbrigðum, stöðugt nagandi á mér neglurnar, uppburðarlítill, óráðvandur, tilfinninga- samur og án allrar félagsvitundar." Arið 1925 innritaðist hann í háskólann í Oxford (Christ Church) þar sem hann nam enskar bókmenntir næstu þrjá vetur. Fékk hann orð á sig meðal skólafélaganna fyrir að vera vitmaður eigi alllítill og skáld gott og safnaði brátt um sig hópi bókmenntalega sinn- aðra stúdenta, sem sumir hverjir urðu síðar nafntoguð skáld og menningar- frömuðir á Englandi, þeirra á meðal tilvonandi lárviðarskáld Breta, Cecil Day Lewis og góðskáldin Louis MacNeice og Stephen Spender, sem mun hafa dreift fyrsta ljóðakveri Audens í handriti þar í skólanum. Á háskóla- árum sínum kynntist Auden fyrir alvöru forn-engilsaxneskum skáldskap og allnýstárlegum ljóðmælum T.S. Eliots, er þá voru talsvert umdeild meðal bókmenntamanna, og setti hvorttveggja talsvert mark á fýrstu kvæði hans, sem urðu til á þessu skeiði. Að prófi loknu, sumarið 1928, hélt hann svo í boði foreldra sinna til árs dvalar í höfuðborg Þýskalands, Berlín, en nokkuð mun það staðarval hafa vakið undrun þeirra er til þekktu, þar sem tíðk- anlegast var þá meðal upprennandi menntamanna á Englandi að fara slíkar menntunarreisur til Parísar. I Berlínardvölinni kynntist Auden fágaðri fag- urlýrik Rilkes, þjóðfélagsgagnrýnum leikritum og ádeilukvæðum Brechts ásamt sálfræðikenningum Freuds og fylgismanna hans að ógleymdum rit- um Karls Marx, og stofnaði til þeirra kynna við þýska tungu og bókmenntir sem áttu eftir að fylgja honum ævina á enda. Heimkominn frá Þýskalandi 1929 stundaði Auden kennslustörf við ýmsa heimavistarskóla næstu 5 árin. Á þeim árum fékk hann og gefnar út fyrstu bækur sínar; árið 1930 kvæðabókina Poems á forlagi Eliots, Faber & Faber, sem jafnan síðan var enskur útgefandi verka hans, og hvert leikritið á fætur öðru nokkur næstu árin þar á eftir, sum hver rituð í samvinnu við góðvin Audens frá menntaskólaárunum, Christopher Isherwood. Vöktu þessi verk talsverða athygli á hinu unga skáldi, einkum þó ljóðmælin, sem hinum framsæknari bókmenntamönnum þóttu skipa honum í fram- varðarsveit enskra skálda. Kvæðin í þessari fyrstu bók, sem mörg hver höfðu orðið til á háskólaárunum, voru um margt nýstárleg (ekki síst fyrir áhrifin frá Eliot), býsna myrk og torræð, rituð á undarlegum blendingi alþýðlegs talmáls og bókmenntamáls og laus við alla rómantíska tilfinningasemi og upphafningu og sömuleiðis að mestu rímlaus, þótt hvorki væru þau laus við háttbundna hrynjandi né fasta formgerð. Ekki bar þar samt tilfinn- anlega á þeirri þjóðfélagsgagnrýni og sósíalísku stjórnmálaviðhorfum sem greina mátti í leikritunum frá þessum tíma og svo mjög átti eftir að ein- kenna næstu tvær kvæðabækur hans og afla honum jafnt aðdáenda og hat- ursmanna, vestan hafs sem austan. Árið 1935 lét hann af kennslustörfum á .93aydjá — Hann gat ekki hætt að ríma 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.