Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 89

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 89
Ifylgd með Auden sínum, að kynnast sem bezt þjóðunum sjálfum, lifnaðarháttum þeirra og menningu, en landslag og náttúrufar lét hann sig minna skipta. Enda lét hann sér fátt um finnast íslenzk fjöll og fossa, kvaðst lítið yndi hafa af því að klifra í bratta eða glápa á vatn steypast af bergi fram, slík fyrirbæri væru hvert öðru lík í öllum löndum. Hann mat meira að skoða gamla sveitabæi og bækur, svip fólksins og lifnaðarhætti, og þreyttist aldrei á að spyrja um slíkt í þaula. Hins vegar gerði hann sér ekkert far um að læra tungumál, í löndum þeim, sem hann fór um, ef hann hafði ekki numið þau áður. Kvað hann það gagnslítið og bara til tafar og fyrirhafnar á ferðalögum. Varð ég ekki var við, að hann lærði nokkra heila setningu á íslenzku, nema: „Hvað er klukkan?" en á henni þurfti hann oft að halda, því að enga klukku hafði skáldið meðferðis. Hér verður engin tilraun gerð til að lýsa skáldskap W.H. Audens né rithöfundarferli. Til þess skortir mig bæði þekkingu og heimildargögn. Nægir að geta þess, að hann var, á þessum árum, á hraðri leið til heims- frægðar, og var þegar orðinn einna kunnastur yngri ljóðskálda í Englandi. Mikið nýjabragð þótti að ljóðum hans; hann fór í ýmsu lítt troðnar brautir, enda skiptar skoðanir um verk hans. Hann var róttækur í skoðunum, en þó segir stallbróðir hans, Stephen Spender, hann aldrei hafa orðið hrein- ræktaðan kommúnista. Hann fór til Spánar, meðan borgarastyrjöldin þar stóð yfir, og gerðist sjálfboðaliði í her stjórnarsinna, ók sjúkrabifreið. Upp úr heimsstyrjöldinni dvaldist hann árum saman í Bandaríkjunum. En fynir fjórum árum var hann gerður heiðursprófessor í skáldskap við sjálfan Oxford-háskóla. Er sagt, að Auden prófessor hafi lýst þessu nýja starfi sínu með þessari setningu: „Prófessor - það er maður, sem talar í svefni — ann- arra.“ Hann kom hingað til lands sumarið 1936 og dvaldist hér nokkrar vik- ur, áður en félagi hans, Louis MacNeice, kom, og ferðuðust þeir saman eftir það. Þeir gáfu síðan út saman bókina Letters from Iceland, og er hún mestmegnis eftir Auden. Þetta er öðrum þræði ferðasaga og landslýsing, en líka er þar mikið af skáldskap og hugleiðingum, sem koma Islandi lítt eða ekki við. Auden mun hafa haft spurnir af ýmsum mönnum hér, áður en hann kom, t. d. Sigurði Nordal og Kristni Andréssyni. Kynntu þeir hann síðan mönnum, sem ætla mætti að honum þætti fengur í að kynnast. Það var víst Nordal, sem tókst á hendur að útvega Auden fylgdarmenn um landið, og kom honum þá eðlilega í hug að leita til nemenda sinna í háskólanum. Sjálfsagt hefðu margir verið fúsir til að vera túlkar skáldsins og fylgdarmenn, svo frægs andans manns, en böggull fylgdi því skammrifi, því að segja mátti, að starf þetta væri meira til „frægðar en langlífis“, því að kaup vildi skáldið ekkert borga, umfram ferðakostnað, fæði og gistingu. á — Hann gat ekki hætt að rima 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.