Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 41
Islandsfór ogfleiri kvaði
„Flóttamannablús“
I borginni þar búa sirka tíu milljón manns;
sumir búa að ríks manns hætti en aðrir að öreigans:
en við eigum þar engan stað, minn kæri, við eigum þar engan stað.
Við áttum eitt sinn land sem okkur þótti þarska fínt;
ef þú slærð því upp í atlasnum þá er það ekki týnt:
en þangað fæst ekkert far, minn kæri, en þangað fæst ekkert far.
í kirkjugarði bæjarins fá blómin glatt þitt geð;
á vorin bregst það ekki að þau endurnýi tréð:
en passana ekki enn, minn kæri, en passana ekki enn.
Konsúllinn barði í borðið og mælti meðan hann taldi féð:
„Ef enginn er passinn þá ertu dauður opinberlega séð“:
samt erum við ennþá lífs, minn kæri, samt erum við ennþá lífs.
Þá gekk eg fyrir nefnd: þeir buðu mér koll og kaffitár,
og sögðu mér svo pent að koma aftur næsta ár:
en hvert skal þá haldið í dag, minn kæri, en hvert skal þá haldið í dag?
Eg fór á fund og heyrði lítinn karl með skrítinn kross:
„Ef við hleypum þeim inn í landið stela þeir störfunum frá oss“:
hann átti við okkur tvo, minn kæri, hann átti við okkur tvo.
Þá fannst mér sem að þruma skæki hin háu himinhvel;
það var Hitler yfir Evrópu er mælti: „Þeir mega súpa hel“:
þá meinti hann okkur öll, minn kæri, þá meinti hann okkur öll.
Eg sá hvar þrifleg dama klæddi kjölturakkann sinn,
og hurð var opnuð í kuldanum og ketti hleypt þar inn:
en þeir voru ekki gyðinga-grey, minn kæri, þeir voru ekki gyðinga-grey.
Svo fór eg niður að hafnarbakkanum þar sem eg sá
hvar fiskarnir sem frjálsir væru syntu um víðan sjá:
aðeins fáum skrefum fjær, minn kæri, aðeins fáum skrefum íjær.
Og gekk svo gegnum skóginn þar sem fjöldi fugla var;
þeir þurftu enga pólitík og sungu sælir þar:
þeir voru ekki mennskir menn, minn kæri, þeir voru ekki mennskir menn.
á .93œý//ijá — Hann gat ekki hætt að ríma
39