Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 13

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 13
Um skáldið W.H. Auden skáldsins það kvöld hafa Matthíasi skáldi Johannessen, sem ásamt Sigurði A. Magnússyni hefur helst haldið minningu Audens á loft hér heima, farist svofelld orð: „Þegar Auden kom hingað aftur á miðjum aldri, sagði hann í örstuttri þakkarræðu í veizlu Gylfa Þ. Gíslasonar í ráðherrabústaðnum, að Island væri sér heilög jörð og endurtók það í samtalinu, sem ég átti við hann nokkrum dögum síðar. Hann bætti því við í ræðunni, að oft hefði hann verið að hugsa um „frá því ég kom hingað fyrir 28 árum, hvort ég ætti að koma hingað aftur“. En hann hikaði, óttaðist að veruleikinn mundi eyðileggja ævintýrið. Hann gat þess, að Island hefði verið honum heilög jörð, þegar hann var ungur og hann hafði ávallt litið þannig á það „frá því ég kynntist því af ritum, barnungur — og sömu augum lít ég á það enn“. Áreiðanlega mun enginn, sem viðstaddur var, gleyma skáldinu þar sem hann stóð óuppábúinn einn allra, bindislaus, í köflóttri skyrtu, en á þeirri stundu var reisn íslenzkrar menningar staðreynd, en hvorki orða- gjálfur né holtaþokuvæl, enda var Auden þekktur að því að segja hug sinn umbúðalaust.“ Til minningar um þessa seinni íslandsheimsókn sína orti Auden kvæðið „Iceland Revisited" sem endar á þessari þörfu áminningu til landsmanna: „Fortunate island / Where all men are equal / But not vulgar - not yet.“ (Lánsama eyja, þar sem allir menn eru jafnir, en ekki lítilsigldir — ekki enn). Arið 1972 yfirgaf hann New York fyrir fullt og fast og leitaði upprun- ans við sitt gamla alma mater, Christ Church College í Oxford, þar sem hann var gerður að heiðursfélaga og fenginn lítill kofi til afnota. Ohóflegar reykingar frá unga aldri og takmörkuð hófstilling í umgengni við áfenga drykki höfðu þá ugglaust tekið sinn toll af heilsu hans, eða alltént sett mark sitt á hann eins og ljósmyndir af skáldinu sanna. Þann 29. september 1973 verður Wystan Hugh Auden bráðkvaddur í Vínarborg þar sem hann er staddur á upplestrarferð, 66 ára að aldri, og lagður til hinstu hvílu við sumardvalarstað sinn í Kirchstetten, Austurríki. Haldin er minningarat- höfn um hann í Oxford og nafn hans grafið á skjöld í „skáldahorninu" (Po- et's corner) í Westminster Abbey í Lundúnum og undir því ljóðlínurnar sem hann hafði ort eftir kollega sinn, W.B. Yeats, röskum 30 árum fyrr: „In the prison of his Days Teach the free man how to praise“. III Höfundarverk Audens er mikið að vöxtum og æði sundurleitt. Ægir þar saman lýriskum skáldskap, ádeilukvæðum, leikritum og ferðalýsingum í d ÆœývJá - Hann gat ekki hætt að ríma 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.